5.11.2014 | 10:14
Nú er hún gamla grýla dauð, gafst hún upp á rólunum?
Það einkennir okkar umræðu um efnahagsmál, að við búum til grýlur. Grýla dagsins í dag eru gjaldeyrishöft. Ætla má af umræðunni að hverfi þau verði allt gott á Íslandi. Of háir stýrivextir voru grýla síðasta áratugar. Það er vel þekkt aðferð að skapa sameiginlega óvin til að þjappa fólki saman. Kommúnismi og Rússland þjónuðu t.d. þessu hlutverki vel og lengi. Í Rússlandi voru það vondu kapítalistarnir í USA, sem voru notaðir í sama tilgangi. Gjaldeyrishöft eru vond, engin deila um það, líklegast er samt að við losnum ekki við gjaldeyrishöft að fullu, blessuð krónan okkar mun sjá um það. Höftin sem verða að vera, verða hinsvegar léttari útgáfa en núverandi höft. Það er einhvernvegin þannig að handstýringar henta okkur vel. Í þeim felst vald, oftar en ekki dulbúið, og hvað er dásamlegra en að stjórna á bakvið tjöldin, enginn veit af þér, þú ert einn af þeim innvígðu. Frelsi er auðvitað fjandmaður handstýringar. Handstýringar á einnig fleiri fjandmenn, of miklar upplýsingar, rannsóknarblaðamenn, hleranir og svo má áfram telja.
Efnahagsmál eru flókið fyrirbrigði og stýrist af ótal þáttum, t.d. af því hvað þú hugsar og gerir. Að hægt sé að lækna þar öll mein með einnig pillu, blárri eða gulri er auðvitað ekki hægt. Það þarf ákveðið lítillæti til að viðurkenna og skilja að við höfum byggt upp flókið samfélag, þar sem töfrapillur duga illa. Til að ná árangri þarf margt og margir að vinna saman af trú á að öllu miði í rétta átt. Heildarlausn er vandfundin, enda væri ekkert gaman að lifa, ef aðeins ein lausn finnst. Litla Ísland er háð kröftum sem við ráðum ekki yfir. Markaðir geta lokast, olíuverð getur hækkað á einni nóttu. Þar sem við ráðum okkur sjálf, eigum við því að standa saman, annars gerum við líf okkar óbærilegt !!
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt og satt hjá þér,það ríkir keppni í pólitík og oft eru varnarmenn að brjóta ólöglega.
Því miður er enginn dómari.
Helga Kristjánsdóttir, 6.11.2014 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.