Færsluflokkur: Bloggar

Er lausn alls vanda meira eftirlit?

Þegar bólur springa og eldar vanræða og óstjórnar loga, eru fyrstu viðbrögð,  hvernig gat þetta gerast ?
Umræðan hefur ekki staðið lengi, þegar bent er á að ónógt eftirlit sé vandinn og það þurfi  nú að efla með öllum ráðum.
Á þessu stigi, er barnið sannarlega dottið í brunninn, en rökin fyrir auknu eftirlit eru þau að þetta eða hitt megi ekki gerast aftur. Það verði að kosta öllu til, að svo verði ekki.  Þannig verður til staða, þar sem verið er að kalla á aukið eftirlit á tímum þegar litlir peningar eru til og þörfin á eftirliti er lítil, barnið datt sannarlega í brunninn.
Það er einnig áhugaverð hugsun, hvort eftirlit er í sjálfur sér neikvætt fyrirbrigði. Eftirlit sé í reynd andstætt frelsi og framtaki, til þess fallið að letja framtakssama einstaklinga.  Allavega var það svo að eftirlit átti ekki upp á pallborðið á s.l. áratug. Í huga margra er það tengt ríkisrekstri, einhverjir burókratar hanga í framkvæmdamönnum og þvælast fyrir þeim og tefja fyrir góðum málum. Eftirlit er einhvern vegin tengt, endalausum skýrslum og gagnslausum upplýsingum, sem kosta atvinnulíftið tíma og peninga að gera.  Orðið burókrat lýsir þessu mjög vel.
Eftirlit er einnig þeirrar náttúru að það kemur á eftir framkvæmdinni. Framkvæmandinn er því alltaf skrefi í undan, staða sem gefur honum kjörstöðu. Í íþróttum er eftirlit með lyfjanotkun gott dæmi um þetta, svikahrappurinn er alltaf skrefi á undan í svikum sínum.  Hann veit hverju eftirlit er að leita að.
Niðurstaða þessara hugleiðingar er að eftirlit er nauðsynlegt. Þegar siðblindir einstaklingar komast á valdastóla dugir ekkert eftirlit. Þetta má líka orða þannig að besta eftirlitið er að þessir einstaklingar komist aldrei í þessa stöðu eða á þessa stóla. Til að svo verði þarf hugarfarsbreytingu og nýjan mælikvarða á manngildi þeirra er veljast til forystu.

Fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi.

Flestum ber saman um að aukin fjárfesting sé leiðin til bætts hagvaxtar og verðmætasköpunar. Best væri ef þessi fjárfesting væri drifin áfram af okkur íslendingum, væri í okkar eigu, varan eða þjónustan skapaði gjaldeyri  og fjáfestingin fjármögnuð af okkar sparnaði.  Þessi leið hefur sínar takmarkanir og því hefur um árabil verið lögð í það vinna og fjármagn að „ selja Íslandellendis „ sem fjáfestingakost.


Margt bendir til að þróun alþjóðamála bæði austanhafs og vestan leggist á sveif með okkur í þessu. Fjárfestar óttast þróunina og sjá Ísland, þrátt fyrir allt, sem álitlegan kost.


Nú bregður svo við að þegar fréttir berast af útlendingum sem hér vilja fjárfesta, að því séð verður í góðri trú, að ákveðinn hópur, kallar úlfur, úlfur og málið gert hið tortryggilegasta. Spilað er á strengi þjóðernisástar.  Rifjast má þá upp Magma málið og nú kínverksi fjárfestirinn á Austurlandi.


Hér verður að gera þá kröfu til stjórnvalda að allir rói á sama báti. Miklir hagsmunir eru hér í spilinu fyrir marga og þá frekast fyrir okkar þjóð.


Sé það svo að djúpstæður ágreiningur sé um það í hverju útlendingar megi fjárfesta, er ekki vonum seinna að skýra þær línur.  Vinnubrögð rammaáætlunar um nátturauðlindir koma þá upp í hugann sem módel til að vinna eftir.  Eitt er þó ljóst að við höfum ekki 5-10 ár til að velta þessu fyrir okkur.


Skoðanakúgun „ sauðkindarinnar."

Mér finnst lambakjöt besta kjöt í heimi. Er alinn upp við að borða alla parta sauðkindarinnar og tel mið hafa þrifist vel. Vona því einlæglega að sá dagur komi ekki að ég fái ekki mitt lambakjöt.


Frá því að ég komst til vits og ára hefur verið rifist um landbúnaðarmál, og þá ekki minnst um sauðfjárbúskap. Budda skattborgaranna hefur staðið opin og ríkið okkar sameiginlegi sjóður hefur í reynd staðið í samningum við bændur um kaup og kjör. Hvaða starfsemi í þjóðfélaginu hefur haft slíka stöðu. Það er svo önnur saga að sauðfjárbændur hafa ekki verið ánægðir með sinn hlut og margir þeirra verða að vinna aðra vinnu til framfleyta sér.


Bændur og þeirra málefni, hafa lengi notið skilnings og velvilja þjóðarinnar. Mörg okkar vorum í sveit og þau tengsl og reynsla sitja djúpt í sálinni. Vegna þessa álits á bændum og bændaforystunni koma viðbrögð  formanns saufjárbænda við skrifum Þórólfs Matthíassonar háskólaprófessors verulega á óvart.


Þórólfur hefur verið að tjá sig um landbúnaðarkerfið með sínum rökum og túlkun. Þemað í þessu skrifum finnst mér vera að styrkjakerfi, séu ekki til góðs fyrir styrkþegan, þegar upp er staðið. Sú lausn virðist góð í fyrstu enn reyndin sé önnur.  Skrif Þórólfs rifja upp skrif Jónasar Kristjánssonar f.v. ritstjóra á seinni helmingi liðinnar aldar. Jónas var þá „ enemy number one „ íslensks landbúnaðar og lamið á honum í ræðu og riti.


Nú væri þetta varla saga til næsta bæjar, aðeins ritdeilur, ef bændaforystan hefði ekki gripið til þeirra ráða að tengja skrif Þórólfs við viðskipti við þá stofnun sem hann vinnur m.a. hjá.  Við skiptum ekki við þessa stofnun meðan þessi maður skrifar svona.
Nú má segja að þú skiptir væntanlega ekki við óvini þína. Þarna hangir hinsvegar fleira á spítunni.  Þessi hótun er purkulaus þöggun og atvinnurógur. Að bændaforystan opinberar þessa hugsun sína og þankagang, er þeim til mikils vansa. Hvers vegna svara þessir menn ekki Þórólfi með rökum, ef hann er svona úti á túni ætti það ekki að vera erfitt verk. Vinnubrögð af því tagi sem hér er lýst, lýsa rökþroti og eru bændum og þeirra málstað ekki sæmandi.


AÐ VERA BESTUR Í ÖLLU !

Á minni ævi hefur þetta hugtak, „ að vera bestur", einhvernvegin, komið inn í líf okkar. Nú er talað um súpermódel, súperlögfræðinga súper þetta og hitt. Allt gott um það að hafa heilbrigðan metnað fyrir sig og sína, en þetta að vera bestur, er orðið hluti af okkar menningu.

Í íþróttum hefur orðið til það viðhorf að ef þú vinnur ekki, ert í fyrsta sæti og færð gull,er allt ónýtt og ekkert gaman. Talar einhver um það í alvöru að hafa verið  í öðru sæti. Gamli íþróttaandinn, að vera með og gera sitt besta, virðist ekki eiga lengur upp á pallborðið.  Gífurleg pressa er sett á alla þátttakendur um þetta fyrsta sæti.  Þegar um einstaklingsíþróttir er að ræða er þessi pressa sett á einstakling en í hópíþróttum deilist hún meira á hópinn.  Til auka enn á þennan þunga er athyglin mest á þann sem vinnur, og mestur fjárhagslegur ábati er þar. Sá sem vinnur þarf svo að vinna aftur, halda sér á toppnum, hver vill tala við eða auglýsa fallna stjörnu.

Hvaðan er þessi „ menning „ mestur og bestur menningin komin ? Hvernig hefur þetta síast inn til okkar.

Ég ítreka að raunhæfur metnaður er góður. Enn þessi menning skapar í mínum huga eitthvað óeðlilegt ástand, ástand streitu, spennu og samkeppni milli fólks, egóið í fyrsta sæti. Í Japan eru sagðar sögur af því að börn fremji sjálfsmorð, vegna þeirrar pressu sem þau eru undir, t.d. um frammistöðu í skóla. Það eru nefnilega ekki allir afreksmenn, heldur bara venjulegt fólk. Ef reynt er að búa til úr þessu fólki eitthvað annað en það er skapar það ógæfu.  Afreksfólkið er ágætt, enn venjulega fólkið er enn þá fjölmennari hópur. Þetta samkeppnisandrúmsloft sem skapast hentar ekki öllum. Venjulega fólkið á einnig tilkall til að menningin sé ekki alltaf að anda ofaní hálsmálið hjá því, þú ert ekki nógu góður vinur !

Ég held að allir uppalendur þekki þessa togstreitu. Við viljum öll það besta fyrir börnin okkar.  Stóra viðfangsefnið er að þekkja sitt fólk, hvaða kröfur er raunsætt að gera. Reyndur kennari sagði, snillingarnir virðast  nýtast illa, það eru þessir í miðjunni sem erfa landið.


Viðskiptakostnaður-tækninýjungar.

GSM síminn hefur haft byltingarkennd áhrif á öll viðskipti og almennt líf okkar. Tímasparnaður við notkun þeirra er gýfurlegur og öflun upplýsinga auðveld hvar sem er í heiminum.
Þó enn sé dýrt að hringja úr og í GSM síma hefur sá kostnaður farið lækkandi. Það er gaman að rifja það upp að í Afríku, hafa menn sleppt úr einu stigi símaþróunarinnar, fastlínukerfið og hoppað beint yfir í GSM.
Það heldur ekki eins og þessi síma- og tölvuþróun sé hætt eða henni lokið, stórstígar framfarir eru enn í gangi. Þar sem símar, tölvur, myndavélar, sjónvarp og fleiri tæki eru að þróast í eitt tæki.  Bráðlega kann innsláttur að heyra sögunni til þú talar við tækið.  Internet símar hafa lækkað símakostnað gýfurlega, og nýjar ódýrar símalausnir bætast við nánast daglega.
Í mínum kolli hefur lengi verið uppi sú spurning, hver hafa áhrif þessarar þróunar verið á viðskiptakostnað og hvernig hefur hið augljósa hagræði og sparnaður skipst.
Ég sé ekki að fræðasamfélagið hafi haft mikinn áhuga á þessari spurningu. Áhugi minn beinist að því að þessi þróun hefur tekið 10-15 ár, eða tiltölulega stuttan tíma.  Sparnaður í viðskiptakostnaði hlýtur að vera gífurlegur. Einnig má benda á að netið hefur búið til nýjar og einfaldari markaðsleiðir, en netið er m.a. lykillinn að þessari þróun.
Hefur þessi sparnaður komið fram í lægra vöruverði, meira vöruúrvali, eða meiri hagnaði fyrirtækja, en annars hefði orðið.
Spyr sá sem ekki veit.

Áratugur pappírstígrisdýranna.

Einkavæðing bankanna varða 2003/2004. Í framhaldinu, stækkuðu þeir og stækkuðu ár frá ári. Sama mátti einnig segja um hið alþjóðlega bankakerfi. Innan þessara stofnana var höndlað með pappíra, hlutabréf, skuldabréf, afleiður og hvað þetta nú allt hét.


Íslensku bankarnir tóku stöðu í gömlum og grónum fyrirtækjum. Þeim var oftar en ekki skipt upp í eignarhaldsfélög og rekstrarfélög. Eigið fé fyrirtækjanna var leyst upp, hét á þeim árum að, fría dautt fé.  Eftir stóðu skuldug fyrirtæki, enda byggði kerfið að auðveldum aðgangi fjármagns.  Fyrirtækin þurftu ekkert að eiga, þau nýtt sér eignir ( leigðu ).  Ekki ósvipað því sem gerst hafði í bílaeign landsmanna, enginn átti að eiga bíl, aðeins að nota hann og greiða af 100% bílaláni.
Áhersla og ofurtrú þessa tíma var á verslun með verðbréfapappíra. Hvert pappírstígrisdýrið af öðru varð til. Hraði varð töfraorð, enginn komst nógu hratt milli staða, pappíranir biðu.

Það sem verður mér tilefni þessara skrifa er, aðdáun mín á þeim sem geta rekið eitthvað, fyrirtæki eða stofnanir.  Rekstrarmenn eru allt öðruvísi fólk, en pappírsfólkið. Rekstur krefst mikillar ögunar, dugnaðar og hagsýni sem ekki er öllum gefin. Góður rekstarmaður er jafnvel smásmugulegur í, jákvæðustu merkingu þess orðs.
Þegar pappírsmennirnir höfðu keypt heiminn, hvernig höfðu þeir hugsað sér að reka öll þessi fyrirtæki sem þeir höfðu keypt.  Er svarið að þeir höfðu aldrei hugsað svo langt. Þeirra leikvöllur voru pappíranir og það rof sem varð milli eðlilegs rekstrar og uppblásins pappírsgróða, var meinsemdin. Er ekki tími rekstrarmanna komin og þeirra gilda sem þeir standa fyrir. Allavega umhugsunarefni og lærdómur.


Greiddir bónusar - sjúkdómur eða góðir viðskiptahættir.

Í öllu rekstri, fyrirtækja, stofnana, skiptir gott starfsfólk öllu máli. Það má með sanni segja að góður starfsmaður er gulli betri. Á uppgangstímum er hart barist um gott fólk og gilliboðin streyma inn. Fyrirtækin reyna að halda í sitt besta fólk, borga því vel og reyna að hafa það ánægt, svo það fari ekki burtu.

Ákveðnar stéttir og ákveðnir starfsmenn eru í stöðu til að stilla atvinnuveitendum sínum upp við vegg, annaðhvort fæ ég þetta eða ég er farin. Það er á þessum tímum sem bónustagreiðslunar blómstra.  Hvort sem þær eru í formi kaupréttar á hlutabréfum eða peningagreiðslum.


Forstjórinn eða lykil starfsmenn eru „ the king „ og segja stjórnum og eigendum fyrir verkum. Það erum við sem búum til allan hagnaðinn fyrir ykkur, við viljum fá okkar hluta af kökunni annars ..  Þessi staða er í reynd sjálftaka þessara aðila, það ræðst ekki við neitt.  Topparnir taka mest, en vita sem er að þeir sem eru lægra settir verða að fá eitthvað, annars verður uppreisna á skútunni.


Þessi umrædda staða kallar á alveg tvöfalt launkerfi, föstu launin eru þarna sem gólf, en bónusarnir er það sem skiptir máli. Reyndar fer allt að snúast um bónusana. Horft til baka skapa bónusarnir andrúmsloft og viðhorf, sem ekki er hægt að líta á nema sem sjúklegt ástand.


Útreikningur bónusa er svo annar kapi­tuli. Til eru kerfi fyrir fullkomlega eðlilega bónusgreiðslu, tengd árangri og afköstum.  Má þar nefna kerfi í iðnaði og hjá okkur í fiskvinnslu.  Þegar komið er að hlutum eins og þjónustu og t.d. bankaþjónustu vandast málið.  Einfaldast er hlutdeild í hagnaði, en hvernig þeim potti er skipt er vandinn. Kaupréttarsamningar, hafa helst fallið í skaut æðstu stjórnendum. Í reynd eru þeir að semja við sjálfa sig, þar sem þeir ákveða upphafsgengi, sölurétt, eða jafnvel kaupskyldu fyrirtækisins sem þeir vinna fyrir. Stjórnir fyrirtækjanna hafa sýnt sig að vera veikar í þessum samningum.


Kröfuharka þeirra sem njóta bónusa, er vel þekkt. Það er einnig þekkt að þeir sem hafa aflað sér forréttinda láta þau ekki af hendi. Þar sem þessi umræða hefur veirð opinber og hávær, og hart er í ári, hafa „ bónusamenn" dregið sig inn í skel sína og lítið heyrist um þessi mál. Ég er ekki á móti því að góðir starfsmenn sem sannarlega búa til viðskipti eða tekjur fyrir sitt fyrirtækið fái umbun fyrir það, enn bónusakerfi gömlu bankanna var komið út í algerar öfgar.


Heldur einhver að nú hafi menn læknast af græðgi og sjálftöku. Tæplega, en nú er mögulega lag að ná einhverjum tökum á þessu. Göngum hinsvegar ekki svo langt að drepa eðlileg og sjálfsögð hvatakerfi, þar sem þau eiga við.


Mannlegar viðgerðir og sparsl.

Líkami okkar fer að hrörna eftir tvítugt. Mjög hægt í fyrstu, en hraðar síðar á ævinni, sérstaklega ef þú átt ekkert í heilsubankanum.

Upp úr fertugu hefur ýmislegt breyst. Viðgerða er þörf og viðhaldsiðnaðurinn tekur við þér. Mögulega ekkert alvarlegt, smá lagfæringar, strekkja hér, rétta hér og svo framvegis.

Þeir sem verða veikir fara á annað spor, einfaldlega inn á spítala, en viðgerðariðnaðurinn er úti í bæ, þar verður að borga það sem þetta kostar.

Viðgerðariðnaðurinn er skilgetið afkvæmi velmegunar, dýr skilvirkur, notar nýjustu tækni, þú kemur inn að morgni og ert farinn að kveldi. Þeir sem vinna  í þessu eru góðir fagmenn, þeir hafa ekki búið til þessa eftirspurn, hún kemur til þeirra, það eru aðrir sem kynda þessa elda. Heill her sem ákveður hvernig þú átt að líta út, hverju þú átt að klæðast og hvaðeina, ef þú passar ekki inn, ertu ekkert, nema púkó og halló.

Mér finnst það alveg dásamlegt, þegar fólk á öllum aldri sinnir líkama sínum, hreyfir sig, þjálfar og borðar hollan og góðan mat.  Tekur með afgerandi hætti ábyrgð á heilsu sinni. Í þessum efnum er ekki hægt að tala um annað en byltingu á mjög fáum árum. Æfingar og heilsurækt seinkar öldrun, styrkir og maður lítur betur út. Ekkert meðal eða lagfæringar virka betur, til góðs útlits og heilsu, en skipuleg heilsurækt.

Vitandi þetta er viðgerðariðnaðurinn einhvern veginn falskur og fláráður. Hann byggir á yfirspenntum kröfum og viðmiði, tilraunum til að snú klukkunni til baka, og þeirri staðreynd að við eldumst og eigum að vera sátt við sjálf okkur á öllum tímum.  Sú hugsun að við séum sett á eitthvað verkstæði, í ætt við
bílaviðgerðir, teigð og toguð í leit að eilífu æskuútliti, hjómar skelfilega í mín eyru.




Glæpamenn á götum evrópskra stórborga:

Óeyrðir blossa upp með reglulegu millibili á götum stórborganna.  Þetta hefur m.a. gerst í Bretlandi og Frakklandi.

Áhyggjuefni Breta er að á næsta ári eru Ólympíuleikar í London. Mikið er lagt undir, stórar fjárfestingar og ef ferðamenn koma ekki af ótta við óeyrðir, er þetta grafalvarlegt mál.

Stóra spurningin er hvort allir glæpamennirnir sitji bakvið lás og slá og málið sé leyst, eða hafa menn sett farg á ketilinn, og þegar þrýstingurinn eykst aftur, springur allt á ný í loft upp.

Voru það glæpamenn, sumir mjög ungir að árum, sem stóðu fyrir þessu, eða var þetta birtingarmynd óánægju fjölda fólks, þar á meðal ungs fólks, um stöðu sína og framtíð.

Ég vil taka það fram strax að ekkert er fjarri mér en réttlæta það sem gerðist á götum London, þarna voru vissulega glæpir framdir.  Hinsvegar er jafn ljóst að lögregla var ekki undir þetta búin, skipulag aðgerða var fálmkennt. Nýjar aðferðir upplýsingasamfélagsins voru notaðar til að skipuleggja óeirðirnar, allt lagðist þetta á eitt um að tefja skipulegar aðgerðir lögreglu.

Fjármál samfélagsþjónustunnar eins og löggæslu kom hér einnig inn í myndina, en eins og víða annarsstaðar hafa fjárveitingar til hennar verið skornar niður. Ekki er nokkur vafi á því að hlerunarmálin tengt News of the World, hefur veikt bresku lögregluna mikið.

Storminum hefur slotað í Bretlandi, og skúrkurinn fær vonandi makleg málagjöld. Stjónmálamenn bera af sér ábyrgð, þetta er ekki mér að kenna.

Hremmingar Breta, snúa þannig að okkur á Íslandi að við munum sjálf vel eftir búsáhaldabiltingunni og kvöldinu, þegar það munaði hársbreidd að í Reykjavík ríkti ástand og stjórnleysi eins og í London. Hvað
lærðum við það kvöld?





Eðlileg gagrýni eða atvinnurógur.

Það eru margir að skrifa á Íslandi. Möguleikar til að tjá sig í rituðu máli hafa margfaldast. Það þarf að fylla öll þessi blöð og nú hafa netmiðlar bæst við. Á netmiðlunum eru langir listar um „ penna „ miðilsins. Eins og alltaf er það sem er krassandi mest lesið. Nú þarf engar getgátur um heimsóknir og lestur. Þetta má lesa við hliðina á skrifunum, svart á hvítu.

Þeir sem stunda þessi skrif af alefni, þurfa að mínu viti að vera ákaflega, frjóar og hugmyndaríkar manneskjur til að halda vinsældum, og hafa eitthvað vitlegt að segja.

Krafan um eitthvað „ áhugavert „ hefur leitt til þess að sumir þessir pennar, fara offari í skrifum sínum. Á ég þá sérstaklega við skrif um einstaklinga, sér í lagi þekkta einstaklinga.  Þetta er ekkert annað enn meinsemd í okkar samfélagi, sem þarf að berjast gegn. Ég leyfi mér að taka dæmi:

Gunnar Þ Andersen forstjóri FME er í hakkamaskínu nokkurra „ penna „.  Maðurinn hefur upplýst um aðkomu sína að umræddu máli þegar hann var starfsmaður Landsbankans. Stjórn FME veit allt um hans fyrri störf og réði hann samt. Það er í meiralagi langsótt að umrætt mál hafi einhver áhrif á núverandi starf hans.  Samt er hamast á þessum manni og hans persónu og hann gerður ótrúverðugur.  Starfi þessa manns má lýsa sem „ löggæslu „ í fjármálaheiminum. Viljum við mæla því
bót að allir sem koma að löggæslu, fái svona meðferð.

Þessi dæmi gætu verið fleiri, að ég tali nú ekki um stjórnmálamenn, en alhliða veiðileyfi hefur verið gefið út á þá stétt.

Rógsskrif á ekki að líða, og við öll eigum að berjast gegn því.  Okkar fámenni ættbálkur á líka
sérstaklega erfitt með að vinna út svona málum, vanhugsuð orð og skrif geta valdið djúpum sárum, sem geta verið lengi að gróa, eða mögulega gróa aldrei.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband