Margumrætt afnám gjaldeyrishafta.

Gjaldeyrishöft og leyfisveitingar eru ekki ný á Íslandi.  Fyrir þá sem þekktu fyrri haftatímabil, voru þau tímabil skrifræðis, langrar setu á skrifstofum eða í banka til að fá leyfi eða yfirfærslu.  Úthlutun gjaldeyrisleyfa, þó um þessi mál ættu að gild reglur, var handahófskennd og alltaf á henni stimpill spillingar og hugamunagæslu.

Hvað átti að gera, þjóðin átti ekki meiri gjaldeyrir og eftirspurn var meiri en framboð.  Það var því ekki hægt að kaupa allt, það varð að forgangsraða, voru rök haftanna.  Almenningur og viðskiptalífið fundu svo sannarlega fyrir höftunum  á þessum tíma.

Höft dagsins í dag eru öðruvísi.  Almenningur finnur í reynd ekkert fyrir höftunum.  Fólk fær nægan gjaldeyrir til ferðalaga, annaðhvort beint í banka eða á kortum.  Nægar vörur eru í búðum og þar engan skort að finna.  Fyrirtæki flytja inn vörur nokkuð óhindrað og hægt er að greiða fyrir alla venjulega þjónustu.  Það er á sviði stærri fjárfestinga og stórgreiðslna sem höftin bíta eitthvað. Einhver gæti sagt að þar hafi verið alveg tímabært að gæta aðhalds.

Höft dagsins í dag eru því einhver „ mýksta“ útgáfa hafta sem við höfum kynnst.

Höft eru aldrei góð og huglæg áhrif þeirra verst. Fyrir erlenda fjárfestingu á Íslandi eru þau ekki góð.  Ástæða er þó til að minna á að flestar stórframkvæmdir á Íslandi hafa verið gerðar, með sérsamningum og ýmsum ívilnunum við fjárfesta til að laða  þá hingað,  gjaldeyrishöft eða ekki.

Sá ójöfnuður sem er í gjaldeyrisjöfnuði á Íslandi í dag og í fyrirsjáanlegri framtíð er því mjög afmarkaður og vel þekktur og mögulega ofmetinn.  Líklegast er, að á meðan við höfum krónuna, verðum við að hafa, höft af svipaðri gerð og við höfum nú.

Það er því óþarfa dramatík að teikna upp mynd af „ hnípinni þjóð í vanda „ þegar gjaldeyrishöft eru annarsvegar.  Stjórnvöld þurfa einfaldlega að stíga fram og leysa „ vandann „ þar sem hann er.  Til þess hafa stjórnvöld öll færi, sé það gert á viðskiptalegum forsendur og fordómalaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 42509

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband