Færsluflokkur: Bloggar
14.9.2011 | 09:33
Þekking Íslendinga á grænni orku
Það fer ekki milli mála að á Íslandi er mikil þekking á endurnýjanlegum orkugjöfum, sérstaklega í vatnsorku og jarðhita. Það er heldur ekki ofmælt að Ísland er stórveldi í nýtingu jarðhita, ég þekki það af eigin reynslu. Á þessu sviði treysta fjárfestar okkar vísinda- og tæknimönnum mjög vel. Vandinn ef einhver er að tæknimenn okkar á þessu sviði eru of fáir.
Í heimi tækninnar sitja menn ekki lengi að kjötkötlunum. Aðrir eru fljótir að læra og hér eru miklir hagsmunir í húfi. Gleymum því ekki að nær allur búnaður til virkjana kemur frá erlendum aðilinumm forskot okkar er og hefur verið, hönnun og þekking, og borun á jarðhitasvæðum. Hér eins og annarsstaðar gildir að standa á tánum.
Víða í heiminum hafa menn séð hita og gufur stíga upp úr jörðinni. Þetta á sérstaklega við um svæði á flekaskilum. Húshitunarkostnaður og verð á olíu hefur ýtt á um að nýta þá kosti sem til eru. Þegar ráðmenn þessara þjóða og svæða horfa á þessar gufur, ber nafn Íslands fljótt á góma. Við getum boðið þessum aðilum í heimsókn sýnt þeim starfandi virkjanir, viljið þið eins svona, eða aðra lítið breytta. Þetta er eins og að koma inn í búð og velja það úr hillunni sem þú vilt. Þegar nafn Íslands er nefnt segja fjárfestar og lánveitendur, já okkur líst vel á þetta þessir kallar kunna þetta. Mikilvægt traust hefur skapast.
Við á Íslandi eigum traust fyrirtæki í orkuvinnslu og orkuuppbyggingu. Leiða má að því líkum að þetta séu í dag verðmætustu fyrirtækin í almannaeigu. Landsvirkjun stendur þarf fremst í flokki. Ferskir vindar hafa blásið um það fyrirtæki, þar heyrist nýr tónn, stórkaupendur á raforku þurfa að borga meira, við vinnum með og er treyst fyrir takmarkaðri auðlind.
Umræða um auðlindina sjálfa hefur einnig skýrst. Við höfum nú í fyrsta sinn yfirlit yfir hana og hvað nýtingarkostir eru fyrir hendi. Við sjáum hvar nýtingakostirnir eru og þá betur hvað kann að kosta að nýta þá.
Nýting okkar náttúruauðlinda er og mun verða grunnur að lífskjörum í okkar landi. Í orkugeiranum eru mjög spennandi hlutir að gerast. Við eigum að vera bjartsýn á tækifæri okkar á þessu sviði, bæði hér heima og erlendis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2011 | 07:18
Íslensk fjárfesting í stað erlendrar.
Mikill sparnaður er í bönkunum og gjaldeyrishöft þýða að t.d. lífeyrissjóðir geta ekki fjárfest erlendis. Aflandskrónur eru lokaðar úti og ekki er hægt að nýta þær í almennar fjárfestingar, nema þá með miklum takmörkunum.
Við sjálf ráðum því yfir miklu af fjármagni, sem í stöðunnni í dag, er ekki að fá neina ávöxtun. Á sama tíma er kallað á meiri erlendar fjárfestingar. Spyrjum okkur nokkurra spurninga:
- Hvaða tækifæri sjá útlendingar hér sem við sjáum ekki,
- Ef hér eru fjárfestingatækifæri og hér er fjármagn, hvers vegna er það ekki nýtt,
- Væri það ekki markmið í sjálfu sér að við nýttum okkar tækifæri á forsendum Íslendinga og þá mögulega í samvinnu við útlendinga,
- Þær fjárfestingar útlendinga sem nefndar hafa verið byggja á þekktri tækni, sem hægt er að kaupa.
- Snúist fjárfestingar hér um nýtingu á einhverri þeirri tækni eða mörkuðum, sem Íslendingar, þekkja ekki eða hafa ekki aðgang að er það annað mál. Í þeim tilfellum ættum við að fá að vera með.
Ef málið er að áhætta og bakslag eftir áföll fyrri ára, þá er vandinn sá að íslenskir athafnamenn þurfa áfallahjálp og eða sálfræðiþjónustu.
Ég vil einnig kenna íslenska fjármálamarkaðnum um ástandið. Ég tel að það sterkasta, fyrir traust og tiltrú þeirra stofnana sem þar vinna, væru frjóar tillögur um það hvernig sparnaðurinn gæti nýst til atvinnusköpunar. Það er blátt áfram hlutverk þessa kerfis að leiða slíka umræðu og úrræði.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2011 | 07:32
Leitin að frelsara Sjálfstæðisflokksins.
Hanna Birna Kristjansdóttir er hin frambærilegasta kona. Hún hefur starfað í borgjastjórn Reykjavíkur og hefur mikla félagslega reynslu. Hún hefur hinsvegar ekki setið á Alþingi og hún hefur ekki verið í innsta hring flokksins. Þeir sem vildu hana sem formann eru því að tefla fram hæfri enn óreyndri manneskju í æðsta embætti Sjálfstæðisflokksins.
Formennska í Sjálfstæðisflokknum er ekki auðvelt starf. Það verður sannarlega ekki auðveldara þar sem tveir f.v. formenn eru enn á vettvangi stjórnmálanna. Sú staðreynd að báðir þessir menn stýra beittum pennum, eru á öndverðum meiði um stórmál, skapar eitt og sér erfiða stóð fyrir formann flokksins. Hann hefur tvo back seat drivers
Það er heldur ekkert leyndarmál að allstór hópur sjálfstæðismanna vill fá Davíð Oddsson aftur á formannsstólinn. Ég vona sannarlega að Davíð sá öflugi maður láti ekki þennan fagurgala trufla sig, sé minnugur þess að ekki er farsælt að snúa klukkunni afturábak.
Bjarni Benediktsson tekur við Sjálfstæðisflokknum á niðurlægingartíma flokksins. Slæm útkoma úr kosningum, skófar hrunsins á flokknum, umræða um skipbrot hugmyndafræði flokksins, og f.v. formaður hans á sakamannabekk. Til að bæta gráu ofaná svart stóðu margir forystumenn flokksins illa sakaðir um spillingu og brenglað siðferði. Þetta var það bú sem þessi ungi maður tók við. Hann sjálfur lenti svo í hakkamaskínu neikvæðni og haturs. Sök hans var að hann tók þátt í atvinnulífi þessa umdeilda tímabils.
Bjarni Benediktsson hefur upplýst um aðild sína að umdeildum málum. Ekkert af því sem hann hefur sagt, er ósatt. Það hentar hinsvegar ekki þeim sem hafa spurt hann að sætta sig við hans svör. Að það sé lagt honum út til last, að hann hefur starfað í atvinnulífinu, er öfugmæli, sú reynsla hlýtur að vera honum til tekna. Hann hefur þá mígið í saltan sjó eins og sagt er á sjómannamáli.
Í lífi stjórnmálamanns nútímas er allt grafið upp, líka það sem hann gerði í sandkassanum í leikskólanum. Þessi heimur virðist miskunnarlaus og reyndar spurning dagsins, hvers vegna menn vilja vinna þetta starf. Þar sem flest okkar eru ekki heilagt fólk, á stjórnmálamaðurinn aðeins það eina val, að hann upplýsir heiðarlega um sín mál og dregur ekkert undan - hann segir okkur satt.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur efnilegan og góðan formann. Hann er ekki heilagur maður, og ég veit ekki hvort margir slíkir eru til, eða að það sé góð forskrift fyrir formann Sjálfstæðisflokksins. Látum málefnin hafa forgang umfram leðjuslag persónulegra deilna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2011 | 08:04
Lífskjör okkar ráðast af umheiminum.
Allt þetta tal um nýja kreppu leiðir hugann að því hvernig við Íslendingar færum út úr slíku ástandi. Allar vangaveltur um að við séum eða verðum stikkfrí eru alveg óraunhæfar. Til þess eru hagkerfi heimsins of samofin.
Ísland er mjög opið hagkerfi í þeim skilningi, að innflutningur útflutningur er hátt hlutfall af þjóðarframleiðslu. Þannig eru erlend viðskipti um 70% af VLF. Til samanburðar er þessi tala 8% í USA. Við erum því mjög næm fyrir öllum breytingum í okkar viðskiptalöndum. Ástæða er til að minna á að langtíma hækkun olíuverðs hefur mikil áhrif á okkur og fjölmörg önnur lönd. Forgangsmál næstu ára er að minnka notkun okkar á olíu.
Spurningin um efnahagslegt öryggi okkar, eins og t.d. birgðir í landinu af olíu, er nátengd öðru öryggi okkar. Utanríkisstefnu okkar og spurningu dagsins, er okkur nauðsyn eða betur borgið í ríkjabandalagi, eða nánu sambandi við önnur ríki.
Okkar vandi í kreppu er þó væntanlega minni enn margra annarra. Sé litið til ýmissa grunnþarfa, höfum við góðan húsakost og hitagjafa, við höfum rafmagn, nægt vatn og fiskinn í sjónum. Ef við lokuðumst af myndum við fljótt sakna ýmislegs sem við erum vön.
Það góða við kreppur er að þær taka okkur niður á jörðina. Við erum neydd til endurskoða og endurhugsa ýmislegt. Það er skelfilegt misrétti í heiminum. Við göngum nærri náttúrinni og auðlindum. Við erum reglulega minnt á hvað heimurinn er lítill, eldgos á Íslandi, setur flugumferð í okkar heimshluta alla úr skorðum. Í vanda koma líka fram okkar bestu hliðar. Mótlætið þjappar okkur saman, við sjáum þá best hvað efnisleg gæði eru vallvölt, og það sem skiptir máli eru samskipti okkar við annað fólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2011 | 08:08
Verðtryggingu er hægt að leggja af á einni nóttu.
Lánasamningur með verðtyggingu samanstendur af eftirfarandi meginþáttum:
- Lánsfjárhæð,
- Tímalengd lánsins, og endurgreiðslu fyrirkomulagi,
- Verðtryggingarákvæðum ( mæling á verðbólgu )
- Vöxtum ( raunvöxtum = mat á áhættu )
- Tryggingu lánsins.
Verðtygging er sem sé bönnuð þá verður til hjá okkur nýtt lánsskjal:
- Lánsfjárhæð,
- Tímalengd lánsins, og endurgreiðslu fyrirkomulagi,
- Nafnvextir, sem eru breytilegir t.d. á 6 mánaða fresti. Þeir eru í reynd samsettir úr verðbólguvæntingum + raunvöxtum. Íbúðalánasjóður og Arion banki eru tilbúnir að lána óverðtryggt húsnæðislán með 6,45% föstum nafnvöxtum fyrstu 5 árin.
- Trygging lánsins.
Fyrir okkur sem lánveitendur er þetta nýja fyrirkomulag fullkomlega ásættanlegt, við þurfum enga verðtyggingu, hún er þegar komin inn í nafnvextina. Verðtryggingin var reyndar svo dásamlega einföld fyrir lánveitandann og var búin til á hans forsendum. Nýja fyrirkomulagið er heldur flóknara fyrir hann, enn fullkomlega framkvæmanlegt.
Þetta nýja fyrirkomulag hefur ýmsa kosti. Ég nefni nokkra:- Allir aðilar máls eru meira meðvitaðir um verðbólgu og raunvexti. Þessir þættir eru uppi á borði í hverri vaxtaákvörðun. Leiða má að því rök að þetta fyrirkomulag vinni gegn verðbólgu,
- Raunvextir á húsnæðislánum hafa lengi verið alltof háir á Íslandi. Reyndar á öllum lánum,
- Húsnæðislán eru yfirleitt best tryggðu lánin á markaðnum,
- Vegna þess að verðbólga er ekki þekkt og verðbætu hafa ekki komið til greiðslu, heldur verið færðar á höfuðstól, sér lántakandinn ekki þá raunvexti sem hann í raun greiðir.
Einhver gæti sagt að þar sem ákvörðun nafnvaxta sé lánveitandans, sé allt vald áfram hans. Það kann að vera rétt enn einnig er hægt að fá óháðan aðila eins og Seðlabankann að þessu máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.9.2011 | 08:11
Nýlenduvæðing nútímans.
Vegna máls sem hefur verið í umræðunni vil ég segja ykkur litla sögu.
Það er kóngur í ríkis sínu. Hann er vel menntaður og hefur lesið mannkynsöguna spjaldanna á milli. Þjóð hans þekkir fátækt og hörmunar, en í dag er hún ein af ríkustu þjóðum verlandar.
Kóngurinn veit að peningar eru bara pappír, raunveruleg verðmæti eru land og náttúruauðlindir. Fólksfjölgun í landi hans er honum áhyggjuefni. Hans fólk veit um velferðina út í heimi og hann finnur hvernig kröfurnar aukast. Hann veit að sé þeim kröfum ekki mætt, er veldi hans í hættu.
Í dag tekur þú ekki land og náttúruverðmæti af öðrum. Tími nýlenduherranna er liðin. Í dag veðrur þú að kaupa hlutina og þegar grannt er skoðað eru heilu löndin til sölu. Spilltir stjórnmálamenn eru tilbúnir að selja þér hvað sem er. Þú kaupir þér einfaldlega nýlendu !! Ekkert stórt til að byrja með, það má ekki rugga bátnum, tíminn vinnur með þér.
Kóngurinn okkar gerði því samninga við annan kóng í Afríkur. Hann sagði ég skal byggja upp hjá þér, vegi, járnbrautir, hafnir, námur, skóla. Ég lána þér peningana, en þetta verður að gerast að stórum hluta með mínu fólki og ég verð að fá leyfi til að nýta námurnar ykkar. Ég segi við þig vin minn þú þarft ekki að borga til baka lánið þegar það fellur.
Afríkukóngurinn var mjög sáttur við sitt. Hann fékk smávegis peninga sjálfur, enn uppbyggingin setti allt á fulla ferð í landi hans. Hvað munaði svo sem um þessa verkamenn, þeir færu heim að lokum.
Nú liðu nokkur ár í sögunni. Verkamönnunum í sögunni okkar leið vel í Afríku þar var miklu betra að vera enn heima. Þeir eignuðust börn og buru og fóru út í viðskipti í nýja heimalandinu. Fluttu inn vörur og góss frá gamla landinu.
Enn nú voru ekki allir ánægðir, heimamönnum í Afríkur var brugðið, nýir herra höfðu orðið til, þeirra kostur var að far í vinnu hjá þeim. Getum við ekki rekið þá heim? Heim hvert, þeir eiga í dag heima hér eins og við. Svo eru þetta milljón manns. Unga fólkið sagði, getum við þá ekki drepið þá.
Gamla landið þeirra er nú mesta hernaðarveldi heims. Þeir hafa gamla heiminn í vasanum, hann skuldar þeim formúgur og það eina sem hægt er að borga með eru hráefni.
Nú víkur sögunni til lítillar eyjar í norðurhöfum. Þangað kemur fallegur ungur maður sem hefur efnast á viðskiptum. Öllum að óvörum vill hann kaupa heiðarlönd, in the middle of nowhere þar sem til þessa hafa gengið kindarskjátur. Þetta er dálítið stórt land, enn hvers vegna ekki. Maðurinn ætlar líka að byggja þarna upp ferðamannaaðstöðu. Það skaðar ekki málið að maðurinn er náfrændi kóngsins, svo þetta brölt allt er með milli blessun hans. Ekki ónýtt að eiga vini á réttum stöðum.
Fugl á kvisti sagði reyndar að til að byggja upp á landinu, ætlaði athafnamaðurinn ungi að fá nokkra vini sína til að hjálpa sér. Að sjálfsögðu fallega gert af vinum hans.
Detti einhverjum í hug að uppbyggingin á þessari eyju, þar sem búa um 300 þúsund manns, hafi eitthvað að gera með þetta dæmi í Afríku, þá er hinn sami illa innrættur og kynþáttahatari. !!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2011 | 07:52
Norrænt velferðarsamfélag og nýju fötin keisarans,
Svíum hefur löngum verið stjórnað af sósíaldemokrötum. Sossarnir hafa alltaf vitað hvaðan peningarnir koma. Þeir koma frá fyrirtækjunum og blómlegri atvinnustarfsemi. Þeim hefur komið vel saman við stórfyrirtækin og auðvaldið. Gott valdajafnvægi hefur ríkt milli þessara aðila if you scratch my back I scratch yours Gangi fyrirtækjunum vel hafa allir vinnu, þá er hægt að hafa há skatta á launafólk og fyrirtæki til að greiða fyrir velferðina. Ef atvinnulífið gengur of langt er það tekið í bakaríið enn allir vita að það verður leyst og allir eru vinir.
Þetta lögmál velferðarinnar er vel þekkt og Sjálfstæðisflokkurinn þekkir það líka vel. Innan þess flokks á velferðarsamfélagið dygga aðdáendur. Þeir toga flokkinn inn að miðju, meðan aðrir draga hann til hæri, reiptog átatuganna.
Öllum aðdáendum velferðarsamfélagsins á Íslandi er ljóst að grunnur þess stendur í dag ekki traustum fótum. Til þess er atvinnulífið of veikburða, það vantar flæði peninga, meiri atvinnu, meiri hagnað fyrirtækjanna. Módelið virkar ekki sem skildi. Það er hægt að segja að allt sé í lagi, en hvað sagði barnið um nýju fötin keisarans?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2011 | 07:41
Næstu kosningar snúast um ESB.
Stóra málið í næstu kosningum verður ESB aðild. Þegar nær dregur kosningum verða skýrari línur komnar í viðræðurnar við ESB. Flokkarnir munu finna já eða nei skoðunum sínum frekari rök. Stjórnmálaflokkarnir mun haga málflutningi sínum með tilliti til þessa. Deilt verður um það hvort eigi að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB aðild eða ekki. Vegna þessa máls mun talsvert fylgi flytjast á milli núverandi flokka og jafnframt mun óákveðna fylgið ákveða sig.
Staðan í dag er 35% með og 65% á móti aðild. Ólíklegt er að það muni breytast. Breytist sú staða er það alfarið yngri og óákveðnir kjósendur sem munu breyta þeirri stöðu. Í Sjálfstæðisflokknum má ætla að 80% séu á móti ESB.
Ekki þarf að rifja það upp hversu nátengd við erum nú þegar ESB, vegna EFTA aðildar okkar. Það að við höldum áfram að taka upp regluverk og lagaumhverfi ESB verður almennt að telja jákvætt, sérstaklega í ljósi viðskiptahagsmuna okkar. Þó verða alltaf einhver dæmi um annakanalegheit og ónauðsynlega hluti, séð frá þörfum okkar dvergsamfélags. Sameiginlegi vinnumarkaðurinn er nú einnig farinn að vinna með okkur, sérstaklega er varðar Noreg.
Þrátt fyrir að margir íslendingar þekki vel til í Evrópu, hafi búið þar og hafi þar margþætt tengsl, er einnig stór hópur sem hefur engar tilfinningar fyrir þessu svæði. Til þess erum við of langt í burtu.
Allri umræðu um ESB aðild þarf að gefa tíma. Við verðum að vera minnug þess að góðir hlutir gerast hægt 10-20 ár eru ekki langur tími í lífi okkar þjóðar. Sú hraðleið sem sumir vilja hafa varðandi ESB, er á misskilningi byggð, þessari umræðu þarf að gefa langan tíma. Hún á bláttáfram að taka langan tíma. Við höfum einnig þennan tíma. Hvað er það eiginlega sem þrýstir á okkur, erum við að missa af einhverju.
Það má vel vera að ESB verði kostur fyrir okkur, sá tími er ekki komin. ESB á sér 50 ára sögu, sem er ekki langur tími í veraldarsögunni. Gjörólíkar þjóðir eru nú í bandalaginu. Tökum gömlu austantjaldsþjóðirnar, sem hafa búið við miðstýrt hagkerfi og socialisma. Snú þessar þjóðir við blaðinu á einni nóttu. Nei, samræming kerfa og lífsviðhorfa mun taka áratugi.
Í pólitík á Íslandi kann ESB, að vera eitrað peð. Samfylkingin gæti safnað til sín ESB áhugamönnum og stækkað sem stjórnmálaflokkur, enn með hverjum gætu þeir unnið í framhaldi ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2011 | 08:43
Það má ekki slátra mjólkurkúnni.
Ríkið var bjarvætturinn í hruninu. Vondu karlarnir í AGS urðu allt í einu helstu ráðgjafar ríkisins og hafa nú útskrifað það af sjúkrahúsi auðvaldsins. Nú hafið þig náð tökum á þessu, nú hafið þið hækkað skatta, þið ætlið að borga skuldir, en ekki að hlaupa frá skuldbindingum ykkar eins og ótíndir götustrákar. Svo komum við fljótlega í heimsókn og sjáum hvort ekki er allt í lagi. Guð blessi þjóðina og AGS.
Ríkið er í dásamlegri stöðu, ef það vantar peninga, eru skattar hækkaðir, ef það er ekki hægt þá eru prentaðir peningar og verðbólgan sér um afganginn. Allt sem þarf er frjótt ímyndarafl um nýja skatta, góðar klísíur, eins og, látum þá ríku borga, aukið skattaeftirlit, hallalaus fjárlög, traust staða ríkissjóðs.
Raunveruleikinn er líka alltaf sá sami, þeir ríkur borga ekki þeir hafa sérfræðinga til að hjálpa sér að borga ekki, það eru hin breiðu bök almennings sem eiga að borga. Hvað er svo nýtt undir sólinni.
Ráðamenn þjóðarinnar hafa verið kosnir lýðræðislegri kosningu. Þýðir það að þeir geta farið með okkur eins og þeir vilja. Nei vonandi ekki. Enn borgarinn á eitt tromp upp í erminni, það snýst einmitt um það að vilja.
Ef ég vil ekki borga skatta, reyni ég með öllum ráðum að gera það ekki. Ef ég get ekki borgað af lánum þá geri ég það ekki. Ég beiti því sem kalla má borgaraleg óhlíðni. Rök þessa hóps eru einnig forsendubrestur, allar mínar forsendur hafa verið lagðar í rúst.
Lántakendur, svo tekið sé dæmi, fundu skyndilega fyrir þessu valdi sínu, í umræðunni um ólögleg lán, og ólöglega útreikninga. Algerlega nýir tímar, því við erum almennt alin upp í þeim anda að greiða okkar skuldir.
Kerfið verður nefnilega að skilja það, að það má ekki ganga of langt. Ef við göngum svo langt að brjótum niður viljann er illa komið fyrir okkur. Ríkissjóður hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi auðvaldsins, en ef fólkið í landinu lendir fyrir vikið á sjúkrahúsi skuldarans, ef viljinn til að standa sig er ekki til staðar þá er illa komið fyrir okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2011 | 08:11
Umræðan um breytingar á kvótakerfinu
Endurskoðunarnefndin sem skilaði af sér í september 2010 náði sátt um ýmsar breytingar á kvótakerfinu. Starf nefndarinnar og niðurstaða var merkilegt dæmi um lendingu í viðkvæmu atvinnu- og pólitísku máli. Ljóst var á þessum tíma að margt í niðurstöðunum stæði tæpt og það þyrfti pólitískt áræði til að standa með niðurstöðunni.
Það var því mikið óhæfuverk þeirra aðila sem rufu þessa sátt og hrundu af staða atburðarás sem engin sér fyrir endann á. Þar hafa þessir aðilar haft að leiksoppi, hagsmuni sjávarútvegsins og þeirra sem þar vinna.
Sú tilraun sem nú er reynd, að þvinga fram breytingar í fyrirliggjandi kvótafrumvarpi sem engin sátt er um, fær slíka falleinkunn að eftir er tekið. Langflestir umsagnaraðilar leggjast gegn frumvarpinu, sem þeir lýsa sem meingölluðu.
Gagnstætt því sem haldið er fram um óbilgirni og þvermóðsku útvegsmanna, voru í tillögum endruskoðunarnefndarinnar, veigamiklar breytingar, til að koma til móts við þá gangríni sem uppi hefur verið.
Pólitísk umræða hefur farið fram og þau sjónarmið sem þar eru á ferðinni hafa verið sögð. Breytingar á núverandi kerfi eru og verða mjög tæknilegs eðlis. Þar er á ferðinni vinna sérfræðinga, sem aðeins innvígðir hafa áhuga á.
Í dag eru allir í skotgröfunum. Taka á málið úr núverandi fari og fara með það aftur inn í sáttanefndina. Hún á að fá tækifæri til að vinna úr þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið. Til þess á hún að fá 3-6 mánuði, og skila af sér fullburða frumvarpi á næsta vorþingi.
.
Endurskoðunarnefndin sem skilaði af sér í september 2010 náði sátt um ýmsar breytingar á kvótakerfinu. Starf nefndarinnar og niðurstaða var merkilegt dæmi um lendingu í viðkvæmu atvinnu- og pólitísku máli. Ljóst var á þessum tíma að margt í niðurstöðunum stæði tæpt og það þyrfti pólitískt áræði til að standa með niðurstöðunni.
Það var því mikið óhæfuverk þeirra aðila sem rufu þessa sátt og hrundu af staða atburðarás sem engin sér fyrir endann á. Þar hafa þessir aðilar haft að leiksoppi, hagsmuni sjávarútvegsins og þeirra sem þar vinna.
Sú tilraun sem nú er reynd, að þvinga fram breytingar í fyrirliggjandi kvótafrumvarpi sem engin sátt er um, fær slíka falleinkunn að eftir er tekið. Langflestir umsagnaraðilar leggjast gegn frumvarpinu, sem þeir lýsa sem meingölluðu.
Gagnstætt því sem haldið er fram um óbilgirni og þvermóðsku útvegsmanna, voru í tillögum endruskoðunarnefndarinnar, veigamiklar breytingar, til að koma til móts við þá gangríni sem uppi hefur verið.
Pólitísk umræða hefur farið fram og þau sjónarmið sem þar eru á ferðinni hafa verið sögð. Breytingar á núverandi kerfi eru og verða tæknilegs eðlis. Þar er á ferðinni vinna sérfræðinga, sem aðeins innvígðir hafa áhuga á.
Í dag eru allir í skotgröfunum. Taka á málið úr núverandi fari og fara með það aftur inn í endurskoðunarnefndina. Hún á að fá tækifæri til að vinna úr þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið. Til þess á hún að fá 3-6 mánuði, og skila af sér fullburða frumvarpi á næsta vorþingi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar