Að rannsaka rannsóknina

Landsbankinn var seldur 2003 og ríkið fékk ásættanlegt verð, greitt í peningum. Sá sami banki er nú hættur rekstri og allir sem áttu þar hlutafé töpuðu sínu hlutafé.

Allt var þetta heldur sorgleg saga og hefur verið oftsinnis rifjuð upp. Leikendur á þessu sviði hafa í dag snúið sér að öðru, leikritinu er lokið, og allir geta farið heim.

Lærdómur sögunnar er tryggilega skjalfestur og hvort og hvað menn lærðu af þessari sögu, verður hver að eiga við sig. Sumir vilja jú ekkert læra!! Eitt má þó nefna, eftirlit með bönkunum á þessum tíma var í rúst. Það var í rúst af því að það átti að vera það. Markaðurinn var á þessum tíma hjáguð leiksins, og átti að hafa vit fyrir öllum.

Umræða dagsins í dag um þetta mál, er dæmigerð íslensk þrætubókarlist, með mjög pólitísku ívafi. Fyrir suma vantar blóraböggul, eitthvað djúsi, eitthvað til að smjatta á. Svið þessara atburða 2003-4 verður illa vakið með réttu, svo og umhverfið og ótal áhrifaþættir. Til þess þarf frelsi leiklistarinnar og leikhússins.

Bílstjórinn veit að ef hann horfir of mikið baksýnisspegilinn, gleymir hann að horfa fram fyrir sig, hann getur keyrt á eitthvað og drepið sig. Í bankarekstri okkar fyrir hrun „ gleymdi mögulega einhver að horfa fram fyrir sig „ Eða var það svo, sem gamli bankastjórinn minn sagði, það voru menn sem keyptu bankana sem ekki kunnu að reka banka.

Stóra spurning dagsins, kunnum við í dag að reka banka ? Ef við ætlum í því efni að leita liðsinnis vogunarsjóða, legg ég til að við rifjum upp söguna um Rauðhettu og úlfinn, sögu sem við höfum lesið og kennt börnunum okkar. Minni sérstaklega á þann hluta, þegar steinar voru settir í magann á úlfinum, og þegar hann ætlaði að fá sér að drekka, steypist hann í ána.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir þetta Jón Atli.

Ég horfði á Ragnar Önundarson og Lilju og Katrínu ræða þessi mál í gærkvöldi á ÍNN sjónvarpsstöðinni. Þar kom frá Ragnari fram svipað sjónarmið og þú imprar á hér. Held að þingheimi væri afar hollt að horfa á þessa þrennu ræða þessi mál, áður en lengra er haldið. Núna er tækifærði til að móta framtíðarstefnu í þessum málum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.4.2017 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 42509

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband