29.12.2010 | 22:52
Bókin um Gunnar Thoroddsen, rituð af Guðna Th. Jóhannessyni
Fyrir mig er þetta sérstaklega áhugaverð lesning þar sem ég þekki af eigin raun hluta þessarar atburðarásar. Var m.a. í stjórn SUS um og uppúr 1970. Ég upplifði sjálfur:
- Ræðusnilld Gunnars. Hann talaði t.d. yfir okkur ungum sjálfstæðismönnum á fundi í Valhöll á Þingvöllum 1970. Sú ræða hans var alger snilld, og blés þessum hópi ungra manna svo sannarlega baráttuanda í brjóst. Á þessi sviði stóð enginn Gunnari á sporði, hvorki fyrr né síðar,
- Gunnar var stórbrotin einstaklingur og saga hans var saga sigra og glæsimennsku. Hún var einnig saga sorgar og mótlætis, saga manns sem ekki komst á þá hilli í lífinu - stjórnmálunum, sem hugur hans stefndi til,
- Gunnar var fæddur mentor og allir sem vilja læra stjórnmál eiga að kynna sér aðferðafræði og vinnubrögð hans. Gunnar var einnig stöðugt að leitast við að bæta sjálfan sig,
- Átök Gunnars og Geirs Hallgrímssonar, sem ristu Sjálfstæðisflokkinn í sundur,niðurrif sem engum gagnaðist, nema andstæðingum flokksins. Persónulegur ágreiningur tveggja manna sem þó deildu sömu lífsskoðun. Hugur minn og samúð var öll hjá Geir í þessum átökum
Í bókinni er sagt mjög ítarlega frá vinnubrögðum forystu Sjálfstæðisflokksins og pólitík þessa tímabils. Margt má af þessu læra fyrir stjórnmál dagsins í dag.
- Þrátt fyrir sterka leiðtoga, var umræða forystumanna, flokksins miklu lýðræðislegri" en hún er í dag. Valdakerfi flokksins var betur nýtt, ákvarðanir voru meira ræddar og fleiri komu að málum en nú er. Toppar flokksins urðu svo sannarlega að hafa fyrir því að sannfæra samherja sína í flokknum um ágæti tillagna sinna. Þetta var mögulega mjög tímafrekt, að ná samstöðu, en hafði sína augljósu kosti. Foringjaræði og þröng klíka er mottó dagsins og afsökunin tímaskortur. Niðurstaðan, breytt bil skapast milli forystu og flokksmanna, forystuliðið einangrast,
- Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking innan hans verða að rúmast margvíslegar áherslur. Gunnar lagði t.d. áherslu á frelsi með skipulagi, til að tryggja frelsið þarf að setja því vissar skorður og skipulag" Þegar horft er til s.l. áratugar og hrunsins hefði mögulega margt verið öðruvísi, ef þessi sjónarmið hefur verið í meiri hávegum höfð.
Ég mæli með lestri þessar bókar um Gunnar. Í bókinni er að finna margar fleygar setningar og vísur sem hann hefur sett fram. Mikilvægur þáttur í ferli hvers stjórnmálmanns að eiga slíkar setningar og tilvitnanir. Ólafur Thors, þegar verkamenn ætluðu að lúskra á honum í Keflavík hann steig út úr bílnum, og sagði, hvar er hægt að míga hér strákar. Hver gat lamið mann í pissuspreng ? Geir Haarde; það geta ekki allar farið heim af ballinu með sætustu stelpunni. GIB, það er gott að búa í Kópavogi.
Bloggar | Breytt 5.1.2011 kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.12.2010 | 15:25
Að vera klárastur.
Hagfræðingarnir veittu því athygli að verkfræðingarnir keyptu bara einn miða. Þeir fylgdust því spenntir með hvað myndi gerast. Þegar miðavörðurinn kom þá skutust báðir verkfræðingarnir inn á klósett. Miðavörðurinn bankaði á dyrnar og kallaði, miða takk. Þá renndu þeir miðanum undir dyrnar, miðavörðurinn klippi á og fór. Verkfræðingarnir komu svo brosandi út.
Á leiðinni til baka, tóku hagfræðingarnir eftir því að verkfræðingarnir keyptu engan miða. Þeir keyptu hinsvegar einn og notuðu fyrri reynslu sína, og skutust inn á klósett. Það var bankað á dyrnar og þeir renndu miðanum undir dyrnar. Sér til furðu kom enginn miði til baka.
Þeir biðu lengi á klósettinu, en voru að lokum gómaðir alveg miðalausir, urðu að borga sekt, fóru reglulega illa út úr þessu. Verkfræðingarnir, notuðu hinsvegar klóset trikkið og allt gekk vel, höfðu einhvern veginn komist yfir miða.
Kostir ( lærdómur )þessarar sögu eru nokkrir, nú í upphafi árs:
- Hægt er að breyta um atvinnuheiti á þátttakendum, eftir því hver þú vilt að komi illa út, eða þá sérstaklega vel út. ( verkfræðingar )
- Þú átt að borga lestarmiðann þinn refjalaust, eða hvaða önnur gjöld sem þú átt að borga,
- Af hverju datt mér þetta ekki í hug með klósettrikkið, það virðast allir vera miklu klárari en ég.
Það að vera klár eða ekki klár er spurningin. Hvernig er nú komið fyrir þeim klárustu frá 2007. Má ég þá biðja um að vera ekkert svakalega klár, best að vera svona venjulegur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.12.2010 | 21:06
Jólin tími barnanna smárra og stórra
Það er alveg dásamlegt að sjá andlit barnanna þegar þau horfa á jólasveinana í Þjóðminjasafninu. Þessi fölskvalausa gleði og spenningur, sem skín úr augum þeirra. Það var líka fjarska huggulegt að gefa Skyrgámi vanilluskyr, lýsir umhyggju og hugmyndaflugi.
En Jesús kallaði þau til sín og mælti: Leyfið börnunum að koma til mín, bannið þeim það ekki, því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég yður: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma."
Ég hugsa oft um það að börn eigi að fá að vera börn, eins lengi og hægt er. Að taka frá barninu æsku þess er ekkert annað en glæpur.
Börn á Íslandi eiga yfirleitt góðan ævi, við getum verið stolt af því umhverfi sem við bjóðum þeim. Þau vandamál sem við ræðum í því sambandi eru velferðarvandamál
Fyrir þá sem séð hafa eitthvað af heiminum, er þetta ekki staða allra barna. Staðan víða borðið saman við okkur er eins og dagur og nótt.
Gleðjumst yfir okkar börnum lífi þeirra og framtíðarhorfum. Við fullorðna fólkið ættum að hugsa til þess hvort við höfum tapað hæfileikanum til að gleðjast, alla vega þarf ég að horfa í minn barm. Þegar við horfum á börnin, horfa á jólasveinana eins og þeir séu raunverulegir, spyr maður sig hvort við mögulega tökum okkur of alvarlega ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2010 | 12:12
Jóla- og nýárskveðjur.
Það er mikilvægt að slappa af um jólin. Ef þessir geta það, ísinn að bráðna og selirnir farnir, því ekki við. Bestu jólakveðjur til lesenda og bloggvina. Farsælt komandi ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2010 | 10:01
Sjónvarpsveikin - saga með sannleiksívafi
Hvað haldi þið að hafi svo gerst. Gamla góða BÓ sjónvarpið mitt til 20 ára bilaði. Ég fór með það í viðgerð. Fékk hringingu frá verkstæðinu nokkrum tímum síðar, sjónvarpið ónýtt og spurt hvort ekki mætti henda því í ruslagám. Hamingjan sanna " þarfast þjónninn " kominn á haugana og stórfjárfesting framundan, hvað kosta eiginlega sjónvörp í dag.
Eftir nokkurt tímabil örvinglunar, skaut þeirri hugsun upp í kollinn, að í þessu væri fólgin von. Niðurstaðan var sú að ekkert sjónvarp hefur enn þá verið keypt. Fyrir konuna er þetta ekkert mál, hún horfir mjög litið á sjónvarp. Fyrir mig gegnir öðru máli, sjónvarpssýki er ekki viðurkennd veikindi með latnesku heiti til dæmis " deleríum televisionensis " og meðferð því væntanlega ekki til. Þó ég sé ekki neinn fræðingur, lýsir sjúkdómurinn sér einhvern veginn þannig.
Fréttir í sjónvarpi kl. byrja 18.30 og standa á báðum stöðvum langleiðina til kl. 20.00. Á mörgum heimilum er þetta matartími. Okkar maður situr sem fastast og fylgist með á báðum stöðvum. Allt áreiti til annarra verka á þessum tíma veldur óbærilegum pirringi og vanlíðan. Úrræðið því oft að borða við sjónvarpið. Fyrst maður er sestur og búinn að borða er setið áfram. Það eina sem getur knúið okkar mann frá sjónvarpinu er klósettferð, sem þá er farin milli þátta, í auglýsingatímanum. Gestakomur eru að sjálfsögðu óvelkomnar, þær trufla uppáhaldsþáttinn, sem hann hefur fylgst með lengi. Að tala við okkar mann á þessum tíma er ónærgætni af verstu gerð, því þá er hætta á að missa af einhverju, tapa þræðinum, eða að poppkornið standi í honum.
Já þessi sjúkdómur er slæmur og bót í máli að vonandi eru ekki margir haldnir honum, nema ég.
Gleðilegu fréttirnar eru þær að þrátt fyrir mikil fráhvarfseinkenni líður mér betur. Ekkert sjónvarp hefur semsé verið keypt, í framhjáhlaupi, hef ég uppgötvað að hægt er að hluta á sjónvarpsfréttir í útvarpi.
Nú hefur einnig skapast tími sem áður var ekki til. Hann hef ég notað í ræktina, fer þangað reglulega og horfi að sjálfsögðu á sjónvarpið meðan ég púla á hlaupabrettinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.12.2010 | 14:00
Ímyndunaraflið, afl hins góða.
Ímyndunaraflið er hinsvegar ótrúlega öflugt og dásamlegt tæki, sem ekki hefur alltaf notið sannmælis. Þetta afl er misjafnlega sterkt hjá fólki eftir aldri og þekkt er hvað börn geta haft frjótt og sterkt ímyndunarafl. Sá sem hefur þroskað sitt ímyndunarafl, getur farið í ferðalög í huganum, næstu því eins raunverulegt og raunveruleikinn sjálfur.
Ég held því fram að þessi hæfileiki dofni með aldri, hafandi svo sem ekkert fyrir mér, og því miður sé ég þetta sem eina af neikvæðu hliðum þess að fullorðnast.
Við munum betur það sem er skemmtilegt og fallegt, það ljóta viljum við ekki muna og reynum að flæma það í burtu. Hvert það fer er ráðgáta en þegar mikið af ljótum hugsunum hefur farið eitthvað, þá getur maður orðið veikur, bæði andlega og líkamlega.
Sæki ljótar hugsanir á hugann er fátt betra en hugsa eitthvað fallegt, nota ímyndunaraflið og upplifa það fallega, sem gerst hefur í lífinu. Þar á hver sitt leyndarmál, en allir hafa upplifað fallega hluti, það kann stundum að vera djúpt á þeim en þeir eru þarna.
Hvernig sem á því stendur, er það fallega í mínu lífi, tengt náttúrunni, sveitinni, fjöllunum, víðáttunni. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir þéttbýlið, hvers vegna sjáum við ekki fegurð í því.
Hvaða afl er það sem togar svona í mann og er svo sterkt. Svari hver fyrir sig
Ímyndunaraflið hjálpar þér að útvíkka hugsunina. Það er nær takmarkalaust og er beintengt við sálina. Það er heldur ekki bundið af hinu liðna, ótta, skoðunum eða læsingum. Ímyndunaraflið er okkur gefið til að stækka okkar andlega heim og næra sálina.
Gleymum ekki hinni andlegu líkamsrækt, því allt verður þetta að fylgjast að í leit okkar að betra lífi og hamingju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2010 | 13:30
Gunnar I Birgisson leggur fram eigin fjárhagsáætlun fyrir Kópavog.
Gunnar boðaði til almenns fundar laugardaginn 18.12 s.l, þar sem hann kynnti fjárhagsáætlun sína 2011.
Gunnar skýrði í upphafi frá því hvers vegna hann fann sig knúinn til að leggja fram þessa áætlun, sem hann stendur einn að. Félagar hans í minnihlutanum hafa unnið með meirihlutanum að fjárhagsáætlun, sem lög verður fram n.k. þriðjudag. Gunnar segir ákvörðun sína byggða á:
- Fyrir sína parta komi samvinna við meirihlutann ekki til greina. Hann hafi í Bæjarráði kynnt áform sín um sérstaka áætlun,
- Hann hafi kynnt félögum sínum í minnihlutanum þessi áform og boðið oddvita flokksins ( og öðrum ) að vera með sér. Þeir hafi viljað fara aðrar leiðir,
- Ýmsir steinar hafi verið lagðir í götu hans, svo hann fengi ekki upplýsingar og þessi vinnubrögð hafi hann ekki getað sætt sig við,
Þegar áætlun Gunnars er borðin saman við áætlun meirihlutans kemur eftirfarandi m.a. í ljós:
- Meiri niðurskurður,
- Minni skattahækkanir,
- Breyttar áherslur t.d. í íþrótta og æskulýðsmálum í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins,
- Lóðaleiga á atvinnuhúsnæði hækkuð um 80% hjá meirihlutanum.
Sá ágreiningur sem er í röðum minnihlutans í Kópavogi um fjárhagsáætlunina er í hæsta máta málefnalegur:
- 3 af 4 fulltrúum minnihlutans vilja samvinnu og samstöðu stjórnmálaflokka á erfiðum tímum. Leið sem reynd hefur verið í Reykjavík í tíð Sjálfstæðisflokksins. Ýmislegt bendir hinsvegar til að flokkurinn í Reykjavík sé nú að fá kalda fætur varðandi þessa leið.
- Gunnar vill enga samvinnu. Meirihlutinn verði að standa á eigin fótum og vera ábyrgur fyrir stefnu sinni og gjörðum. Hlutverk minnihluta sé að veita málefnalegt aðhald og aðeins þannig komi fram áherslur flokkanna og skýr skilaboð til kjósenda.
Það eru ákveðin pólitísk tíðindi að minnihluti ( Gunnar ) leggi fram ,að því séð verður fullmótaða, eigin fjárhagsáætlun. Höfundur man ekki eftir þessu í Kópavogi og þótt víðar væri leitað. Það er þekking Gunnars og áralöng reynsla sem gerir þetta mögulegt. Þetta er ekki síst merkilegt vegna þess að:
- Áætlun Gunnars sýnir í tölum, pólitískar áherslur hans og Sjálfstæðisflokksins. Skýrara getur það ekki orðið,
- Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þessar tvær áætlanir standast,
- Eftirlit minnihlutans með því hvernig áætlun meirihlutans stenst, verður markviss og það er andað ofaní hálsmál meirihlutans varðandi alla liði,
- Hlutfall tekna og skulda er hátt. Þannig má ekki mikið útaf bera svo Kópavogur sé komin í gjörgæslu. Gunnar ætlar að veita mönnum aðhald,
- Vaxtaberandi skuldir eru um 40 milljarðar og verða ekki greiddar niður nema með auknum niðurskurði.
Það skal ekki dregin fjöður yfir það, að sú mynd sem blasir við í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi, er mynd sundurþykkju. Leggja ber áherslu á:
- Sjálfstæði bæjarfulltrúa og að styrkur hvers og eins fái að njóta sín. Engin ástæða er til að gera þær kröfur til bæjarfulltrúa að þeir standi saman í hverju máli,
- Í stjórnmálaflokki ( minnihluta ) verður að vera það frelsi að bæjarfulltrúar vinni sínum flokki brautargengi eftir sinni samvisku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2010 | 18:29
Hvað leynist í framtíðinni
- Ríkisvald, með misjafnlega mikil ríkisafskipti,
- Fyrirtæki, sem vinna á markaði,
- Einstaklingar, fjölskyldur, sem líka vinna á markaði ef grannt er skoðað,
- Utanríkisverslun.
Þessi hagkerfi eru í grundvallaratriðum byggð upp á starfsemi markaða, formlegra og óformlegra. Fyrirtækin og markaðurinn eru hornsteinar þessa kerfis og sigurvegarar í samkeppni við hagkerfi miðstýringar.
Markaðir og einstaklingar byggja starfsemi sína og athafnir á upplýsingum. Til verður það sem kalla má upplýsingasamfélag, þar sem fjölmiðlar spila mjög stórt hlutverk.
Hillumetrar af bókum hafa verið skrifaðar um þetta fyrirbrigði sem hér er lýst í nokkrum línum.
Hvers vegna þessi einfalda lýsing. Ástæðan er að umræða dagsins hefur snúist mikið um hrunið og greiningar á því á alla kanta. Það merkilega við þessar greiningar er hvað allir sjá þetta í dag skýrt og klárt. Maður hugsar með sér, hvar voru allir þessir vitringar, þegar eitthvað var hægt að gera, til að forðast hrunið. Menn tala einfaldega eins og þeir hafi ekki búið í þessu landi á þessum tíma. Flestir eru sammála um að öll greiningin sé til að læra af henni, fyrir framtíðina. Svo eru auðvitað aðrir sem vilja halda áfram að greina, velta sér upp úr vandanum, og draga af þessu öllu stórfenglegar ályktanir, of pólitískar, og bæta svo við I told you so
Já hvað um lærdóminn og framtíðna. Allir eru sammála um að hrunið var:
- Bankahrun,
- Kerfishrun,
- Gjaldmiðilshrun.
Áður voru of stórir bankar ( 10 sinnum ) fyrir hagkerfið. Í dag erum við með 3 litla og huggulega banka fyrir okkur. Það vandamál er þannig leyst. Bankaútrás ekki fyrir okkur.
Kerfið hrundi. Aðlögun stendur yfir, gengur svona eftir áætlun. ESB aðild varanleg laus að margra mati.
Hrun gjaldmiðilsins er óleyst vandamál. Einn kostur í boði ESB aðild, ef ekki þá vantar ábyrgt svar.
Það góða í öllu þessu fimbulfambi er:
- Líf stórs hluta þjóðarinnar gengur sinn vana gang. Lífskör hafa almenn versnað, en vöruvelta í þjóðfélaginu hefur verið á uppleið,
- Sjávarútvegur er á fullri ferð. Vissulega ýmis vandamál, en það dugnaðarfólk sem í þessari grein vinnur, heldur sjó. Mesti vandi þeirra eru stjórnvöld,
- Áliðnaðurinn gengur vel og álverð er hátt. Þessi grein hefur skapað stöðugleika í okkar hagkerfi, nýr grunnur í gamla vertíðar samfélaginu,
- Ferðaiðnaður, nýtur góðs af lægra gengi, og mikilli strúktúr breytingu í hópi gesta okkar. Þróun vegna framsýni og dugnaðar fólks í þessari grein. Vandinn ef svo má kalla eru stjórnvöld.
Þannig er íslenskt þjóðfélag í góðri siglingu út úr vandanum. Dugnaður þessarar þjóðar og sjálfsbjargarviðleitni mun verða það afl er bjargar okkur. Þetta mun gerast, þrátt fyrir:
- Lamað Alþingi og sundurþykkju stjórnmálamanna,
- Stjórnsýslu, á öllum sviðum, sem brást.
Látum ekki allt ruglið sem dynur á okkur villa okkur sýn. Eðli þessa hagkerfis, sem við höfum kosið okkur, er sveiflur. Við verðum að læra að takast á við þær. Við verðum að gera það saman og eigum þennan vanda með mörgum öðrum þjóðum. Enginn þarf að kvíða framtíðinni á Íslandi. Við erum þrátt fyrir allt harla flott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2010 | 11:03
Hvernig aukakílóin læðast að manni.
- Þú kemst ekki í gömlu fötin þín,
- Föt sem þú hefur jafnvel keypt nýlega passa ekki eru óþægilega þröng,
- Það er erfiðara að beygja sig niður,
- Þegar ég fór síðast í fótbolta með strákunum, var ég ekki of frískur,
- Hvíslingar og óbeinar athugasemdir frá konunni og félögum,
Þessi listi getur verið býsna langur.
Ég fann t.d. inni í skáp lítið notaðan smóking og ætlaði að skella mér í flíkina. Það vantaði talsvert upp á að ég kæmi buxunum saman í strenginn og jakkinn var of þröngur. Það var alveg ljóst hvað hafði gerst, fötin höfðu skemmst í hreinsun, höfðu blátt áfram hlaupið !
Þegar það rennur upp fyrir manni hvað er að gerast þarf fyrst að greina vandann:
- Hvað á ég að vera þungur m.v. aldur og fyrri störf. Allir vita sem lent hafa í þessu að þetta er ekki einfalt. Sérfræðingum ber ekki saman,
- Ég hef alltaf verið beinastór,
- Ég hef bætt á mig vöðvum, sem að sjálfsögðu ruglar alla þyngdarmælinu.
Ég verð líklega að játa að ég er 2-3 kílóum of þungur. Hef líka fundið staðhæfingar um að ég sé 5-10 kílóum of þungur. Það sjá allir sem þekkja mig að það getur ekki passað. Þeir sem halda þessu fram ættu að líta á eigin rass !
Ég fann um daginn grein. Ný áströlsk rannsókn bendir til þess, að aldrað fólk, sem er með hóflega mörg aukakíló lifi lengur en þeir sem eru í svokallaðir kjörþyngd. Þeir sem þjást af offitu eða eru of léttir lifa hins vegar skemur en aðrir...Í ljós kom, að þeir sem voru skilgreindir sem heldur of þungir lifðu að jafnaði lengur en aðrir og hættan á að þeir fengju tiltekna sjúkdóma, svo sem hjartasjúkdóma, krabbamein og króníska öndunarfærasjúkdóma voru einnig minnstar.
Í alvöru, þá er ég ekkert sérlega beinastór. Buxurnar eru einfaldlega of þröngar. Ég er of feitur og verð að drullast til að gera eitthvað í þessu máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.12.2010 | 10:33
Ísland og fyrirkomulag kosninga
Þessi mál hafa lengi verið um rædd á Íslandi og ekki að ástæðulausu. Þau eru grunnur valdakerfis okkar og eru stórpólitísk í eðli sínu. Fyrirkomulagið sem gilti fram til 1959 þýddi sem dæmi miklu meiri áhrif Framsóknarflokksins en réttlátt var.
Í umræðunni virðist mér þrennt vara upp á borði:
- Aukið vægi persónukjörs,
- Landið eitt kjördæmi,
- Frekari jöfnun atkvæðavægis í núverandi kjördæmaskipan, eða lítið breyttri.
Helstu markmið breytinga:
- Jöfnun atkvæðavægis,
- Persónukjör, sem mjög speglar í dag vantrú á stjórnmálaflokkunum og pólitísku starfi.
Umræða um þessi mál á vettvangi Alþingis, er samkvæmt eðli máls mjög erfið. Þó hún fari í yfirborði fram sem málefnaleg umræða er og verður hún aldrei annað en átök um völd. Stjórnlagaþing getur komið að þessu máli úr annarri átt og mögulega málefnalegri.
Í mínum huga væri það skref afturábak að veikja starf stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar skapa ákveðna festu og eru mikilvægur hlekkur lýðræðisins. Þeir sem gagnrýna þá mest ættu í staðin að taka þátt í starfi þeirra. Það gæti komið þeim skemmtilega á óvart, hversu mikil áhrif þeir gætu haft.
Af þeim leiðum sem hér eru nefndar að ofan vildi ég sérstaklega nefna, jöfnun atkvæðavægis í núverandi kjördæmaskipan. Það er öllum ljóst að jöfnun vægisins fækkar þingmönnum landsbyggðarinnar og þeir flytjast á þéttbýlissvæðin sunnanlands. Kjördæma skipting hefur hinsvegar rótgróna stöðu, ekki aðeins í kosningum, heldur í stjórnsýslu og vitund fólksins.
Rökin um kjördæmapot, sem ekki verði til staðar, ef landið er eitt kjördæmi, finnst mér ekki sannfærandi. Svokallað kjördæmapot fjallar um hagsmuni ákveðinna svæða, sem alltaf verða til, hvert sem kosningakerfið er.
Í lokin á þessum hugleiðingum, fylgja hér upplýsingar úr skýrsla nefndar, um breytingar á kjördæmaskipun og tilhögun kosninga til Alþingis frá október 199
- Núverandi kosningakerfi.
Tafla 1 sýnir misvægi sem er á fjölda kjósenda á bak við hvern þingmann í núverandi kerfi.
- Tafla 1. Núverandi kosningakerfi
Miðað er við fjölda kjósenda (18 ára og eldri) 1. des. 1997.
Kjördæmi | Þingsæti | Kjósendatala | Kjósendur að baki þingmanni |
Reykjavík | 19 | 79.033 | 4.160 |
Reykjanes | 12 | 51.053 | 4.254 |
Vesturland | 5 | 9.724 | 1.945 |
Vestfirðir | 5 | 5.986 | 1.197 |
Norðurland vestra | 5 | 6.935 | 1.387 |
Norðurland eystra | 6 | 18.793 | 3.132 |
Austurland | 5 | 8.818 | 1.764 |
Suðurland | 6 | 14.266 | 2.378 |
Landið allt | 63 | 194.608 | 3.089 |
- - Mesta misvægi er 1:3,55 (Reykjanes/Vestfirðir).
- Misvægi milli Reykjavíkur og Reykjaness annars vegar og landsbyggðarkjördæma hins vegar er 1:2,08.
- Misvægi milli minnsta landsbyggðarkjördæmisins, Vestfjarða, og þess stærsta, Norðurlands eystra, er 1:2,50.
- Rétt er að minna á að af 63 þingmönnum eru 50 kosnir á grundvelli kjördæmisúrslita en 13 samkvæmt landsúrslitum, þ.e. svokölluð bundin jöfnunarsæti (4 í Reykjavík, 3 á Reykjanesi og eitt sæti í öðrum kjördæmum).
Ef eyða ætti svokölluðu atkvæðamisvægi milli kjördæma að fullu og skipta þingsætum í beinu hlutfalli við kjósendafjölda í hverju kjördæmi yrði útkoman úr því eins og sýnt er í töflu 2:
- Tafla 2. Núverandi kjördæmi
- án misvægis
63 þingmönnum skipt hlutfallslega
á núverandi kjördæmi eftir kjósendafjölda
1. des. 1997.
Kjördæmi | Fjöldi þingsæta | |
Hlutfallsleg tala | Heilar tölur* | |
Reykjavík | 25,58 | 26 |
Reykjanes | 16,53 | 16 |
Vesturland | 3,15 | 3 |
Vestfirðir | 1,94 | 2 |
Norðurland vestra | 2,25 | 2 |
Norðurland eystra | 6,08 | 6 |
Austurland | 2,85 | 3 |
Suðurland | 4,62 | 5 |
Allt landið | 63 | 63 |
*Hæstu brot eru hækkuð upp. |
|
Eins og taflan sýnir yrðu tvö kjördæmi með aðeins tvo þingmenn og tvö kjördæmi með aðeins þrjá. Reykjavík og Reykjanes (höfuðborgarsvæðið) fengju samtals 42 þingmenn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar