Auðlindagjald og skráning gengis

Ríkið getur fært til fé í hagkerfinu, með því að skattleggja „ þá ríku“ og nota þá fjármuni t.d. til að hjálpa þeir sem minna mega sín. Því miður er það sjaldnast þeir ríku sem borga skattana, þeir leggjast helst á millistéttina. Að færa til fé með þessum hætti er ein grundvallarspurning stjórnmálanna, og hvort aðferðin nær tilgangi sínum. En það þarf ekki alltaf skattkerfið til að færa til fé, gengisskráningin getur gert það líka. Styrking krónunnar að undanförnu er að færa almenningi í landinu, stórar fjárhæðir í lægra vöruverði á kostnað útflutningsgreina eins og sjávarútvegsins. Tilfærsla sem er eitt form af auðlindagjaldi, aðferð sem beitt var fyrr á tímum, þó þessi nafngift hafi ekki verið notuð. Nú er ég ekkert á móti eðlilegu auðlindagjaldi, en segi aðeins, þeir sem kalla hástöfum á að sjávarútvegur greiði hærra auðlindagjald, ættu að hafa þetta samband í huga. Greinin er í dag í reynd að borga tvöfalt, auðlindagjald. Að störfum situr þverpólitísk nefnd, sem fengið hefur það vanþakkláta verkefni að endurskoða gjaldtöku á sjávarútveginn. Vitlausasta tímasetning sem hægt var að finna. Greinin er að koma í gegnum öldu gífurlegra fjárfestinga, sem voru löngu tímabærar. Einhver hluti fjárfestinganna er með eigin fé, en stór hluti er einnig með langtímalánsfé. Kjarasamninga við sjómenn eru nýafstaðnir, að undangengnu verkfalli. Bolfiskvinnsla er sannarlega í dag rekin með tapi, sem m.a. kemur hart niður á minni og meðalstórum fyrirtækjum. Landsbyggðin er nú að sjá í hornið á þessari þróun. Auðvitað er engin sátt um hærra auðlindagjald, efni í lengri skrif. Það sem hinsvegar örugglega gerist er að meiri samþjöppun verður í . þeir stóru verða stærri og minni spámenn heltast úr lestinni. Var það meiningin ?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband