Færsluflokkur: Bloggar
14.10.2011 | 10:25
Þingkosningar í Póllandi.
Almennar þingkosningar fóru nýlega fram í Póllandi. Það þótti fréttnæmt að Donald Tusk forsætisráðherra er fyrsti forsætisráðherra í sögu Póllands til að vera lýðræðsilega endurkjörin en telja má víst að hann verði áfram forsætisráðherra í nýrri samsteypustjórn.
Það sem vakti athygli mína var kosningaþátttakan en hún var 47,7%. Þátttakan í sömu kosningum 2007, var það hæsta sem hafði verið eða 53,9%. Aðrar tölur um kosningaþátttöku í Póllandi frá 1960- 1995 tala um 51% meðaltal.
Til samaburðar er þátttaka í alþingiskosningum á Íslandi:
- 2009 85,1%
- 2007 83,6%
Þegar talað er um kosningaþátttöku er venjulega átt við þá sem kjósa, sem hlutfall af kjósendum á kjörskrá. Kosningaþátttaka hefur verið mikið rannsökuð. Mikil þátttaka þykir jákvæð, sýna áhuga og ánægju með ríkjandi þjóðskipulag. Hér er þó ekki allt sem sýnist:
- Við þekkjum hugtakið rússnesk kosning. Þegar þátttaka er mögulega nálagt 100%
- Einræðisherrar sjá gjarnan til þess að kosningaþátttaka er góð,
- Þrátt fyrir lágt hlutfall kjósenda geta kosningar gefið góða mynd af vilja hlutaðeigandi þjóðar, ef skipting kjósenda er dreifð, t.d. eftir aldri og stétt,
- Margar þjóðir skylda kjósendur til að kjósa, að viðlögðum sektum, til að tryggja kosningaþátttöku.
Það eru margir pólverjar sem búa á Íslandi og fylgjast vel með sínu gamla heimalandi. Gaman væri að heyra hvað þeir segja um slælega kosningaþátttöku og að fá skýringar þeirra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2011 | 09:02
Um blogg - heima.
Ég hef glaðst einlæglega yfir öllum þeim heimsóknum sem ég fæ og þakka þeim sem láta svo lítið að koma með athugasemdir og innlegg á síðuna. Ég hef verið svo heppinn að þetta er allt upp til hópa sómafólk, en bloggarar vita að það eru ýmsir kvistir á ferð í bloggheimum.
Til mín kom nemandi í háskól og ætlaði að skrifa ritgerð um blogg og bloggara. Spurningarnar sem hún var með þrýstu á mig um að svar nokkrum spurningum fyrir mig um mig sjálfan og mitt blogg.
Ég hef oft velt því fyrir mér að hverju lesendur bloggs eru helst að leita. Þegar maður spyr vini og vandamenn hvað þeir lesi, er svarið ekki ósjaldan:
1. Ég vel mér hóp bloggara, sem ég les reglulega. Mögulega annan hóp sem ég heimsæki við og við. Framboð af bloggi er slíkt að ég verð að velja og hafna,
2. Ég les blogg til þess að fá tengingu við annað fólk og sjá hvað það er að hugsa og gera. Ég kanna einnig hvað er að gerast á Face-bókinni,
3. Fyrir mig er blogg viðbót í upplýsingaflóruna, þar eru ekki atvinnupennar á ferð, heldur venjulegt fólk. Flóran er margbreytileg og sama má segja um gæði.
Sú fallega kona sem heimsótti mig spurði spurninga eins og:
- Hvers vegna ert þú að blogga og hvernig velur þú þér efni,
- Hvaða markmiðum viltu ná með þessum skrifum, ertu að taka þátt í umræðunni, viltu með þessu vekja athygli á þér og einhverjum málefnum,
- Hvað eyðir þú miklum tíma í þetta. Eru þetta í þínum huga félagleg samskipti og þá við þína bloggvini.
Auðvitað reyndi ég að svar öllum spurningum eins og ég gat. Ég spurði hana á móti af hverju ég hefði lent í hennar úrtaki. Hún sagðist hafa gert lauslegt úrtak á bloggurum og sagði mér að mjög mikið af bloggurum, skrifuðu um fréttir og pólitik. Þeir væru færri sem blogguðu um eitthvað persónulegt og efni frá eigin hjarta.
Mér fannst þetta athyglisverð niðurstaða hafði ekki gert mér grein fyrir þessu. Var að sjálfsögðu svolítið upp með mér að hún hefði valið mig úr hópi allra þeirra snillinga sem skrifa í bloggheimum.
Það er sjálfstagt svo að fréttatengda bloggið er mjög áberandi. Mögulega kalla tímarnir á þess háttar tjáningu, fólk er reitt og þarf að fá útrás, og til þess er blogg mjög þægileg aðferð.
Ég var mjög ánægður með fyrrgreint samtal og vangaveltur um bloggið mitt og blogg almennt. Þurfa ekki allir í þessum bransa að klípa sig í höndina og svar því hvað við erum að gera, með að riðja yfir þjóðina þessum skrifum okkar !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2011 | 09:05
Sjálfstætt ríki palestínumanna og UN.
Nýjasta útspil í deilum fyrir botni Miðjarðarhafsins, er beiðni Abbas um að Sameinuðu þjóðirnar viðurkenni sjálfstætt ríki palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza. Þetta útspil er væntanlega til að reyna að brjótast út úr þeirri kyrrstöðu og stöðnun, sem öll málefni þessa svæðis er í.
Íslensk stjórnvöld styðja þessa beiðni.Tillagan fær blendnar viðtökur, USA er á móti henni, svo og Ísrael og stjórn Hamas á Gaza. Mörg ríki hafa sýnt þessu velvilja og í ljósi þess að um 140 ríki hafa viðurkennt sjálfstæði palestínu, kemur það ekki á óvart.
Ekki ætla ég að halda því fram að ég sé einhver sérfræðingur í þessum málum. Þó rifjaðist upp fyrir mér ýmislegt.
Fyrst eftir stofnun Ísraelsríkis litu þarlend stjórnvöld á Ísland, sem sérstaka vinaþjóð. Var það sérstaklega vegna framgögnu fulltrúa Íslands hjá Sameinuðuþjóðunum sem stóð dyggileg við bakið á þessu nýja ríki. Í framhaldi komu Ísraelskir stjórnmálamenn til Íslands, eins og Golda Meir, og Ben Gurion, sem ég sá með eigin augum. Á þessum árum var Ísrael annt um sitt orðspor og hvað heimurinn hugsaði um þetta ríki. Eitthvað sem er liðin tíð.
Í fyrsta sinn sem Nasser, þá forseti Egyptalands, kom fram á sjónarsviðið, breyttist öll myndin af svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafsins. Gjörsamlega nýtt sjónarmið kom fram, sjónarmið þess fólks, sem þarna bjó og hafði gert um aldir, löngu fyrir daga Ísraelsríkis.
Fyrir allt hugsandi fólk kom á daginn að gömul draumsýn stangaðist óþyrmilega á við raunveruleikanna. Stjónmála- og embættismenn höfðu búið til lausn sem hljómaði vel, þeir losnuðu mögulega við vanda, en færðu hann aðeins til, hver þurfti að hafa áhyggjur af einhverjum hirðingjum í eyðimörkinni, þeir flyttu sig bara eitthvað annað.
Allt gott fólk verður að trúa því að lausn sé mögulega á málum fyrir botni Miðjarðarhafs, þó flókin séu. Fréttir eru eitt en raunveruleiki fólksins sem þarna býr er annar, og í mörgum tilfellum skelfilegur. Ég held að eigi hér við, þegar vandinn er yfirþirmandi, að biðja guð að blessa þetta fólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2011 | 08:35
Framtíðar gjaldmiðill á Íslandi.
Á fundi sem sjálfstæðisfélög í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði héldu fyrir skömmu í Turninum í Kópavogi, fóru góðir fyrirlesarar yfir þá kosti sem eru í stöðunni, varðandi framtíðar mynt á Íslandi. Efni þessara fyrirlestra verður ekki rakið hér, en ég nefni nokkur atriði.
- Grundvöllur alls er öflugt atvinnulíf og ábyrg hagstjórn. Myntin er spegill þessara þátta. Þættir sem ekki eru í lagi í dag,
- Fyrirlesarar dróu upp skýra mynd af þeim kostum sem eru í stöðunni. Til einföldunar er staðan þessi:
o Taka strax upp aðra mynt en krónuna, hvað svo sem gert verður til framtíðar,
o Halda áfram með krónuna, með þeim fórnarkostnaði sem henni fylgir.
Framtíðar lögeyrir er og verður pólitíska ákvörðun, ekki síður en tæknileg.
Það var öllum ljóst sem hlýddu á þessa fyrirlestra að mikil þekking, bæði akademísk og reynsla annarra ríkja, er til staðar á þessum málum. Málinu þarf nú að lyfta á borð stjórnmálamanna, sem hafa djörfung og dug til að taka á málum. Vegna mikilvægis þessara ákvörðunar mælir enginn með að hrapað sé að henni.Til einföldunar eru spurningarnar þessar:
- Jafnvel þótt Ísland gangi í ESB, munu líða 7-10 ár þar til hægt væri að taka formlega upp Evru,
- ESB aðild gæti þýtt að Evra væri tekin upp fyrr, sem einhverskonar sérmeðferð,
- Gangi Ísland ekki í ESB, hvaða kostir eru þá til staðar,
- Á að taka upp aðra mynt en Evru, eða tengjast annarri mynt og þá hvaða mynt,
- Eigum við að halda okkar krónu, hætta að tala um annað og gera það sem þarf til að geta notað okkar krónu
Hver á að leiða þessa umræðu, sem þarf að vera þverpólitísk, auglýst er eftir djörfum stjórnmálamönnum. Nægileg þekking er til staðar.
Seint verður nægilega áréttað að markmið þessarar umræðu er ábyrg hagstjórn og stöðugleiki. Myntin skiptir þar máli og alvöru mynt þýðir að upp rakna margir þeir rembihnútar sem við berjumst við.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.10.2011 | 08:03
Þitt nánasta umhverfi - sameiningar sveitarfélaga.
Skipulagsmál og breytingar á þeim geta haft mikil áhrif á þetta umhverfi. Stóra breyting sveitarstjórnarmála s.l. ár er sú að íbúarnir taka miklu virkari þátt í þessum málum en áður var.
Það er sannarlega hægt að gleðjast yfir mörgu á þessu sviði. Uppbyggingin í Kvosinni, við Lækjargötu og við Laugaveg, hefur tekist frábærlega vel. Sú merka stofnun minjavernd, hefur staðið að mörgum frá bærum verkefnum, sem ástæða er að þakka fyrir.
Jón Gnarr borgarstjóri hefur í nýlegu viðtali, varpað fram þeirri hugmynd að umtalsverð sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðingu eigi að verða. Nefnir hann sem fyrsta skref sameiningu Reykjavíkur og Kópavogs, tveggja samliggjandi sveitarfélaga. Rökk hans fyrir þessu er mikill sparnaður, þó hann rökstyðji það ekki frekar.
Það má rifja það upp í þessu sambandi að í þessum sveitarfélögum voru sömu flokkar við völd um árabil. Hefði í sjálfu sér verið nærtækt að þessir aðilar ræddu sameiningu sem þá var á borðinu eins og annað. Um þetta efni voru ekki miklir kærleikar milli þessara aðila, þó pólitískir samherjar væru. Kópavogsbúar minnst samskipta við Reykjavíkinga vegna lagnir hraðbrautar um Fossvogsdal, ákvöðrun sem átti að knýja í gegn, með valdi af ekki dygði annað til. Sjá menn ekki fyrir sér dalinn ef af þessu hefði orðið.
Það er alveg rétt hjá borgarstjóra að margt talar fyrir náinni samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Samkeppni þeirra t.d. um lóðaúthlutanir og atvinnurekstur hafa tekið á sig ankannalegar myndir og örugglega kostað mikið.
Ég held að samstarf sé ekki komið á neinn endapúnt og enn sé hægt að ná miklum árangri. Borgarstjóri hefur hér örugglega verk að vinna og má hafa í huga gamla máltækið, nýir vendir sópa best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2011 | 09:29
Að ráða í þjóðfélagsumræðuna - þrautin þyngri.
Í máli rískisstjórnarinnar er allt á góðri leið, ótrúlegur árangur hefur náðs, eitthvað smávegir þó eftir, en stutt í að úr því rætist einnig. Þjóðin verði að standa saman og stjórnin fái að klára verkið. Stjórnarandstaðan segir allt í kalda koli, stjórnin eigi að pakka saman og fara, boða eigi til kosninga.
Sá sem hlustar á þessa umræðu í fyrsta skipti og veit ekkert annað en hann heyrir, hlýtur að vera í meira lagi ruglaður. Hvernig í ósköpunum er hægt að sjá hlutina með svona misjöfnu ljósi ! Er raunveruleiki þá ekki til og hverju á að trúa?
Væri nú ekki dásamlegt að hafa pólitíska þýðingavél, tæki eins og Google, sem þýddi ræður stjórnmálamanna m.t.t raunveruleikans og síðan á mannamál. Þetta væri sannarlega töfratæki á íslandi og mætti örugglega selja erlendis.
Vélin gæti t.d. ráðið í það hvenær já þýðir nei og hvenær einhver segir ósatt og hvað hann meinti. Oft hafa svona leiðbeiningar komið sér vel, virtur stjórnmálamaður var alltaf sagður ljúga ef hann tók af sér gleraugun og horfði yfir þingsalinn.
Þetta málefni - fyrirbrigði, þingræður og raunveruleikinn bárust í tal við konu sem heimsótti mig. Svar hennar var stutt, þetta er ekki umræða heldur leikrit !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2011 | 07:56
Úti í rigningunni.
Ég hafði sukkað í mataræði og vissi upp á mig skömmina. Sá fyrir mér hvernig keppirnir hossuðust á mér, ég gæti ekki látið sjá mig á mannamótum, og alls ekki í sundlauginni.
Sukkarinn á ekki upp á pallborðið. Hann ber það einfaldlega með sér að hafa ekkert lesið um hollustu, hreyfingu og almennt ábyrgt líferni. Það er ekki eins og upplýsingar um þetta liggi ekki fyrir, þú ert daglega minntur á þessa hluti.
Það nýjast sem ég lærði var að matur er eins og kynlíf. Hvorutveggja byggir á nautn og sukki. Ég gat alveg séð það fyrir mér að toppurinn á þessu væri matur og kynlíf saman. Einn góður hamborgari þegar allt er á fullri ferð !
Sukkið var sem sé staðreynd og eitthvað varð að gera. Ég klæddi mig þokkalega og arkaði út. Þá uppgötvaði ég að það rigndi nánast eldi og brennisteini. Fór inn og klæddi mig aðeins betur, lagði svo í hann.
Dásamlegt að finna rigninguna á andlitinu, ég hugsaði um lagið walking in the rain ákvað að syngja ekki lagið af tillitsemi við vegfarendur. Einn kostur þess að ganga að kvöldlagi í rigningu er að þú ert ekki ónáðaður af öðrum, þú ert einn.
Þú ert þá eftir allt eini syndarinn á svæðinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2011 | 07:50
Förum við inn í veturinn með sól í hjarta ?
Hluti af þjóðarsálinni er að trúa á betri tíð. Það er vitlaust veður í dag, en það verður hægt að róa á morgun. Þessari ótíð hlýtur að fara að slota, sumarið er handan við hornið, gefumst aldrei upp, var viðkvæði gamla fólksins.
Í þessum anda eru margir meistara í að þrauka, finna leiðir, ganga á sparnað, kreista eitthvað út til að bjarga sér. Þetta hafa margir verið að gera s.l. ár, en er þetta endalaust hægt ?
Við siglum nú inn í veturinn. Margir eru áhyggjufullir, það hefur verið strekkt á teygjunni til hins ýtrasta, bæði hjá fólki og fyrirtækjum, allt er einhvernvegin í hægagangi. Var á Austurvelli með um 2.000 öðrum, það verður ekki sagt að þessi hópur hafi verið með sól í hjarta !
Ótti er slæmur förunautur. Það er einnig tímanna tákn að nú er allt vandamál eða hættulegt og við höfum búið til það sem kalla má vandamálaiðnað" Fjölmiðlar segja okkur svo skilmerkilega frá þessu öllu. Öll þessi ógn gerir það að verkum að mögulega er best að breiða yfir haus og sofa áfram.
Vonandi hef ég rangt fyrir mér, fyrstu haustlægðir ganga yfir, þetta er aðeins einhver dýfa. Haustið er líka dásamlegur árstími, haustlitir allstaðar, og skylda að fara til Þingvalla á þessum árstíma. Skundum á Þingvöll og treystum vor heit
Auðvitað verðum við að fara framúr, þó úti blási. Við verðum að hjálpast að og styðja hvort annað, þessi litli þjóðflokkur okkar, hefur ekki efni á öðru, við höfum þraukað í þessu landi í meira en þúsund ár.
Það verður ekki okkar kynslóð sem gefst upp, er það ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2011 | 09:59
Hvað er að gerast í kringum okkur í heiminum.
Umræða um auðlindir og hvað er að gerast á þeim vettvangi, er eitthvað sem öllum kemur við. Þar þýðir ekki að hugsa aðeins um morgundaginn, 20-30 ár er stuttur tími í því sambandi. Ég minni á nokkur atriði.
Eftir 20 ár mun 2 ríki Kína og Indland taka til sín helming þeirrar orkuaukningar sem verður til í heiminum.
Olíunotkun í Kína er áætlað að vaxi um helming á næstu 20 árum eða í 13 milljón tunnur á dag. 80% af þessu magni er innflutt. Hvaðan á þessi olía að koma? Kínverjar nota nú peningana sína til að tryggja aðgang sinn að olíu. Þannig hafa þeir keypt sig inn í Venesuela fyrir 16 billjónir$ ( 2000 milljarðar ÍSKR ) og eru að setja margar billjónir í vinnslu á olíusandi í Kanada. Þeir eru líka að byggja olíuhreinsunarstöðvar.
Það vekur athygði í olíuheiminum að kínverjar vilja frekast kaupa starfandi fyrirtæki, frekar enn fari inn á fyrri sigum vinnslu. Fyrir þá er það álag ( premíum ) á verð þessara fyrirtækja, ekkert mál. Margir aðilar eru nú í því að búa til svona fyrirtæki til að selja kínverjum.
Aftur má spyrja hvaðan á öll þessi olía að koma? Verða hin 12 OPEC ríki með Saudi Arabia sem berandi aðila í þessum leik eða riðar veldi þeirra til falls. Alla vega fara birgðir þeirra þverrandi og einnig gæði olíunnar.
Fyrir liðlega 40 árum kom út fræg skýrsla Rómarklúbbsins, en hún fjallaði um hagvöxt og takmarkaðar auðlindir heimsins, sérstaklega olíu. Skýrslan dró upp heldur dapra mynd fyrir mannkynið, olían yrði uppurin á að mig minnir 50 árum. Oft er vitnað til þessarar skýrslu sem dæmis um rangar forsendur, þar sem ekki er tekið tillit til tæknibreytinga og áhrif verðs á framboð.
Stefna og viðbrögð t.d. Kínverja við því sem þeir sjá framundan er hinsvegar áhugaverð. Þeir ætla sér augljóslega ekki að treysta á aðra, reynsla aldanna hefur kennt þeim það. Ekki er nokkur vafi á því að önnur stóveldi vilja einnig gæta sinna hagsmuna. Hvernig tækniþróun og hækkandi verð á olíu, til langs tíma, spilar inni í þessa mynd er ekki gott að átta sig á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2011 | 08:07
Eru íslensku bankarnir alvörubankar?
Allir eru sammála um uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Sterkt atvinnulíf er forsenda svo margs sem við óskum okkur. Nú deila aðilar hinsvegar um það hvers vegna atvinnulífið rís ekki úr öskustónni.
Stór forsenda þessarar uppbyggingar eru sterkir bankar. Nú kann svo að virðast að við eigum í dag sterka banka, alla vega erum við upplýst um það að þeir séu fullir af peningum, og hagnist vel.
Minna er rætt um það að bankarnir okkar geta t.d. ekki opnað ábyrgðir erlendis, eru ekki teknir gildir sem alvöru bankar. Hvers vegna ekki? Ekkert einfalt svar er við þessari spurningu, þeim er einfaldlega ekki treyst. Reyndar eru á sveimi hinar ótrúlegustu sögur um okkur í fjármálaheiminum, sögur vanþekkingar og vitleysu. Hvernig væri nú að bankarnir færu nú í massíva ímyndar herferð erlendis og notuðu eitthvað af hagnaði sínum í það verkefni.
Það sannast á bönkunum að það er auðveldara að glata trausti en ávinna sér það. Þó þeir séu nýjir bankar, þá eru þeir reistir á rústum gjaldþrota banka, jafnvel með sama nafni. Gjaldþrotið hefur ekki gleymst allavega ekki öllum. Gjaldeyrishöft gera þessa mynd ekki betri.
Viðskiptabanki sem ekki getur gengið í ábyrgðir fyrir viðskiptavini sína er ekki merkilegur banki. Haldi einhver að þetta skipti ekki máli, er sá hinn sami á villigötum. Allt verður miklu dýrara fyrir viðskiptavininn. Til að opna ábyrgð veðrur fyrirtækið að leita til erlends banka. Þar bjóðast ekki önnur kjör en þau að þú verður að leggja inn á reikning gjaldeyri, jafn háa upphæð og ábyrgjast á. Vextir af þessu fé eru nánast engir.
Góðu fréttirnar eru að bönkunum og ýmsum hagsmunaaðilum hefur nú í sameiningu tekist að opna fyrir greiðslufallstryggingar. Mikilvægt skref, sem sýnir hvað hægt er að gera með stamstylltu átaki.
Hér þarf að finna leiðir og standa á tánum atvinnuuppbyggingarinnar vegna. Því verður ekki trúað að allir þeir snillingar sem vinna í fjármálaheiminum geti ekki leyst vanda sem annan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar