Færsluflokkur: Bloggar

Atvinnusköpun í öllum löndum.

Sjórnmálamenn eru undir mikilli pressu að skapa ný störf í sínu landi, hvers lenskir sem þeir nú eru.  Hvað leiðir og tæki hafa þeir til þess:
  • Á ríkið að standa fyrir uppbyggingu atvinnustarfsemi eða fjárfestingum,
  • Á ríkið aðeins að skapa grundvöll og skilyrði sem einkaframtakið byggir svo á,
  • Á að hafa lága skatta, lítið ríkisapparat, en sem mest af ráðstöfunarfé í hendi einstaklinga og samtaka þeirra.
Almennt má segja að bein þátttaka ríkisins í atvinnurekstri á ekki marga fylgjendur. Það er umgerðin sem á að vera á hendi ríkisins. Þrátt fyrir að allar þjóðir vilja atvinnu í sínu landi og sem minnst atvinnuleysi má segja að þróun atvinnulífsins hefur unnið gegn þessari viðleitni. Þannig hefur heimurinn allur verið vettvangur fyrirtækjanna, vörur og þjónusta er framleidd þar sem ódýrst er.
Á liðnum áratug hefur þetta verið í Asíu, Kína og Indlandi. Á litla Íslandi höfum við séð þessa þróun, þegar Actavis flytur aðalskrifstofur sínar og framleiðslu til Sviss. Ástæðan, betri staðsetning og aðgangur að sérhæfðu vinnuafli.
Kröfur um sífellt lægra vöruverð hefur m.a. stýrt þessari þróun. Það fyrirtæki sem ekki tekur þátt í þessari þróun, dæmir sig strax úr leik.
Fjármagnið er í þeirri stöðu að geta á þægilegan hátt, einfaldlega keypt álitlega vöru fundið ódýrastu, framleiðsluaðstöðu, vinnuafl, rannsóknir og dreifingu hvar sem er í heiminum. Fjárfestar, hluthafar og stjórnendur er í reynd nokk sama hvaðan hagnaður þeirra kemur, eða vinnuaflið sem þeir nota.  Þeirra hagsmunir er að fyrirtækið gangi og hagnist.
Stjórnmálamenn eru hinsvegar í ákveðnum „ átthagafjötrum" .  Kjósendur þeirra vilja að vinnan sé þar sem þeir eiga heima.  Það hefur örugglega ekki verið auðvelt fyrir stjórnendur Actavis, sem eru alíslenskir að flytja fyrirtækið af landi brott. Hagur hluthafanna varð samt að ganga fyrir, ættjarðarástinni.
Kostir okkar í þessu alþjóðlega umhverfi eru ekki sérlega flóknir.  Sú atvinnustarfsemi sem byggist upp á Íslandi, hefur einhverja sérstaka tengingu við okkar land og auðlindir.  Aðgang að orku, auðlindum, fiski, náttúru, vatni, sérstöku hugviti.  Almenn framleiðslufyrirtæki verður ekki auðvelt fyrir okkur að halda í. Við höfum byggt hér upp stórmerkileg alþjóðleg fyrirtæki, en þegar þau stækka, fara þau. Stóru fréttirnar eru að það sem við höfum er alveg nóg fyrir okkur, ef við höldum rétt á okkar spilum

Hugleiðingar um þjóðfélagsumræðuna.

Ég hef lengi fylgst með þjóðfélagsumræðunni.  Einhvern vegin finnst mér magn umræðunnar hafa aukist.
Fjöldi einstaklinga tjáir sig í ræðu og riti, segir sína skoðun.  Hið besta mál, en ég legg sérstaklega við hlustir ef einhver segir frá rannsóknum sínum og niðurstöðum þeirra.  Finnst það gefa umræðunni eitthvað nýtt og hafa meira vægi, en eins manns álit.
Mér finnst vandi okkar hafa verið vel rannsakaður og hann hefur verið greindur fram og aftur.  Það sem vantar er að þessi lærdómur sé settur í eitthvað samhengi við líðandi stund og stuðli að uppbyggilegri framtíðarsýn.
Þetta er ekki auðvelt. Þau átök sem fara fram um stefnu okkar þjóðar fyrir næstu ár, er lituð af fyrri reynslu, eins og sögumanni hentar best.  Reynsla er sem sé ekki einhlít eða óumdeild.  Inn í þetta kemur einnig að vegna þess glundroða sem skapaðist vilja allir stjórna, ég veit best.
Reynsla s.l. 10 ára var að of fáir réðu. Valdið var í fámennum hópi, sem sagði við hina, við höfum fullkomna stjórn á þessu látið okkur um þetta.  Í öllum bænum verið ekki að tefja okkur með einhverju reglugerðarfargani og skriffinnsku.  Lifi hinn frjálsi markaður.
Ef það réður of fáir áður, þá er reynsla okkar sú að nú ráða of margir.  Erum við mögulega að tala úr okkur allan mátt þ.e. við fáum enga niðurstöðu í málin. Kostirnir í stöðunni eru:
  • Áframhaldandi fulltrúalýðræði, aðferð sem víðast er notuð,
  • Beint lýðræði, m.a. notað í Sviss.
Við tölum niður fulltrúalýðræði og vantreystum fulltrúum okkar.  Viljum reyna eitthvað nýtt og vonandi betra. Fulltrúalýðræði datt ekki af himnum ofan.  Það byggir á reynslu þjóðanna, hírarkískri  uppbyggingu valdsins.  Reynslu um að það sé eitthvað vald til að framkvæma það sem gera þarf.  Vald með öryggisventli, það er hægt að skipta út þessu valdi. Beint lýðræði er minna reynt kerfi. Það kann að vera alveg framkvæmanlegt í minni þjóðfélögum. Tíðar kosningar kalla á einfalt skjórvirkt og ódýrt kosningakerfi.
Við erum mjög upptekin af því að vandi dagsins í dag,  sé svo sérstakur og erfiður. Við gleymum auðveldlega sögunni. Óeyrðir hafa áður verið á Íslandi, eggjum og grjóti kastað. Við höfum komist í gegnum þetta allt. Við verðum í öllu sem við gerum að trúa á framtíðina og það að við getum sem sjálfstæð þjóð leyst okkar mál.

Framtíðarspár og lærdómur þeirra.

Það er lenska að gera lítið úr allri ríni um framtíðina. Við höfum heyrt athugasemdir eins og , það er erfitt að spá og allra helst um framtíðina, og það sem við vitum um framtíðina er að hún breytist. Niðurstaðan,  við leggjum ekki mikið  upp úr framtíðar pælingum.
Nú er það hinsvegar svo að margar eldri spár hafa sýnt sig að hafa staðist prýðilega. Ný og bætt þekking og upplýsingar hefur gert spár áreiðanlegri og marktækari.  Tökum nokkur dæmi af handahófi:
  • Veðurspár, bæði til skamms og langs tíma. Hér er bætt upplýsingatækni ein af stóru framförunum,
  • Mannfjöldaspár og aldursdreifing,
  • Umhverfisspár, eins og t.d. áhrif hlínunar.
Ein af þeim spám, sem ég hef mikið verið að velta fyrir mér, er um framboð og verð á olíu. Olía er og verður mikill örlagavaldur í okkar heimi. Það er ekkert annað efni, að vatni undaskildu, sem gegnir öðru eins hlutverki í okkar lífi. Þó við þekkjum olíu, frekast sem eldsneyti, er olíutengd efni hreint allstaðar.
Verð á olíu ( tunnu ) hefur til langs tíma verið hækkandi. Það hefur farið í um 145$ en sveiflast og er nú um 88$.  Alvara málsins byrjar á því að heimurinn hefur sífellt verið að nota meira af olíu. Stórir notendur hafa verið að koma inn á markaðinn og má þar nefna ríki eins og Kína og Indland. Á sama tíma hefur framboð vissulega aukist, en um leið hefur þekking okkar á birgðum og vinnanlegu magni olíu aukist. Nokkur atriði eru alveg ljós:
  • Magn olíu á þekktum svæðum fer minnkandi,
  • Vinnsla olíu á nýjum svæðum er og verður dýrari,
  • Vinnanleg svæði og birgðir, fylgja ekki eftirspurn til langs tíma,
  • Mikil hætta er á alþjóðlegur markaður brotni niður og þeir sem eiga olíu sitji að sínu, hvað sem líður verði.
  • Allar forsendur er fyrir áframhaldandi hækkun olíuverðs og að það verði 300$ tunnan innan ekki langs tíma.
Sú mynd sem hér er dregin upp er ekki til að hræða neinn að ástæðulausu.  Hún er „ spá „  til þess gerð að sýna fram á nauðsyn þess að bregðast við í tíma.  Ef tunna af  olíu fer í 300$ og skattlagning á olíu veðrur óbreytt, fer líter á Íslandi í kr. 600,-
Verkefni dagsins er að minnka notkun okkar á olíu í heiminum og á Íslandi. Til að gera þetta þarf gífulegar breytingar, sem munu breyta öllu okkar umhverfi. Þegar rætt er um atvinnulíf, er það þessi breyting sem þarf að vera hluti nýrrar hugsunar.  Það sem var er ekki mælikvarðinn.
Góðu fréttirnar fyrir Íslendinga eru að fáar þjóðir munu standa betur að vígi í hinu breytta landslagi framtíðarinnar.  Meira um það síðar.

Hættum að hugs og tala um skuldir !


Það er mikið talað um skuldir, skuldir heimila, skuldir fyrirtækja. Að hluta er þessu umræða af einlægum áhuga á hag skuldarans, en þetta er líka pólitísk umræða, ætlað að klekkja á stjórnvöldum. Hvað er hvað þarf hver að ráða í.
Sá sem er í skuldavanda hugsar mikið um þessa stöðu sína og getur í reynd verið heltekinn af þessari hugsun. Sé vandinn mikill finnur skuldarinn enga leið, hann er niðurdregi, með neikvæðar hugsanir og ekkert jákvætt kemst að. Raunverulega er þetta sjúklegt ástand, sem brýtur fólk og fyrirtæki niður. Það má einnig halda því fram að stöðug hugsun um skuldir, skapi meiri skuldir, þetta verður vítahringur.
Lausnin er að hætt að hugsa um skuldir. Lausn á skuldavanda, hvort er heimila eða fyrirtækja, er því ekki aðeins skuldirnar, heldur það hugarástand sem þessi staða skapar.
Það má einnig segja að skuldavandi sé alltaf tekjuvandi, því ef þú hefðir allt í einu helmingi meiri tekjur, væri auðvelt að greiða af þessum skuldum.  Sá sem er hugsjúkur vegna skuldanna, er ekki í því ástandi að vera bjartsýnn, kraftmikill, leitandi að tækifærum til að auka tekjur sínar.  Hann er þvert á móti niðurdregin og svartsýnn, og örugglega ekki góður vinnukraftur þar sem hann er.
Innlegg mitt í skuldaumræðuna er því, að þótt stjórnvöld og bankar fari hamförum í að leysa hinn sýnilega skuldavandann, er enginn að hjálpa hinum skulduga að leysa hans huglæga, sára og raunverulega vanda.  Fylgist þetta ekki að er vandinn raunverulega ekki leystur. Hvaða hvati eða bjartsýni er í því að semja um lánauppgjör sem er 110% af eignaverði. Það beinir einnig huganum að því hvað eru raunveruleg verðmæti 110% veðsett eign og skuldabasl, eða friður í sálinni.

Að hengja bakara fyrir smið.

Sumir kunna sögu þessa máltækis, eða eina útgáfu þess.  Þannig var að í þorpinu hafði smiðurinn, sem vel að merkja var eini smiður þorpsins, framið glæp.  Í þessu þorpi voru hinsvegar 2 bakarar. Nú var úr vöndum að ráða. Það var nú ekki efnilegt að hengja eina smiðinn, en þar sem bakararnir voru tveir, var annar þeirra hengdur í staðinn.
Þetta máltæki rifjast oft upp í mínum huga af ýmsu tilefni. Tökum nokkur dæmi af handahófi:
  • Lán er samningur tveggja aðila. Lántakanda og lánveitanda. Lántakandi biður venjulega um lánið. Nú ber svo við að lántakendur síðustu ára bera hreint enga ábyrgð á lánum sínum, hafa verið blekktir af öllum,
  • Í góðærinu var eyðsla þannig að enginn var morgundagurinn. Fólk skuldsetti sig úr hófi og það hlaut að koma að skuldadögum. Sér einhver sök hjá sér í þessu, nei þetta er allt öðrum að kenna, vondu bönkunum,
  • Meðalstærð nýs íbúðarhúsnæðis á Íslandi hafi náð vissum hæðum. " Fullgerð einbýli stækkað um 83% á25 árum "  Var einhver glóra í þessu, rekstur þessa húsnæðis, opinber gjöld, nýting. Auðvitað ekki. Þetta var auðvitað byggingaraðilum að kenna, eða hvað ?
Í opnu markaðskerfi er það neytandinn sem stýrir. Hans vilji, það sem hann kallar á, það fær hann. Á  „ brjálæðistímanum „ var gífulega eftirspurnar þennsla, við vildum allt það besta og flottasta. Framboðið fylgdi eftir, það var ekki upphaf og endir það var neyslan sem réði.  Það er ekki auðvelt fyrir neinn að segja ég missti stjórn á mér, en samt er það lærdómurinn.  Í stað þess hafa margir í umræðunni valið þá leið að hengja baka fyrir smið, kenna öðrum um.

Afskriftir lána og lýðskrum.

Eftir hrun fengu nýju bankarnir í arf mikið af skuldsettum fyrirtækjum, þar sem augljóslega mikið af lánum voru töpuð. Það varð hinsvegar að ganga frá þessum fyrirtækjum- eignarhaldsfélögum, þau voru mörg gjaldþrota, búskiptu þurfti að klára samkvæmt lögum. Töpuð útlán hjá þessum fyrirtækjum var ekki endilega tap nýju bankanna, heldur mál gömlu bankanna forvera þeirra. 
Eitt umrætt mál þessa dagana er mál Kjalars.  Þar lýkur málinu með samkomulag og því að bankinn tekur einu eignina í félag upp í skuldir sínar. Kjalar hafði á sínum tíma verið stöndugt fyrirtæki og stór hluthafi í Kaupþingi.  Við gjaldþrot þess banka þurrkaðist út sú aðaleign félagsins.  Þegar bankinn hafði yfirtekið einu eignina í félaginu hlutabréf í Granda h.f., stóðu útaf lán að upphæð 64 milljarðar, lán sem augljóslega voru töpuð. Þessi lán verða  því afskrifuð, sem töpuð.
Nú hefst hinsvegar mikil lýðskrums umræða og hefur reyndar staðið um nokkra hríð.  Hún snýst um það að þessu félagi og öðrum hafi með einhverjum hætti verið ívilnað, eða því gefnir þessir umræddu milljarðar. Hefði eigandi þessara lána, hver sem hann er,  haft einhverja minnstu möguleika að innheimta þau, hefði það verið gert. Staðreyndin var að hann gat ekkert gert, þau voru einfaldlega töpuð.  Eigandi lánsins var ekki að gera neitt góðverk á Kjalari, hann var einfaldlega að horfast í augu við staðreyndir og laga sitt bókhald og bækur.
Lýðskrumurum þóknast hinsvegar að gera þessi mál tortryggileg. Þeir eru þar að spila á tilfinningar fólks, sem hefur orðið fyrir miklu tjóni og er reitt og hrætt yfir stöðu sinni. Látið er að því liggja að stóru kallarnir séu að fá eitthvað, sem það fær ekki, réttlæti auðvaldsins sé alltaf samt við sig.  Þetta er ljótur leikur og ekki uppbyggilegur í stöðu okkar í dag.

Ríkislögreglustjóri í harkinu.

Fyrir litla manninn er mjög gaman að fylgjast með því þegar stóru kallarnir takast á.  Þetta er eins og að horfa á þungalyftingamenn reyna sig, vitaandi það að ef maður sjálfur missti lítið lóð, af þessum ósköpum, á fótinn á sér myndi maður fótbrotna.
Ríkisendurskoðun hefur nefnilega dirfst að setja ofaní við embætti Ríkislögreglustjóra.  Málið hefur nú ratað á borð Innanríksráðuneytis og hlýtur eðli máls að vera þarf í höndum helstu ráðamanna.
Ekki ætla ég mér þá dul að reifa málið. Ríkislögreglustjóri heldur því fram að hann hafi engin innlend lög brotið og ekki heldur Evróps, samkvæmt sérstöku áliti þar um.  Ríkisendurskoðandi hafa auk þess farið reglugerðavillt. Einhvern vegin rifjaðist upp fyrir mér að Ríkislögreglustjóri hafi hér lært af Baugsmálinu, en þar voru allskonar erlendir sérfræðingar  beðnir um álitsgerðir.
Í huga venjulegs fólks snýst þetta mál ekki um lögbrot eða ekki lögbrot. Umrædd innkaup voru falin aðilum „ skyldum „ lögreglunni og innkaupin voru brotin niður í pakka, sem ekki voru útboðsskyldir, samkvæmt reglugerð, sem kemur þessu máli auðvitað ekki við.
Þetta mál snýst því alfarið í huga fólks um siðferði en ekki lagaflækjur. Ríkislögreglustjóri gat leyst þetta mál með því að hringja í 2-3 aðila í innflutningsverslun og beðið þá að útvega þessa vöru og bera saman verð. Enginn hefði sagt orð.  Ríkislögreglustjóraembættið er ein af æðstu valdastofnunum laga og réttar. Til þessa embættis eru því gerðar ríkar kröfur, lagalegar og siðferðislega, eitthvað sem embættið verður að virða.

Pólitísk vegagerð.

Á forsíðu helgarblaðs Fréttablaðsins 15. Október s.l. er rætt um arðsemi Vaðlaheiðarganga.  Vegamálastjóri segir m.a. „ menn hafa verið að leika sér að því að reikna þetta hér ( vegagerðinni ) og fá það út að þetta geti aldrei staðið undir sér."  Fyrir liggur að göngin eiga alfarið að fjármagnast með veggjöldum  þar með talinn vaxtakostnaður, segir í blaðinu.
Hér er byrjaður skollaleikur, sem þeir sem komnir eru til vits og ára, þekkja vel. Leikurinn snýst m.a. um:
  • Endalausa útreikninga um arðsemi til að réttlæta eitthvað sem ekki er hægt að réttlæta,
  • Framkvæmdin sem um ræðir er „ pólitísk vegagerð „ hún er tekin fram fyrir í eðlilegri röðun framkvæmda, hún er og verður greidd niður af öllum skattborgurum landsins. Ef þetta væri öðruvísi væri þetta aldrei gert,
  • Framkvæmdinni er komið í gegnum kerfið með blekkingum og svikum, það verður aldrei króna innheimt í Vaðlaheiðargöngum með veggjöldum.
Væri nú ekki gaman og upplýsandi að draga fram útreikninga um Héðinsfjarargögn og reikna allt út frá rauntölum. Ég skil hinsvegar vel að enginn vilji gera það, göngin eru komin, þau þjóna því fólki sem þarna býr.  Allt plottið gekk upp, þeir einu sem hafa „ skaðast „ eru skattborgararnir, og þeir sem hefðu með réttu átt að fá sínar vegabætur á undan þessu mannvirki.
Pólitísk vegagerð er og verður íþrótt sem hér verður áfram stunduð. Vinir okkar á Færeyjum þekkja þessa íþrótt vel.  Hún snýst um að sá sem nýtur gæða borgar ekki fyrir, reikningurinn er sendur einhverjum öðrum.  Það eru samantekin ráð að kalla þessa íþrótt ekki sínu rétta nafni, það kann að særa einhvern.  Það að allir vita um hvað þetta snýst, grefur hinsvegar undan réttlætiskennd, trúar á ráðamenn og samstöðu þjóðarinnar.  Næsta viðbót - breyta í arðsemisútreikninga plólitískrar vegagerðar er nefnilega, kostnaður þjóðfélagsins af minna siðferði og siðferðisvitund.

Fleiri álver á Íslandi?

Rammaáætlun um orkunýtingu hefur sýnt okkur svart á hvítu, þá virkjanakosti sem við eigum. Áætlunin sýnir að orkan er takmörkuð auðlind. Hvernig við ætlum að nýta þá kosti sem við höfum, er því okkar brennandi spurning.
Rammaáætlun og vinnsla hennar ætti skilyrðislaust að bæta stöðu umhverfissinna, varðandi spurningar um virkjanir og virkjanakosti.  Í mínum huga eru þessi mál ekki spurning um pólitík eins flokks, það eru umhverfissinnar í öllum flokkum. Segjum að virkjanirnar séu ekki vandamálið, þá færist þunginn yfir á kaupanda orkunnar í hvaða starfsemi er hann.
Þegar rínt er þau rök sem við beitum varðandi það að laða erlendar fjárfestingar til landsins, er lágt orkuverð það sem selur. Orkan er og hefur verið okkar aðal söluvara. Stöðugleiki og mannauður, allt mikilvægir þættir, en margir aðrir bjóða sama og jafnvel betur.
Ekki fleiri álver á Íslandi er lína, sem á miklu fylgi að fagna, og það í öllum stjórnmálaflokkum. Rökin fyrir þessu eru mörg, en séð frá því sjónarmiði að orka er takmörkuð auðlind, er komið nóg í álverspottinn. Við verðum að trúa því að það séu fleiri fiskar í sjónum en álver. Finnum eitthvað annað fyrir rafmagnið okkar, fyrir framtíðina, fyrir börnin okkar.Enn hvað segja aðrir.
Sá sem er á móti fleiri álverum, þarf ekki að svara þessari spurningu með öðrum rökum en hér hafa verið nefnd. Það getur nefnilega verið að „ besti „ kaupandi raforku sé ekki enn komin fram á sjónarsviðið. Við megum ekki eyða öllum okkar trompum strax.

Kapítalistarnir - fólkið - og lífið eins og það var.

Í gamla daga voru þeir ríku ríkir og hinir fátæku fátækir. Stéttaskiptingin sýndi sig  og línurnar voru skýrar og klárar. Kapítalistarnir voru fyrirtækjaeigendur og stórbændur. Einhver millistétt var, en svo kom sauðsvartur almúginn, fjölmennur hópur sem hafði það skýtt og barðist fyrir vinnu og brauð á sinn disk.
Í dag er millistéttin fjölmennust, þeir ríku eru ennþá ríkari og þeir fátækari eru vissulega til. Auðnum er skelfilega misskipt.
Hefur almenn velmegun aukist, án alls vafa hér á vesturlöndum og á Íslandi. Íslandssagan talar þar skýrast fyrir 70-100 árum bjuggum við í moldarkofum.
Ísland hefur verið stéttlaust land, enginn kóngur eða aðall.  Í besta falli embættismenn, sem þó óðu í sömu drullupollunum og allir aðrir.   Stöku útgerðamenn, skipstjórar og stórbændur voru alveg eins ríkir og embættismennirnir, ef ekki ríkari. Við getum sagt að við höfum átt svona vísi af kapítalistum.  Við höfum hinsvegar alltaf stært okkur af þessu jafnræði sem hér hefur ríkt.
Útrásin og útrásarvíkingar breyttu þessu landslagi á s.l. áratug. Þá urðu til mjög ríkir einstaklingar, sem líka létu vita af sér.  Stöðutáknin voru allstaðar, þoturnar, bílarnir, húsin.  Margir hrifust með, en mörgum leið illa, þessi menning átti illa við okkar litla samfélag, passaði einhvernvegin ekki.
Nú 2011 er lífið á eyjunni okkar að komast aftur í eðlilegt horf. Útrásarvíkingarnir komnir á hausinn, eins og ofurdjarfir útgerðarmenn áður. Meirihlutinn hefur það svona skítsæmilegt, en allt ríkidæmið er horfið, alla vega úr augsýn.  Þegar tveir menn hittast er talað illa um allt og alla og það á við, our life is back to normal.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband