7.3.2014 | 11:14
Fyrirtækin gera upp í erlendri mynt.
Langflest af stærstu fyrirtækjum landsins gera upp í erlendri mynt, þar af flest í evru. Fyrirtækin eru tæplega 300 talsins en velta þeirra er nærri fjórðungur af heildarveltu íslenskra fyrirtækja.
Fyrirtækjum sem gera upp í erlendri mynt hefur fjölgað hratt á undanförnum árum. Þau voru 97 talsins árið 2005 og fjölgaði mikið á árunum þar á eftir. Þau voru 287 á árinu 2011 en voru svo 272 talsins í lok árs 2012. Þau fyrirtæki sem gera upp í erlendri mynt eru innan við eitt prósent af heildarfjölda íslenskra fyrirtækja sem voru rúmlega 30 þúsund í lok árs 2012.
Í ljósi mikillar umræðu um framtíðargjaldmiðil okkar Íslendinga er fróðlegt að rýna í það hvaða fyrirtæki það eru sem gera upp í erlendri mynt. Í flestum tilfellum er um að ræða stærstu fyrirtæki landsins og nam velta þeirra á árinu 2012, 24,5% af heildarveltu íslenskra fyrirtækja. Um er að ræða öflug útflutningsfyrirtæki líkt og CCP, Eimskip, Actavis og einnig helstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Flest þessara fyrirtækja gera upp í evrum eða 127 talsins. Hvers vegna kjósa stærstu fyrirtæki landsins aðra gjaldmiðla en krónuna?
Það er alveg ljóst að í þeim miklu sveiflum sem hafa verið á gengi krónunnar á undanförnum áratugum þá hefur það verið mikið farsælla fyrir fyrirtækin að gera upp í tekjumynt sinni. Það hefur færst mjög í aukana að fyrirtæki hafa verið að færa sig yfir í að gera upp í erlendri mynt, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þorsteinn vill ekki meina að íslensk fyrirtæki séu búin að gefast upp á krónunni. Ég myndi ekki horfa á þetta sem merki um það að fyrirtæki séu búin að gefa krónuna upp á bátinn. Það er einfaldlega skynsamlegri uppgjörsaðferð að gera upp í sinni helstu tekjumynt.
Hvað getur Þorsteinn sagt annað. Raunveruleikinn er að þegar tölur í krónum er bornar saman milli ára eru skekkjuáhrif verðbólgunnar mikil. Þeim mun lengra tímabil þeim mun meiri. Til að þessi samanburður segir einhverja sögu, þarf að færa þessar talnaraðir yfir í raunkrónur með einhverri vísitölu. Krónan ( okkar ) flækir því allt og ekki síst fyrir útlendinga. Að segja þeim svo að auki að hluti talnanna (langtímalánin ) sé í raunkrónum, einfaldar ekki málin.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.