Of mikið opinbert eftirlit ?


Í framhaldi af hruninu og skýrslu Alþingis, var auðvelt að auka opinbert eftirlit. Vandinn og hrunið var jú m.a. vegna skorts á eftirliti. Útrásin var stjórnlaus og eftirlitslaus.
Allt var þetta að vissu leyti satt og rétt. Rannsóknir sérstaks saksóknar hafa svo reglulega blásið eldi í þessar glæður.  Gallinn á þessu öllu var hinsvegar sá að kerfið sem var svo eftirlitslaust hrundi, það þurfti ekki lengur að hafa eftirlit með því.  Bankakerfið á Íslandi er nú aðeins lítið og sætt heimakerfi, í stað útblásinna alheims væntinga.
Hver var þá réttlætingin fyrir því að auka eftirlitið?  Að hafa eftirlit með því að það yrði aldrei önnur útrás, og aldrei önnur innlend bankabóla !!  Nýju bankarnir voru t.d. látnir sverja að fara ekki í útrás.


Þannig var aukið eftirlit byggt upp þegar ekki þurfti á því að halda, eða hvað?  Þessi mynd er mögulega mjög einfölduð og stíliseruð, það þurfti sannarlega að bæta kerfið. Þörfin og peningarnir sem í þetta fara, verður þó að byggja á rökum skynsemi en ekki tilfinninga.


Ég held samt að öflugt eftirlit njóti enn mikils stuðnings  þjóðarinnar.  Sjokkið sem hrunið olli er alls ekki gleymt.  Við ætlum ekki, að láta aftur fara svona með okkur, segja margir. Vextir af skuldum hrunsins eru að sliga ríkissjóð.


Sá sem talar fyrir minna eftirliti og meiri heilsugæslu er á hálum ís, jafnvel þó hann vanti peninga í gott málefni.  "Helsti vinur útrásarvíkinganna", og fjáraflamaður fyrir sig og aðra, kastar steini úr glerhúsi, þegar hann vill minnka eftirlitið.

Hugmyndafræðilega verður það hreinlega að játast að Sjálfstæðisflokkurinn er í þessu máli á milli tveggja elda. Það var farið illa með frelsið og alls ekki af ábyrgð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Að vanda grein full af visku, reynslu og þekkingu. Fyrir skömmu kom til mín góður vinur sem ákvað eftir hrun að setja upp lítið sprotafyrirtæki í matvælaframleiðslu. Frábær hugmynd, sem hann taldi að stjórnvölöld tækju fagnandi hendi. Fyrstu vikurnar komu alls 14 eftirlitsmenn í heimsókn, og þeir gerðu í því að gera vini mínum erfitt fyrir. Hann hafði þó aðeins 35 ára árangursríka starfsreynslu í matvælaframleiðslu. Hann fann fyrir heiftinni, og hefnigirninni sem var aðal boðskapur síðustu ríkisstjórnar.

Nú fyrir nokkru hlustaði ég síðan á Ögmund á Bylgjunni í viðræðum við Brynjar Níelsson. Jafnvel þessi annars skynsami pólitíkus, umhverfðist þegar hann ræddi um meinta gróðafíkn atvinnurekanda.

Sigurður Þorsteinsson, 16.9.2013 kl. 18:50

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Takk fyrir þitt innlegg félagi, þeim fjölgar stöðugt dæmunum, líkum því sem þú nefnir.

Jón Atli Kristjánsson, 17.9.2013 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 42640

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband