Færsluflokkur: Bloggar
16.1.2012 | 10:31
Hvað varð af týndu peningunum !!
Í framhaldi af þessu var mikið talað um stolnu peningana sem þessir delikventar ættu í erlendum skattaskjólum, nöfn á eyjum eins og Tortóla, sem enginn hafði heyrt af, skaut upp kollinum. Eva Joly, þekkti vel alla klækina og skjólin,nú væri að setja í það nægan mannskap að ná í peningana, þýfið skildi endurheimt.
Öllum fannst þetta þjóráð að endurheimta peninga og fyllilega þess virði að setja í það mannskap. Þetta gæti alveg verið sjálfbær útgerð, endurheimt fé, borgaði brúsann og við fengjum réttlætið í kaupbæti.
Það vakti því verðskuldað athygli þegar Jón Ásgeir, var beðinn að gera grein fyrir eignum sínum, að hann átti ósköp lítið, og augljólega ekki fyrir lögfræðikostnaði. Vissulega bjóst enginn við að hann segði frá öllu, hvaða sannur íslendingur hefði gert það. Hálauna maðurinn átti sem samt nánast ekkert nema skuldsettar eignir.
Skúrkarnir í dag er hópur bankamann, sem keyptir voru til að gera það sem þeim var sagt. Það getur varla talist glæpur að sá sem biður um lán í banka skrifi sannfærandi bréf um að hann eigi að fá lánið. Ef hann trúir ekki á sinn málstað hver þá. Það virðist því ólíklegt að Jón Ásgeir verði veiddur í það net sem nú hefur verið kastað út.
Ég vona svo sannarlega að sérstakur sé ennþá að leita að öllum stolnu peningunum. Ef ég man rétt varð hrunið 2008 og nú er 2012. Ég vona líka að þessir peningar séu á vöxtum, og að ekki sé búið að eyða þeim í lögfræðikostnað og fjölmiðlakaup. Það komi sem sé í ljós 2015 að þeir sem raunverulega græddu á hruninu, voru lögfræðingar og eigendur fjölmiðla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2012 | 12:19
Laun Seðlabankastjóra.
Þegar betur er að gáð á þessi maður sem einstaklingur þann rétt, rétt eins og reyndar allir aðrir í okkar þjóðfélagi, að skjóta ágreiningsmáli sínu til dómstóla.
Í upphafi er samið við Má um ákveðin launakjör af bankaráði Seðlabankans. Það er síðan Kjaradómur sem breytir þeim samningum og við þá breytingu vill hann ekki una.
Hann á auðvitað þann kost:
- Að gera ekkert og láta þetta yfir sig ganga,
- Að hætta,
- Að fara í mál, þ.e. sá kostur sem hann velur.
Í fljótu bragði má spyrja var ekki hægt að leysa þetta og spara stjórnvöldum þessi leiðindi. Þegar á það er litið eru þar engir kostir góðir. Til að hafa þessi línur skýrar var ekkert annað úrræði eftir, en málssókn, úrræði borgarans, úrræði þess sem beittur er órétti.
Þó málssókn viðist niðurlægjandi kostur fyrir alla er þetta mál þannig vaxið að það hefði verið að bæta gráu ofaná svart að læðupokast með lausnina. Hún varð einfaldlega að vera upp á borði, allra vegna.
Starf Seðlabankastjóra á Íslandi er mikilvægt, reyndar eins og þetta embætti í öðrum löndum. Ólgusjór fjármálalífsins hefur gert það enn þá mikilvægara, en um leið er það í skotlínu átaka um stefnu og leiðir.
Krafa dagsins er að Seðlabankinn vinni faglega og sé sjálfstæður í störfum sínum og honum sé stýrt af fagmönnum. Már hefur fengið sinn skammt af gangrýni, en um það er ekki deilt að hann ef fagmaður á sínu sviði. Hann á líka sinn borgaralega rétt og það að standa á rétti sínum, hefur aldrei þótt ljóður á nokkrum manni á Íslandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2012 | 07:55
Það er geðveikt að vera geðveikur.
Fékk í jólagjöf bókina Ómunatíð eftir Styrmi Gunnarsson. Bókin fjallar um sjókdómsbaráttu eiginkonu hans Sigrúnar og þau áhrif sem veikindin höfðu á líf fjölskyldu þeirra í meira en 40 ár.
Þau hjónin eiga heiður skilið fyrir að stíga fram og segja okkur hinum frá lífi sínu og baráttu. Mér datt í hug orðið raunveruleikabókmenntir, eins og raunveruleikasjónvarp, sem mjög er vinsælt um þessar mundir. Raunveruleikasjónvarp er þó yfirleitt innihaldslaus farsi, en það verður ekki sagt um líf þeirra hjóna og aðstandenda þeirra.
Þau hjón mega vera fullviss um það að þau eru að gera okkur hinum mikinn greiða með því að fjalla opinskátt um líf sitt. Styrmir auðgar texta sinn með fjölmörgum tilvitnunum og fróðleik, sem lýsir vandvirkni hans og rannsóknum á þessum málum. Ég tók þetta sérstaklega til mín og sá glögglega að ég hafði ekki nægilega lesið heima !
Áhrif geðveikinnar á börn hinna sjúku er stór þáttur bókarinnar og áhugaverður. Lærdómur þeirra hjóna og uppgjör er veigamikið innlegg í umræðuna. Þeir sem þekkja til þessa sjúkdóms, vita um hvað þau hjón tala. Við þau vil ég aðeins segja að þau mega ekki vera of dómhörð á sig sjálf, þau voru að fást við ofurmannlegt viðfangsefni, og voru í mínum huga alltaf að leitast við að gera það rétta. Hvað er hægt að ætlast til meira af sjálfum sér.
Þessi bók er velkomin lesning. Hún er heiðarleg og sönn og skrifuð fyrir okkur hin. Mér finnst mega ráða það af bókinn að heilsa Sigrúnar sé betri nú hin síðari ár, ef nokkurntíman má nota það orð um þennan sjúkdóm. Óska þeim hjónum alls hins besta á komandi árum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.12.2011 | 10:46
Gleðilegt nýtt ár !
Óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir samskipti á liðnu ári. Göngum varlega um gleðinnar dyr um áramótin.
Bestu kveðjur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.12.2011 | 09:01
Það er aldrei neitt hægt á Íslandi !!
Vinur minn sem er vitur maður, sagði við mig það er ekkert hægt á Íslandi, það eru aldrei til peningar. Þess vegna er eina leiðin til að eitthvað sé gert, er bara að gera það, þó það sé allt í bullandi skuld.
Þessi lífsspeki gekk alveg upp á verðbólgutímum, því verðbólgan át upp skuldirnar, þær bara hurfu. Blessuð verðbólgan !
Þessi hugsunarháttur lifir enn góðu lífi með þjóðinni. Var eitthvað vit í Héðinsfjarðargöngum, Hörpunni, eða Nýbyggingu Landsspítalans. Auðvitað ekki enn þetta er nú samt gert.
Harpan er vissulega fallegt hús á fallegum stað og fallega búið. Nýr Landsspítali verður væntanlega glæsileg bygging en er byggður á tímum blóðugs niðurskurðar í þessari rómuðu stofnun og mun kosta 50-100 milljarað króna. Ný tæki er ekki hægt að kaupa til núverandi spítala og álag á starfsfólk, stappar nærri vinnuþrælkun. Allir þekkja svo lögmálið, að eitt er að byggja, og annað að reka.
Allt er þetta hægt, þó vitið vanti, vegna þess að reikningurinn er sendur skattgreiðendum, hinum breiðu bökum. Þó bakið sé bogið í dag, munu koma betri dagar og blóm í haga. Þá verður stórhuga mönnum þökkuð áræðnin og framsýnin, að hafa ekki tekið mark á bölsýni og barlómi.
Eitt er víst að einkafyrirtæki, sem hugsaði og hagaði sér svona, færi lóðbeint á hausinn. Það er stutt í að s.l. áratugur í fyrirtækjarekstri sé skoðaður út frá þessu sjónarmiði.
Það versta í þessu máli er að þeir sem ná fram þessum ákvörðunum hafa tekið ákvörðunarvald frá þeim sem á eftir koma. Sama krónan verður ekki notuð oft, þannig að því meira af óarðbærum" fínheitum því minna til allra annarra nota.
Sú fjárfestingastefna sem hér er lýst er í ætt við forsetahöll Ceausescu í Búkarest í Rúmeníu en í henni eru 1000 herbergi. Þegar höllin var byggð gat fólkið í landinu varla brauðfætt sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.12.2011 | 08:31
Hvað gerist 2012?
Þetta efni er mjög vinsælt og er lesið af miklum áhuga, hver vill ekki vita eitthvað um framtíðina. Nú vill svo til að ég er mjög spámannlega vaxinn og deili með ykkur án endurgjalds spá minni fyrir 2012:
- Árið 2012 mun töluvert af fólki flytjast af landi brott,
- Aflabrögð á íslandsmiðum mun verða í góðu meðallagi og verð á afurðum hátt,
- Ólafur Ragnar Grímsson verður endurkjörinn forseti Íslands,
- Mitt Romney, verður hinsvegar kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna,
- Verulegar jarðhræringar verða á næsta ári, en ekkert nýtt eldgos,
- Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mun sitja út árið,
- Olíverð verður áfram hátt og fer á árinu í $ 120 tunnan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2011 | 07:59
"Sagan sem varð að segja"
- Sannleikurinn kemur alltaf fram að lokum. Það er hægt að reyna að fela hann með því að breiða yfir hann lag af lygum, en það er alltaf hægt að grafa niður á hann þannig að hann komi í ljós. Það er bar spurning um tíma,
- Á tímum útrásarinnar, og bankahrunsins, hvarf heiðarleikinn úr íslensku viðskiptalífi, jafnvel líka úr stjórnmálum og stofnunum,
- Í gegnum öll þessi ár og allan þennan bissness hef ég gjarnan látið eina setningu flakka við samstarfsmenn mína þegar illa gengur. Við getum treyst því að sólin kemur upp í austri á morgun.
Við lestur þessarar bókar vekur það sérstaka athygli mína hvað þessi maður var skipulegur í öllu sem hann gerði. Aðdáunarverður eiginleiki í þeirri vinnu sem hann tók sér fyrir hendur og sannarlega til að læra af. Hann talar einnig mikið um þrautseigju og þolinmæði, sem mikilvæga eiginleika í viðskiptum, eitthvað sem þeir sem eru að feta sín fyrstu spor í viðskiptum, ættu að taka til eftirbreytni.
Mjög áhugaverð bók fyrir alla, sérstaklega þá sem voru samferðamenn Ingimars, og hafa sína snertifleti við margt af því sem hann lýsir í sögu sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2011 | 10:23
Lestur jólabókanna.
Fyrir mig sem var alinn upp á miklu bókaheimili og þar sem rekin var bókaútgáfa, er það alltaf jafn spennandi að ganga á milli bókastaflanna fyrir jólin. Kaupendur sjá fallegar bækur í röðum enn á bakvið þetta allt er, sköpunarferli og iðnaður, sem byrjar strax að undirbúa, nýja vertíð að ári þegar hinni fyrri lýkur.
Ég fékk þrjár bækur í jólagjöf, Einvígið, eftir Arnald Indriðason, Sagan sem varð að segja, um Ingimar H Ingimarsson og Ómunatíð efri Styrmi Gunnarsson. Einvígið er vel skrifuð og spennandi eins og allar bækur Arnaldar. Ég er að lesa bókin um Ingimar, mjög skemmtileg lesning fyrir þá, sem hafa tekið þátt í viðskiptum þessa tímabils. Er ekki kominn að Rússlandsárunum, sem er þó þekktasti kafli þessara sögu. Á sem sagt feita bita eftir !!
Já gamla" bókin blífur en tæknin hefur hafið innreið sína í þennan heim, rafbækur, lestölvur og hvað þetta allt heitir. Fæ mögulega eitthvað svoleiðis á næstu jólum !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2011 | 10:01
Friðarsúlan, efir Yoko Ono,
Friðarsúlan er tákn fyrir baráttu Ono og Lennons fyrir heimsfriði sem hófst á sjöunda áratug 20.aldar. Yoko segist hafa fengið hugmyndina að friðarsúlu árið 1967. Á stalli súlunnar eru grafin orðin hugsa sér frið" eða imagine peace" á 24 tungumálum, þar á meðal á íslensku, ensku, þýsku, japönsku og hebresku. Enska heitið er vísun í lagið Imagine" eftir John Lennon.
Þegar maður gengur um borgina í byrjun október og fram í desember og horfir á súluna rifjast þessar staðreyndir upp fyrir manni. Hún sést misjafnlega eftir veðri en það er eitthvað sérstakt og fallegt við þetta listaverk. Eitthvað geggjað enn um leið fallegt. Við sem ólumst upp við músik bítlanna og kunnum þessa sögu um John og Yoko hljótum að gleðjast yfir því að við fáum að vera þátttakendur í henni.
Það má ekki gleyma því að bítlarnir byltu pop- tónlistinni, frægð þeirra og áhrif var slík að hvers vegna gátu þeir ekki bylt viðhorfi heimsins og komið á friði. Viðhorf þessa tíma var að allt væri mögulegt.
Þetta listaverk Yoko á að minna okkur á mikilvægi friðar. Okkur var færð þessi súla höfum við Íslendingar borðið þennan kyndil friðar áfram með þeim hætti sem við ættum að gera og gætum gert?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2011 | 10:29
Innilegar jólakveðjur til bloggvina og lesenda.
Nokkrir bloggvinir hafa hringt og gefið góð ráð. Sumir hafa klappað á bakið á manni og sagt sumt af því sem þú skrifar sé ágætt, umsögn sem alltaf gleður.
Ég hef reynt í mínu bloggi að fara mínar eigin leiðir. Skrifa um það sem mér finnst áhugavert og gleðst yfir því ef öðrum finnst það líka. Tek eftir því að stór hópur bloggara tengir blogg sitt fréttum dagsins og almennum dægurmálum. Dett sjálfur í þetta far, eins og gengur og gerist.
Gleymum ekki að tilefni jólanna og þeirri gleði sem þeim á að vera tengd. Jólin eru fjölskylduhátíð, því þegar upp er staðið, gildir að maður er manns gaman, og hvað er gaman að kúldrast einn í sínu horni.
Gleymið heldur ekki að hvíla ykkur um jólin og allt stress á að vera gleymt og grafið. Sá sem er stressaður á jólunum er að gera of mikið, og þá er spurningin, til hvers er þetta allt gert, ef enginn fær notið hvíldar og friðar ?
Gleðileg jól !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar