14.12.2010 | 12:44
HVÍLDIN ER GÓÐ
Hvað haldi þið að hafi svo gerst. Ég hef einhverra hluta vegna getað látið það eftir mér að leggja mig á sunnudögum, milli sex og sjö, eða rétt fyrir matinn og sofna svo eins og engill á háttatíma.
Þessi lúr á sunnudögum hefur orðið mér slík nautn og blessun að fátt jafnast á við hann. Þeir fáu sem ég trúi fyrir þessu, kunna skýringuna, ellimörk. Já má ég þá bara biðja um ellimörk, takk, ég vil hafa minn sunnudagslúr.
Nú nálgast áramót, tími góðra fyrirheita og bætt lífernis. Mörg þessara áheita snúast um aukakíló, meiri hreyfingu, minna át, en fáa hef ég hitt, sem ætlar að hvíla sig meira. Til að hreyfa sig meira vantar tíma, gæti það verið að þessi tími sé tekin frá hvíldinni. Við reynum að vakna fyrr, eða förum seinna að hátta, allt í anda holls og góðs lífernis og hvatningar um aukna hreyfingu. Fyrir marga er það eina leiðin að vakna 1-2 tímum fyrir á morgnana og í ræktina. Þetta verður fínt, ég get sofið nóg og hvílt mig í kirkjugarðinum, segja menn fyrstu dagana í átakinu mikla.
Venjulegur maður þarf að sofa 7-8 tíma á sólahring ( + einn á sunnudögum ) til að halda heilsu og kröftum. Hreyfing er góð og nauðsynleg, en munum að það er hvíldin einnig. Ef ég get aðeins hreyft mig meira á kostnað hvíldarinnar er illa komið.
Vissir þú að eftir allt púlið er það í hvíld sem vöðvauppbyggingin fer fram. Þú verður hrikalegur(leg ) á meðan þú sefur.
Árangur við aukakílóin eða aðra óáran, snýst um breytt líferni, breyttar áherslur. Þar má ekki gleyma hvíldinni, svefninum, þessu dásamlega fyrirbrigði mannsins, sem réttir af alla vitleysuna, nærir okkur og styrkir til nýrra átaka í lífinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2010 | 12:30
Að unna " manni " sannmælis.
Hvernig umræðan hefur til dæmis verið um forsetann okkar, stöðu hans og embætti er oft á því plani að engum er samboðið.
Ólafi hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa stutt útrásarvíkinga." Hvað hefði nú verið sagt ef hann hefði ekki gert það ? Þjóðhöfðingjar Evrópu eyða miklum tíma í að styðja starfsemi fyrirtækja t.d. í erlendri markaðssetningu þeirra. Þetta þykir sjálfsagt og í augum almennings hluti af starfi og tilveru þessa fólks. Hefði Ólafur látið sér detta það í hug að fara þarna aðrar leiðir, hefði allir talið að hann rækti ekki skyldur sínar og rekið upp ramakvein. Hans víðtæku sambönd voru auk þess þekkt í viðskiptalífinu og hann hafi tengsl á svæðum t.d. í Asíu sem voru einstök.
Ólafur hefur einnig í forsetatíð sinni byggt upp sambönd og ekki síst fjölmiðlasambönd, þar sem þessi maður er verður þyngdar sinnar í gulli. Það má fullyrða að enginn íslendingur, nema þá mögulega poppgoðin okkar, hafi slíka stöðu sem hann í fjölmiðlaheiminum. Hann virðist hafa aðgang að hvaða miðli sem hann vill. Að vera sífellt að hengja sig í einhverja missagnir hans, eða hvað hann ætti eða má segja er ótrúlega lágkúrulegt. Að nota þennan mann og hans stöðu ætti að vera hafið yfir allt karp og heimóttarskap.
Allir vita hvers vegna staða forsetans er dregin á þetta plan. Hann var áður umdeildur stjórnmálamaður og um langt skeið, einstökum ráðmönnum þjóðarinnar ekki þóknanlegur. Þjóðin kaus sér hinsvegar þennan mann fyrir forseta. Kona hans hafa unnið hug og hjörtu þjóðarinnar. Þeir sem gera sífellt lítið úr þessu vali fólksins ættu að skoða vel afstöðu sína.
Forsetinn er ekki hafinn yfir gagnrýni, frekar enn aðrir. Val þjóðarinnar á þessum manni, er lýðræðisleg staðreynd. Umboð hans hefur verið endurnýjað í fleiri kosningum. Við eigum að unna fólki sannmælis !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2010 | 14:35
Mæti keikur í ræktina.
Ég er í reynd mjög stoltur af þessu unga fólki, það leggur mikið á sig við að halda sér í formi, það er frjálslegt og glatt og enginn amast við mér kallinum. Ég held næstum því að það hafi gaman af þessu brölti í mér og mér finnst ég vera einn af hópnum. Ég æfi stundum með krökkunum mínum og þau segja mér af því að kunningjar þeirra segi, ert þú að æfa með pabba þínum, vá, það væri nú eitthvað nýtt ef pabbi minn kæmi með mér. Þetta kitlar að sjálfsögðu mína hégómagirnd, ég í ræktinni, á meðan aðrir liggja í sófanum.
Reyndar held ég að þetta sé allt að breytast, aukin hreyfing á vaxandi fylgi að fagna, aðeins að finna það form sem manni hentar. Gönguferðir, hjólreiðar, sund allt er þetta af hinu góða, aðeins að það veiti þá ánægju sem þarf til að viðhalda áhuga og ástundun. Að vera í hóp með öðrum hentar sumum vel, fá þannig stuðning og félagsskap sem marga vantar. Aðrir eru meira fyrir sig og njóta þess að vera einir með sjálfum sér.
Ég held að það sé best að borða minna en meira, og alveg örugglega allra best að borða mátulega. Að ég geri þetta að umtalsefni, er að á okkur dynur sífeldur áróður um að borða meira. Það á að koma sem mestu ofaní okkur með illu eða góðu, við erum aligæsir, matvælaframleiðenda. Flestir vita nokkurn vegin hvað er hollt og hvað er óhollt, en sannleikurinn er sá, að sálfræðihernaður söluaðila hefur náð því stigi, að eitthvað verður undan að láta. Eigum við t.d. að taka upp svipaðar merkingar á hvítum sykri, eins og á tóbaki ?
Góð heilsa er gulli betri, þegar maður er ungur, veit maður ekki hvað þetta þýðir. Sumir uppgötva þessi sannindi of seint. Hver og einn þarf því að taka ábyrgð á sjálfum sér, okkar er valið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2010 | 09:06
Að vera upplýstur,
Það má ráða af þessari upptalningu að sá upplýsti er í fullu starfi við upplýsingaöflun. Sá upplýsti notar svo þessar upplýsingar, hann ( hún ) hringir linnulaust í spjallþætti og ef þetta er alvöru aðili, er hann með sinn eigin þátt. Toppurinn á þessu öllu er svo að vera boðið í Silfrið, eða vera í liði í Útsvari ( RÚV þáttur )
Læðist sú hugsun að einhverjum, hvert sé andlegt ástand, þessa aðila, þá er ég alveg sammála, datt það sama í hug, og um leið orðið upplýsingafíkill.
Án þess að vera sálfræðingur, er upplýsingafíkill, aldrei í rónni nema hann sé á fullri ferð. Annars kann hann að missa af einhverju, verri örlög er ekki hægt að hugsa sér.
Nú er ég sjálfur alltaf að reyna að vera upplýstur. Finn að það verður ekki auðveldara eftir því sem tímar líða, slíkt er magn upplýsinga. Mér finnst sammerkt með þessum upplýsingum að þær eru fleiri neikvæðar en jákvæðar. Er líka fullkomlega eðlilegt, þessar neikvæðu og æsilegu upplýsingar, eru líklegri til að ná í gegn í flórunni. Velti því fyrir mér hvar þessi æsingur muni enda, hvað er toppurinn á æsifréttamennsku? Nekt er eitt stig þessa, mun þetta enda með því að allir fréttamenn kastljós, og viðmælendur ganga um naktir, eða Egill ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2010 | 10:21
Að vera góður maður.
Púff, þetta er skelfileg upptalning en er þetta lýsing á mínu lífi ? Líklega væri best að hætta þessum hugleiðingum, þær gera mann bara leiðann, halda frekar áfram að láta mata sig á annarra manna lífi, þar sem allir eru fallegir, allir sofa hjá öllum, peningavandamál eru ekki til, og allt er almennt í þessu fína.
En hvernig get ég svarað þessari spurningu um mig, ekki get ég gert það sjálfur, það svar væri nú meira ruglið. Ekki getur maður sí svona gengið að öðrum og spurt hvernig maður er ég. Það kæmi væntanlega spurningarmerki á andlit viðkomandi. Svo er auðvitað hin hliðin, að ef maður fengi heiðarlegt svar, hvað fæli það í sér, að maður fengi það t.d. framan í sig á gamals aldri, að maður sé bara ömurlegur.
Hvað er það þá að vera góður maður ?( tilvitnun í gamla minningargrein )
" Styrkur hans og hlýleiki gegnum árin er mér ómetanlegur. Hann var hornsteinn fjölskyldunnar. Hans verður sárt saknað í fjölskylduboðunum, þar sem hann var hrókur alls fagnaðar og þessi trausti hlekkur sem allir þurfa á að halda, bæði í sorg og gleði. Hann kom mér til hjálpar á erfiðri stund og hans aðstoð fæ ég aldrei þakkað. Hann var hreinn og beinn og einlægur maður sem ekki mátti vamm sitt vita í einu eða neinu. Hann var maður sem engin orð fá lýst. Hann gat ekki verið betri. Hann var fullkominn."
Þessi maður hefur augljóslega verið allt að því heilagur. Þetta passar ekki við mig.
Til viðbótar datt mér í hug, hringja í mömmu, mun eftir afmælisdögum, gefa í safnanir, drekka ekki eða reykja, þessi listi gat verið býsna langur.
Ég reyndi aðra leið, líður mér þannig sjálfum að ég sé góður maður. Þetta var mögulega ekki óskynsamleg nálgun, en þegar maður fer að hugsa um alla þá vitleysu, sem maður hefur hugsað og gert, guð hjálpi mér, út frá þessu er ég ekki góður maður.
Ég er þá eftir allt saman dálítið gallaður, alla vega ekki heilagur maður, en eru margir slíkir, sem ganga lausir. Annað veit ég líka og það er að ég verð að klára þessi heilabrot.
Líklega er ég bara einhver blanda, stundum góður stundum ekki. Vildi nú samt, reyna að vera oftar góður, en slæmur. Ég held að orðið sem lýsir mér best er að ég er bara mannlegur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2010 | 12:27
Við förum í stríð við „ grænlendinga „ ?
Við stjórnum þessu landi. Við ákveðum að fara í stríð við nágranna okkar, grænlendinga, löngu tímabært.
Við leigjum okkur hermenn, það þarf að kaupa allan búnað, tæki og mat til að vinna stríðið. Feitir samningar eru gerðir um öll þessi aðföng. Nóg er að gera í fyrirtækjunum og þau þurfa að ráða mannskap og kaupa hráefni til að framleiða umbeðnar vörur. Ef þetta á að vera alvöru stríð þarf mikið af búnaði, bíla og báta og allar verkfærar hendur fá vinnu. Atvinnuleysi hverfur, það þarf jafnvel nýtt fólk, sem er flutt inn, þetta fólk þarf húsnæði. Hagkerfið er komið á fulla ferð, bjartsýni ríkir vinna er tryggð og nú er tími til að kaupa og láta eitthvað eftir sér.
Öll þessi umsvif, þurrka sem sé út allt atvinnuleysi, það vantar húsnæði, þeir sem vilja geta unnið eins og þeir geta. Okkur er borgið, efnahagsvandinn hefur verið leystur, guð sé lof að vitibornir menn stjórna þessu landi.
Nú er þetta smá hagfræðiæfing, sem fjallar um það hvernig ríki - ríkisstjórn getur unnið. Á síðust öld var þetta módel oft notað, glöggir lesendur þessa bloggs, kunna þá sögu eins vel og ég. Hefur reynst stórveldunum hagnýtt tæki, og Þýskaland nasismans glöggt dæmi.
Töku eitt dæmi enn. Pörupilturinn sem braut rúðu í Hagkaupum.
Hann kastaði steini í stóra rúði og hún fór alveg í spón. Hagkaup varð að kaupa nýja rúðu, það varð að taka þá gömlu úr og setja þá nýju í staðin. Kranabílar og mannskapur.
Þetta var mikill búhnykkur fyrir glerframleiðandann, unnin var eftirvinna og allir í fyrirtækinu græddu á þessu. Fyrirtækið og starfsmenn höfðu nú meiri peninga. Þeir gátu nú keypt, nýja hluti, þessir peningar flutu um hagkerfið og sköpuðu aukin umsvif hvarvetna. Hafði pörupilturinn mögulega bjargað þjóðinni ?
Spurningin í þessum dæmum er, getur ríkið skapað atvinnu, á krepputímum t.d. með því að prenta peninga, leggja á nýja skatta. Færa þannig til fjármuni og auka umsvifin í hagkerfinu og er ekki ríkið í dag mögulega að nota þessa aðferð að einhverju leiti.
Svarið er reyndar að ekki er um raunverulega aukningu að ræða og í dæminu um rúðuna hefur Hagkaup minni peninga til ráðstöfunar. Hvað hefðu þeir gert við þessa peninga ef þeir hefðu ekki greitt rúðuna. Ráðstöfun fjármuna t.d í einhver gæluverkefni stjórnmálamanna, þýðir í reynd að eitthvað annað þarfara er þá ekki framkvæmt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2010 | 17:34
Geta íslendingar ekki stjórnað sér sjálfir?
Því fer að sjálfsögðu víðsfjarri að við getum ekki átt okkur farsæla framtíð í okkar góða landi, þar sem við höfum búið í 1100 ár. Sú saga hefur þó kennt okkur ýmislegt um okkur sjálf, valdagræðgi og sérhagsmunir, þar sem fólkið og þjóðin voru aðeins peð á skákborði valdamanna. Mögulega er þó helsti lærdómur okkar sögu, sundurlyndi valdamanna og svikráð.
Einn af reyndari blaðamönnum okkar Jónas Kristjánsson ritar
Öll saga lýðveldisins sýnir, að Íslendingar eru óhæfir um að stjórna sér. Hrunið er eðlileg niðurstaða samfélags, þar sem fífl kjósa fífl til að auðvelda fíflum að stela peningum. Ekki bætir úr skák, þegar þjóðin fær í fyrsta sinn tækifæri til að kjósa persónur framhjá fjórflokknum. Þá nennir neyzlufólk bara alls ekki á kjörstað. Unga fólkið liggur uppi í sófa og étur popp. Innan við helmingur á kjörskrá nennir að uppfylla skyldur borgara í lýðræðisþjóðfélagi. Því skulum við leita á náðir Evrópu og evru. Þeim mun fyrr náum við þeirri farsælli stöðu að geta látið aðra um að stjórna okkur"
Hvers vegna geta íslendingar ekki stjórnað sér sjálfir?
Stór hópur fólks sér enga framtíð fyrir sig á Íslandi. Þeir framtaksömustu hafa þegar flutt af landi brott. Lífið er erfitt og það reynir á þolrif og öll samskipta einstaklinga og fjölskyldna. Umskiptin eru mikil og lífskjör hafa versnað. Skýringar í þessari stöðu eru óljósar í huga stórs hóps, sumir hafa það augljóslega gott og margir hafa á tilfinningunni að birgðum sé ekki rétt skipt.
Nútíma þjóðfélagið byggir á upplýsingum. Einstaklingar meta stöðu sína og taka ákvarðanir útfrá þessu upplýsingum. Hvað er framundan, hver er staða mín og öryggi, er spurningin sem brennur á vörum fólks.
Það er á svona tímum sem foringjar verða til, einhver með framtíðarsýn, áhrif og yfirsýn um núverandi stöðu og framtíð.
Það verður að vera foringi í hverju liði. Hann er venjulega valinn vegna þess að hann er traustur, enginn vingull og liðið treystir honum og hans leiðsögn. Þegar allir eru á hælunum, hefur foringinn kraft til að rífa menn upp, allir sjá einhverja vona og fyllast óútskírðum krafti, sem rífur hópinn áfram.
Þegar við lítum til nágrannaþjóða okkar sjáum við þessa foringja. Við höfum átt okkar foringja en hvar eru þeir í dag?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2010 | 10:47
Stjórnlagaþingskosningin
Lögin um þessara kosningar byggðu á því að nota ætti rafræna kjörskrá. Þegar í ljóst kom að alltof lítill tími væri til að nota rafræna kjörskrá, varð að snúa við í miðri ánni og nota hið hefðbundna kosningakerfi. Vandamálin voru því mörg sem þurftir að leysa:
- Í stað rafrænnar kjörskrár, varð að not pappírskjörskrá og hefðbundna kjördæmaskipan, í staða þess að landið væri eitt kjördæmi,
- Alveg var rennt blint í sjóinn um fjölda frambjóðenda, þeir gátu verið mjög fáir en talan um 200 var einnig nefnd. Þeir urðu 523. Kynning frambjóðenda varð því stórframkvæmd,
- Fjölmiðlar sýndu þessu máli lítinn áhuga og fjöldi frambjóðenda hræddi. Hvernig átti að taka á þessu. Hvernig var hægt að gefa einhverja hugmynd um áherslur þessara frambjóðenda, en gæta þó jafnræðis. Því hafði verið spáð að þekkt andlit úr fjölmiðlum, myndu hafa sérstöðu. Sú var einnig reyndin.
- Aldrei tókst að blása raunverulegu lífi í þá umræðu, hvers vegna nauðsynlegt væri að breyta stjórnaskránni, sérstaklega nú á síðustu og verstu tímum. Engin augljós andstaða myndaðist, en öflugir aðilar drógu fætur.
- Kosningaathöfnin fékk fljótt á sig þá mynd að vera flókin. Mjög óheppileg umræða, þar sem breyta þurfti smá skipulag og þetta var ekkert mál. Fólk sem vann á kjörstöðunum fann ekki fyrir þessu vandamáli, hafði átt von á því verra,
- Kosningin á kjördag gekk almennt vel, litlar biðraðir mynduðust, en margir höfðu óttast það. Mælinga höfðu sýnt að kjósandi gæti þurft allt að 10 mínútur til að kjósa. Kjörklefum var því fjölgað mikið. Einnig vissi hver kjörsókn yrði og kosningakerfið varð að búa sig undir verlega kjörsókn. Við þekkjum svo niðurstöðuna um 37%. Ljóst var að unga fólkið sat heim.
Ég held að við eigum öll að vera bjartsýn og jákvæð með þessa kosningu.
- Þeir sem hlutu kosningar er góður hópur með fjölbreytta reynslu,
- Kosningaframkvæmdi skildi eftir nýja reynslu sem mun nýtast í framtíðinni. Ef við ætlum að fara að kjósa oftar verður að einfalda kosningaframkvæmdina og gera hana ódýrari,
- Skipuleggjendur þessara kosninga eiga hrós skilið, þeir fengu í hendur flókið verk og skiluðu því með sóma. Kjörsónartölur verða ekki skrifaðar á þeirra reikning.
Bestu óskir til nýkjörinna fulltrúa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2010 | 15:07
Íslenska bankakerfið.
Hlutverk nýju bankanna er í reynd allt brenglað þegar grannt er skoðað:
- Þeir taka vissulega við innlánum, því sparendur eiga fárra kosta völ. Fyrir liggur að sparendur myndu flytja sparnað sinn út landi ættu þeir þess kost. Þetta er traustið á kerfinu. Ef ríkið tryggði ekki allar innistæður bankanna má spyrja hvað gerðist. Vel að merkja einnig innistæður einkabankanna,
- Útlán bankanna eru í lágmarki og fé bankanna rennur til Seðlabankans til geymslu þar. Vaxtatekjur bankanna eru þannig ekki eðlilegar heldur koma frá ríkinu, þ.e skattgreiðendum.
- Stór hluti tekna bankanna, vaxtamunur, er því gervitekjur, frá Seðlabanka.
- Mikill tími starfsmanna bankanna fer í að vinna í skuldavanda heimila og fyrirtækja, nauðsynleg vinna, en ekki arðbær, fyrir bankana.
- Bankakerfið í dag er því of stórt og óarðbært metið á mælikvarða eðlilegs bankarekstrar.
Til að íslendingar nái sem fyrst vopnum sínum þurfa allir að leggjast á árar. Líka bankarnir og fjármálakerfið. Þeirra framlag er m.a. fólgin í því að fjármálaþjónusta sé sem allra ódýrust. Sama hvort um er að ræða vaxtamun eða þjónustugjöld.
Hvað er þá til ráða. Fjármálakerfið þarf að fara í gegnum mikla hagræðingu:
- Sameina þarf núverandi fjármálastofnanir, og þannig auka slagkraft þeirra. Það er t.d. nöturleg staðreynd að íslensku bankarnir geta ekki þjónustað, alþjóðlegu fyrirtækin okkar, og þau verði þess vegna að flytja úr landi,
- Auka þarf samkeppni, með því að fá erlenda banka til að starfa hér eða þeir kaupi upp starfandi fjármálafyrirtæki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2010 | 11:42
Um kisuna okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar