Færsluflokkur: Bloggar
22.12.2011 | 09:16
Ljóskubrandari í skammdeginu.
Það var ljóska sem fékk brjálaðan áhuga á dorgveiði.
Hún varð sér út um allan búnað til þess arna, veiðigræjur, borsveif,
stól og hvað ekki.
Nú, svo var að skella sér í veiði. Hún kom sér fyrir úti á ísnum,
settist á stólinn og fór að bora.
Þá gall við rödd sem sagði: "Hér er enginn fiskur." Henni varð bylt
við og leit í kringum sig en sá engan. Hún færði sig um set.
Á nýjum stað kom hún sér fyrir settist á stólinn og fór að bora.
Og aftur gall við röddin: " Hér er enginn fiskur."
Aftur tók hún saman græjurnar og færði sig um set. Og sem hún
byrjar aftur að bora gellur við röddin: "Hér er enginn fiskur."
Hún spyr með titrandi röddu.
"Er..., er þetta Guð?"
"NEI! Þetta er umsjónamaður skautahallarinnar og hér er engan fisk
að hafa..."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2011 | 08:33
Ungir menn sem voru keyptir til óhæfuverka.
Nú ætlar sérstakur að reka af sér sliðruorðið og taka til hendinni. Allt mjög gott um það að segja.
Vígvöllurinn í dag er valdheimildir bankastjóra Glitnis og aðstoðarmanns hans. Málið lítur þannig út að bankastjórinn hafa upp á sitt einsdæmi og mögulega í óleyfi lánað vinum sínum, sem óvart voru stóreigendur bankans, óheyrilegt fé og þannig vísvitandi sett bankann á hausinn. Það er einnig upplýst að þessi umrædd lánveiting, þó há væru, var aðeins hluti af miklu stærri fléttu, tengdri eigendum bankans.
Það þarf ekki mikla speki til að sjá að þessum málum var ekki ráðið af bankastjóranum, þar voru miklu stærri mál undir, mál eigenda bankans. Þeirra þræðir voru ofnir úti í bæ og höfðu svo sín tengsl inn í bankaráð bankans.
Ungu mennirnir í fínu jakkafötunum voru aðeins handbendi eigenda bankans í því að ræna bankann fallegur frontur. Þessir ungu menn voru valdir skipulega, voru áberandi, vel menntaðir, myndarlegir, og pössuðu vel inn í þann hóp af öðru ungu fólki, sem ráðið var í bankana. Þeir voru einnig skipulega innlimaðir í klanið, fengu bónusa og kauprétt í hlutabréfum, til að þeir fengju hið rétta viðhorf. Þeir fengu að ráða miklu þegar vel gekk, enn þegar fór að þyngjast, tóku aðrir hagsmunir við, hinir raunverulegu valdamenn, útrásarvíkingarnir, tóku yfir.
Það er auðvelt að beina kastljósinu að bankastjóranum. Hann hafði jú hið formlega vald, enn allir vita hvar hið raunverulega vald lá. Allt þetta veit sérstakur og við hin og vonandi, gerist það ekki, að bakari verður hengdur fyrir smið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.12.2011 | 09:40
Á að hengjum Gunnar I Birgisson í hæsta gálga ?
Kæran þýðir að nú fer þetta mál, sem hefur verið að veljast í kerfinu í um 2 ára, í farveg réttarkerfisins.
Þar sem þekktir einstaklingar eiga hér hlut að máli, hefur dómstóll götunnar, þegar hafið störf og fellt sína dóma. Ástæða er hinsvegar til að minna á í þessu máli, að enginn er sekur, fyrr enn sekt hans er sönnuð fyrir dómi.
Ýmsir hafa tjáð sig um það, að þeir aðilar máls sem nú eru starfandi bæjarfulltrúar í Kópavogi, ættu að segja af sér meðan á málarekstri stendur. Þeir eiga það að sjálfsögðu við samvisku sína, enn fátt er sem rökstyður það. Rekstur Lífeyrissjóðsins hefur nú verið fluttur frá bænum, og málareksturinn hefur fáa eða enga snertifleti við núverandi starf þessara aðila í bæjarstjórn.
Fyrir flesta sem kynnt hafa sér þetta mál er þetta leiðindamál. Það hefur nú hangið yfir höfðum hlutaðeigandi í um 2 ár og skaðað þá með margvíslegum hætti. Það hefur verið hluti af pólitískum deilum og makki. Það er sannarlega tími til komin að klára málið.
F.v. stjórn sjóðsins verður seint sökuð um, að hafa í þessu máli, verið að skara eld að eigin köku. Stjórnarmenn höfðu engan persónulegan ábata af málinu. Þeir töldu sig hinsvegar vera að vinna að hagsmunum sjóðsfélaganna á erfiðum og hættulegum tímum. Ég veit, að ekkert annað enn það, vakti fyrir Gunnari I Birgissyni í hans störfum fyrir sjóðinn. Látum réttarkerfið vinna vinnuna sína og ræðum pólitík þar sem hún á heima.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2011 | 07:30
Hin hliðin á lýðræðinu.
Dagana 6-9 desember s.l. gerði MMR alvöru skoðanakönnun úr hópi 12.000 álitsgjafa sinna. Frá þessari könnun segir Fréttabalðið 17.12. Úrtakið var 865 og svarhlutfall að meðaltali 60%. Spurt var hvaða stjórnmálaflokk þátttakendur treystu best til að leiða tilgreina 12 málaflokka:
1. Skattamál,
2. Heilbrigðismál,
3. Lög og regla almennt,
4. Atvinnuleysi,
5. Innflytjendamál,
6. Mennta - og skólamál,
7. Umhverfismál,
8. Efnahagsmál almennt,
9. Endurreisn atvinnulífs,
10. Nýting náttúruauðlinda,
11. Samningur um aðild að ESB,
12. Rannsókn á tildrögum bankahrunsins.
Það sem er áhugavert við þessa könnun er að hún hefur verið gerð 4 sinnum frá apríl 2009. Í þeirri könnun var mikið traust borið til stjórnarflokkanna, en það hefur nú sannarlega snúist við.
Núverandi stjórnarflokkar fá í dag 31% fylgi eða 22 þingmenn. Stjórnin er því kolfallin.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi einn 38,5% eða 29 þingmenn og Framsókn fengi 12, ef kosið væru nú.
Af fyrrgreindum málaflokkum treysta þáttakendur Sjálfstæðisflokknum best til að leiða 10 flokka af fyrrgreindum 12. VG var treyst til að leiða 2 málaflokka, umhverfismál og rannsókn á bankahruninu.
Hin hliðin á lýðræðinu er að í dag situr ríkisstjórn rúin trausti, studd af 1/3 þjóðarinnar og ætti með réttu að fara frá. Það mun hún væntanlega ekki gera og ætlar að sitja meðan sætt er.
Bloggar | Breytt 20.12.2011 kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2011 | 09:01
Icesave, staða máls, erum við áhættufíklar.
Þeir sem töluðu fyrir samþykkt laganna og um leið uppgjörs, gerðu það flestir með það í huga að samningarnir væru vel ásættanlegir og málið væri þar með afgreitt.
Þeir sem felldu lögin gerðu það af ýmsum ástæðum enn flestir væntanlega þó af þeirri, að málið kæmi okkur ekki við, við ættum ekkert að borga. Þessi hópur hafði ekki miklar áhyggjur af EFTA dómstólnum, en mjög líklegt var á þessum tíma að málið færi þangað.
Ákvörðun er ákvöðrun og allir sammála um að nú sé að verjast í dómssölum.
Þetta leiðir hinsvegar hugann að því hvernig við sem manneskjur og þjóð, höndlum áhættu. Fyrir okkur voru Icesave - kostirnir alveg klárir, örugg niðurstaða, eða óvissuferð, þar sem versta niðurstaða er skelfileg.
Við völdum óvissuna, vitandi vits um að staða okkar gæti verið veik á ýmsum sviðum. Stöndum í fæturnar, þetta reddast var inntak umræðunnar !!
Breskir ráðamenn hafa lýst því í umræðu um Icesave, að þeir hafi boðið okkur aðstoð við lausn málsins. Þeir hafa einnig lýst því, sem furðu sinni, að við þurftum enga hjálp og slóum á þeirra hjálparhönd. Fyrir þá var þetta óskiljanlegt og óskynsamlegt.
Lærdómur þessa máls er gamall og góður. Ef þú hefur efni á að gera þínar vitleysur, átt peninga til að borga, þá er þetta alfarið þitt mál og þú þarft engan að spyrja. Ef þú hinsvegar átt ekkert ert á brókinni, sem er staða okkar þjóðar, mátt þú enga áhættu taka.
Í þessu máli tókum við bullandi áhættu og í ljósi þess sem á undan var gengið ættum við að spyrja, hvað í okkur sjálfum, gerir okkur að þessum áhættufíklum !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.12.2011 | 11:59
Bankahrunið og kastljós.
Fyrir innvígða og innmúraða er ekki margt nýtt sem fram kemur í þessum þáttum. Flest hefur verið sagt áður og sumt margoft. Atburðarásin er heldur ekki ný og spannar með öllu hart nær tíu ár.
Bankahrunið er í hugum margra að verða gömul frétt. Fyrir ýmsa er einnig verið að rífa upp gömul sár. Málið er einfaldlega í réttum farvegi rannsókna - og dómsvaldsins og á eftir að tikka þar í nokkur ár í viðbót. Verið er að vinna á skuldavanda heimila og fyrirtækja, meginlínur þeirrar vinnu liggja fyrir, en framkvæmdin ekki alveg komin í höfn. Við þurfum að snúa okkur að öðru.
Bankahrunið er einnig mál sem er í eðli sínu neikvætt. Það viðheldur neikvæðum hugsunum og til hvers ? Svar einhverra er að við þurfum að gera upp þessa tíma, hreinsa út skítinn. Annar skóli segir að við eigum að sleppa tökunum hætta að hugsa um þetta tímabil og horfa þess í stað fram á veg.
Er það mögulegt að sá doði sem við upplifum, neikvæðni og nöldur, eigi einmitt upphaf sitt í þessu að við höfum ekki sleppt tökum og ýtt þessu hrunmáli afturfyrir okkur.
Ef það, að sleppa tökum er rétt, þá sjá allir að bankahrunið sem varð fyrir 3 árum er ekki búið, það heitir aðeins öðru nafni í dag, hvað eigum við að segja, hrun hugans. Skaðinn og tjónið heldur áfram engum til gagns. Ég mæli með að við sleppum takinu og förum að hugsa um framtíðina !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.12.2011 | 08:50
Háir vextir á Íslandi.
- Kjarasamningar eru einn af ráðandi þáttum efnahagsmálanna. Í þeim er venjulega ákvæði um endurskoðun ef forsendur breytast.
- ASÍ og fulltrúar þeirra eru stórir ákvörðunaraðilar á fjármagnsmarkaði, með þátttöku sinni í stjórnum lífeyrissjóðanna,
- ASÍ hefur alltaf haft mikið pólitísk vægi, bæði beint og óbeint.
Talsmennirnir eru því ekki einhverjir áhrifalausir greiningaraðilar úti í bæ, þeir hafa puttann á púlsinum.
Það má einnig benda á að á stórveldistímum bankanna voru greiningardeildir þeirra áberandi í umræðu um efnahagsmál. Umræða frá ASÍ og frá atvinnurekendum er því í dag mjög æskileg, sem mótvægi við liði ríkisvaldsins.
Þegar Ólafur Darri í nýlegum pistli talar t.d. um háa vexti á Íslandi, að þeir séu mögulega 4,5% hærri en í ríkjum á Evrusvæðinu þá er það alveg rétt. Takist að lækka þessa vexti, t.d um 3% eins og hann gefur sér, er auðvelt að reikna mikinn sparnað fyrir alla, ríkið, einstaklinga og fyrirtækin.
Í þessari umræðu þarf að gæta mjög að notkun hugtaka. Á evrusvæðinu er verðtygging almennt ekki notuð, þar eru það nafnvextir sem gilda. Raunvextir eru þar almennt mjög lágir. Á Íslandi er þessu öfugt farið raunvaxtakrafa banka og lífeyrissjóða hefur um langt árabil verið há, mjög óeðlilega há. Sérstaklega skoðað í því ljósi að þessir raunvextir eru breytilegir ekki fastir.
Í allri ákvörðun nafnvaxta í okkar fjármálakerfi, er verðbóla byggð inn í ákvöðunina, leynt eða ljóst. Ég ætla ekki að ergja mig og aðra á að tala um vexti af kredit korta lánum, sem eru okurvextir.
Séu raunvextir á evrusvæðinu og Íslandi bornir saman, eru þeir miklu hærri á Íslandi. Hvaða ástæður skyldu vera fyrir því? Hvers vegna geta eigendur fjámagns á Íslandi gert körfu um hærri raunvexti? Þessi spurning snýr ekki síst að lífeyrissjóðunum, þar sem ASÍ menn hafa sterka rödd, en eru væntanlega í þeirri stöðu að hafa ekki aðeins eina hagsmuni að verja.
Séu vextir háir á Íslandi sýnir það sig að ríkið getur tekið lán erlendis. Ekki væri það góðar fréttir fyrir fjármagnið á Íslandi.
Það stendur hinsvegar alveg óhaggað að íslenskt atvinnulíf og þegnar geta ekki til langframa greitt hærri vexti en samkeppnisaðilar. Það endar bara á einn vega, með ósköpum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2011 | 07:50
Mínar fréttir í Ríkisútvarpinu.
Fréttamenn RUV eru sérstaklega fært fólk með yfirgripsmikla þekkingu og færni í starfi sínu. Spegillinn tekur á fjölda áhugaverðra mál og pistlar Sigrúnar Davíðsdóttur um fjármál og fréttir frá Evrópu eru einstaklega vel unnir.
Það er mikill vandi að vinna á fjölmiðlum og körfur á þá sem þar vinna eru miklar. Mögulega alltof miklar. Það sem sagt er í fjölmiðlum eða ekki sagt skiptir miklu máli, frétt á besta tíma ratar inn um margra eyru og hefur áhrif. Ef ég má aftur minnast á Sigrúnu, þá var rannsóknarskýrsla Alþingis rómað plagg, en umfjöllun hennar af bankahruninu hefur að mínu viti komið þessu efni til almennings með enn áhrifameiri hætti.
Val á fréttum er erfitt og vanþakklátt starf. Hvað er á hverjum tíma fréttnæmast hlítur að vera sérstakur höfuðverkur. Auðvitað er það mitt efni og mín áhugamál. Fréttamenn á RUV hafa verið sakaðir um að vera vinstrisinnaðir í stjórnmálum og fréttavali. Ég er væntanlega alveg orðinn samdauna mínum RUV - fréttum, ég hef bara ekki tekið eftir þessu.
Í umræðu dagsins er eins og aldrei sé ástæða eða tækifæri til að tala vel um nokkurn hlut. Eitthvað fyrir okkur öll að hugsa um. Var einmitt að hlusta á fréttir í bílnum á leiðinni heim í dag. Sagði við sjálfan mig, nú ætla ég að láta verða af því, að skrifa eitthvað jákvætt um fólkið og fréttirnar á RUV.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2011 | 08:41
Íslenska krónan og nauðgun hennar:
Umræða um það hvort ÍSKR eigi að fara eða vera, hefur staðið um árabil. Vissulega er þetta flókin umræða og margt sem þarf að koma til skoðunar. Mikil þekking hefur hinsvegar skapast um þá valkostum sem í boði eru. Þannig geta allar ákvarðanir um breytingar verið byggðar á reynslu og traustum grunni. Ég tel að það sé mikilvægt að gera sér grein fyrir ólíkum hagsmunum í þessari umræðu. Þeim má gróflega skipta þannig:
1. Stjórnvöld, sem ráða stjórn efnahagsmála. Fyrir stjórnvöld er ÍSKR mikilvægt tæki til hagstjórnar. Nefnum aðeins gengisfellingar og seðlaprentun,
2. Einstaklingar og fyrirtækin í landinu. Notendur krónunnar og þolendur efnahagsaðgerða stjórnvalda.
Í allri umræðunni skiptir miklu máli hvoru megin borðs þú situr. Fljótt á litið ættu hagsmunir 1 og 2 að fara saman, stjórnvöld eru kosin af fólkinu og ættu að vinna með hagsmuni þess í huga. Hér er hinsvegar komið að djúpstæðri tilfinningu margra, að þessu sé alls ekki svona farið. Fólkið í landinu þurfi þess í stað að koma sér upp vörnum gagnvart stjórnvöldum.
Tökum nokkur dæmi til að skýra þetta betur:
1. Stjórnvöld felldu gengið stórkostlega til að rétta af hrunið, sem þau þó báru mögulega ábyrgð á. Óraunhæfir kjarasamningar voru gerðir, sem þau báru líka ábyrgð á. Afleiðingin er skuldir einstaklinga og fyrirtækja tvöfölduðust á einni nóttu. Hvað höfðu þessir aðilar gert af sér, hvernig var hægt að koma svona fram?
2. Í stað þess að horfast í augu við vandann, eru seðlapressurnar keyrðar, fleiri krónur settar í umferð, afleiðingin verðrýrnun krónunnar og verðbólga. Reikningurinn sendur öllum í minni kaupmætti og hærri skuldum.
Sýna þessi dæmi ekki að vandinn er sá, að stjórnvöld á hverjum tíma, geta misbeitt krónunni til að slétta út vanda sem þau hafa sjálf komið sér í. Þau gera það í kraft yfirráða yfir krónunni okkar. Ef við tækjum upp aðra mynt gætu þau ekki gert þetta.
Hvaða varnir eru þá til fyrir okkur einstaklingana og aumingja krónuna gangvart stjórnvaldinu. Tæki sem virkuðu til ögunar og aðhalds og ekki síst, almennrar umræðu. Stjórnvöld geta þá ekki gert hvað sem þeim dettur í hug, málin rekast á einhverja veggi.
- Ný lög um skuldsetningu sveitarfélaga er dæmi um þetta. Sveitarfélag er jú íbúarnir sem þar búa,
- Í USA hefur verið sett skuldaþak á alríkisstjórnina. Miklar deilur og umræða urðu þegar lyfta þurfti þessu þaki. Engin reykfyllt herbergi, málið var upp á borði,
- Gamlar og nýjar hugmyndir um það að samneysla - ríkisútgjöld megi ekki vera hærri fjárhæð en eitthvað hlutfall af þjóðarframleiðslu,
- Skuldaþak á skuldir ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja. Skuldir ríkisins þá hugsaðar sem ógreiddir skattar framtíðar.
- Sveitarfélögum og ríkinu sé óheimilt að taka erlend lán eða skýrar takmarkanir á því.
Fyrir þá sem vilja halda krónunni þarf úrræði, svo henni verði ekki misbeitt eins og hér hefur verið lýst. Jafnvel þótt reynt væri að verja hana með einhverjum hætti og auka aga hagstjórnarinnar er kostnaðurinn við að halda krónunni þrátt fyrir það of hár?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.12.2011 | 07:51
Enn um afnám verðtryggingar.
Það er hart sótt að verðtryggingunni og stórar yfirlýsingar gefnar:
- Verðtygging er rót alls ills í okkar hagkerfi,
- Verðtrygging er valdníðsla á lántakendum,
- Verðtrygging er nánast hvergi notuð í hinum siðmenntaða heimi,
- Verðtygginguna burt.
Þegar rikið sest snýst þessi umræða um verðbólgu, ástand sem hefur verið viðvarandi í okkar landi um áratugi. Verðbólga rírir verðgildi krónunnar. Þegar mest gekk á var verðbólgan tugir prósenta á ári. Enginn sem átti krónur gat réttlætt það fyrir sér eða öðrum að lána þessar krónur, mögulega til áratuga, öðruvísi en með verðtryggingu.
Í dag er tími minni verðbólgu á Íslandi, segjum að hún verði 3% eða sú sama og á evrusvæðinu.
- Í dag er því hægt að bera lánakjör okkar saman, við það sem er hjá öðrum,
- Í dag er hægt að afnema verðtryggingu, og það á að ræða í alvöru,
- Í dag er hægt að afnema verðtryggingu, að því gefnu að hagstjórn á Íslandi og stöðugleiki sé að verða eins og í þeim löndum sem við berum okkur saman við.
Lánið er með föstum 6,45% vöxtum í fimm ár. Lánið hentar þeim sem vilja hraðari eignamyndum og forðast uppsöfnun verðbóta á höfuðstól. Óverðtryggð lán hækka ekki með verðbólgu en greiðslubyrði er að jafnaði hærri til að byrja með en á verðtryggðum lánum. Lánið er til allt að 40 ára og er lánað fyrir allt að 80% af markaðsvirði eignar. Ef veðhlutfall láns fer yfir 60% af markaðsvirði eignar hækka vextir af þeim hluta lánsins. Lánin eru með föstum vöxtum til fimm ára í senn. Á fimm ára fresti eru vextirnir endurskoðaðir og taka mið af markaðsvöxtum, sem í gildi eru við endurskoðun. Viðskiptavinir geta einnig valið aðra kosti ef þau óverðtryggðu kjör sem þá bjóðast eru óhagstæð.
Þessi kjör eru merkileg fyrir þær sakir að þarna er boðnir fastir vextir í 5 ár. M.v. forsendu okkar um verðbólgu eru raunvextir 3,45%. Í mínum huga speglast hér ný hugsun lánveitandans og mat hans á framtíðinni. Framtíð stöðugleika og lágrar verðbólgu. Eðlilega er spurt, hvað gerist að 5 árum liðnum? Enginn veit stöðuna þá en semja þarf og lántakandi á þá nokkra valkosti.
Fjármögnun íbúðarhúsnæðis er mikið hagsmunamál í öllum löndum. Lántakendur eiga að gera kröfu um fjölbreyttar leiðir og lausnir, bæði á nýjum og eldri lánum. Vonandi svarar markaðurinn því kalli og að fyrrgreint sé hluti af því svari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar