Jarðvegur öfganna.


Í júlí s.l. skrifaði ég færslu um skuldavanda suður- evrópuríkja og sérstaklega Grikklands.
Í færslunni rifjaði ég upp söguna og sagði m.a:
Allir ættu að vita, að öll þessi gömlu lán eru töpuð, þau átti að afskrifa strax, ný lán ef þau voru þá fáanleg,  áttu að ganga til uppbyggingar.
Þeir björgunarpakkar sem suður-evrópa hefur fengið, snúast ekki um fólkið í þessum löndum eða líf þess. Þetta er talnaleikur fjármálastofnana, sem ekki geta horfst í augu við staðreyndir, að lán þeirra eru töpuð.
Haldi einhver að þjóðir sem hefur verið „ slátrað „ með þeim hætti sem gert var borgi eitthvað eða vilji borga. Aldeilis ekki, raunveruleiki þessara þjóða er að halda lífi frá degi til dags.
Evrópsk saga ætti að kenna arkitektum fjármálalausna liðinna mánaða, hvað gerist. Þjóðverja þekkja sína sögu og stríðsskaðabætur fyrri heimsstyrjaldar. Í stjórnmálum hefur verið skapaður grundvöllur fyrir öfgahópa. Upp rís tvöfalt hagkerfi, engir skattar eru greiddir og leið upplausnarinnar er ráðin.
Er þetta sú Evrópa sem menn vilja byggja upp,  er þetta Evrópa friðar og réttlætis. Auðvitað ekki.  Þó þessi lýsing á ástandinu, sé yfirmáta einfölduð, dregur hún upp dökka mynd.  Mynd af stöðu sem bitnar á fólki, fólki sem vill lifa lífinu, eiga börn og vera hamingjusamt. Á þetta að snúast um eitthvað annað !! "
Nýjar fréttir frá Grikklandi benda til að þessi þróun sé byrjuð.  Fréttir eru af uppgangi nasista- og öfgahópa og morðum.  Stríðið á Balkanskaganum blossaði upp öllum að óvörum.  Þar undir hafði kraumað ósætti jafnvel um aldir.  Allt í ein hleypur einhver blossi í púðrið.  Evrópubúar hafa síðustu áratugi horft á stríð annarsstaðar en hjá sér. Stríðið á Balkanskaganum var þess vegna mikið sjokk, stríð var skollið á í Evrópu.
Óréttlæti, eða yfirgangur er jarðvegur stríðs, sagan segir okkur allt um það. Verkefnið er að láta ekki þær kringumstæður verða til, birgja brunninn áður enn barnið dettur ofaní.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 42640

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband