Fljótum við sofandi að feigðar ósi?

Fljótum við sofandi að feigðar ósi? Verðbólga er lítil nú um stundir, mögulega 1-2%. Fréttir berast af því að fólk taki nú verðtryggð húsnæðislán fram yfir óverðtryggð. Seðlabankinn lækkar stýrivexti og stjórnvöld leggja áherslu á öfluga hagstjórn og stöðugleika. Allt er í góðum gír, eða hvað? Vel meinandi fólk segir, guð láti gott á vita, en aðrir eldri og reyndari hafa ónot í maganum, finnst erfitt að trúa þessu góðum fréttum, segjast hafa séð þetta allt áður. Komandi skuldaleiðrétting ( vegna verðbólgu ) er að verða að veruleika, og léttari greiðslubyrði, þeirra sem fá. Hvers vegna er fólk þá, með kvíða í maganum? • Kjarasamningar fjölmennra stétta eru á næstunni lausir og þessir aðilar ætla að sækja, alvöru kjarabætur, þrátt fyrir orð og brýningar seðlabankastjóra • Stærsti atvinnurekandi landsins, ríkið á því ekki von á góðu. Hærri laun þýðir einfaldlega, aukin halla á ríkissjóði, eða hærri skattar, stöðugleikinn fer út um gluggann, • Hljóðið í atvinnurekendur, á hinum frjálsa markaði, er heldur ekki gott, þegar kemur að getu til almennra launahækkana, • Talsvert launskrið á sér stað, sem segir að sjálftökuliðið er að fá sitt. Við sem þjóð höfum ótal sinnum verið í þessari stöðu, lítið eða ekkert til skipta, en miklar kröfur. Við vitum líka vel hvað lausnum hefur verið beitt: • Til að allt fari nú ekki í bál og brand, er fallist á alveg óraunhæfar krónutölu hækkanir, sem brenna svo á báli verðbólgunnar, • Skuldaleiðrétting aldarinnar brennur upp, nokkrum dögum eftir að hún verður til, • Stóru verkalýðssamtökin telja að þau hafi verið svikin og stjórnvöld eiga þar engan trúnað eða sáttavilja. Hvers vegna? Því sjálftökuliðið hefur nú þegar hrifsað til sína stóran hluta af kökunni ( hagvextinum ) Það er nánast ekkert eftir, Ef það gerist sem hér er lýst, verður uppreisn í landinu og stjórnleysi mun ríkja. Grundvöllur lausnar allra deilumála er að aðilar vilji semja. Sá vilji er ekki til staðar að því séð verður, og hann hefur ekki verið búin til. Staðan er sú að hér ríkir á pappírnum stöðugleiki og velsæld. Í reynd sitja allir á tímasprengju. Nú um margra mánaða skeið, höfum við horft á auglýsingu í sjónvarpinu, sem bendir okkur á lausn vandans og fær fólk til að tala saman. Er þá ekki tímabært að aðilar máls, fái sér kaffisopa !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband