25.4.2017 | 13:24
Ríkisfjármálaáætlun, stórt framfaraskref í hagstjórn þjóðarinna
Ein merkasta nýjung hagstjórnar og ríkisfjármála er ríkisfjármálaáætlun þjóðarbúsins, sem unnin er í fjármálaráðuneytinu. Þetta framfaraskref var tekið í fjármálaráðherratíð Bjarna Benediktssonar. Þessi áætlun hefur það ótvíræða gildi, að í stað eins árs fjárlaga, er dregin upp mynd af ríkisfjármálunum til allt að 5 ára. Stefnumörkun og áætlun um rekstur, framkvæmdir og tekjustreymi er rammað inn í þessa áætlun. Í henni má í reynd lesa hvað er hægt og hvað er ekki hægt, m.v. gefnar forsendur. Hinn almenni markaður fær hér veigamikla leiðsögn um hvers má vænta, af vettvangi ríkis og fjármála. Mynd sem sárlega hefur vantað og hefur án alls vafa verið einn þáttur í glundroða hagstjórnarinnar. Þessi áætlun tekur m.a. niður á jörðina, hátimbraðar væntingar og kröfur úr öllum áttum samfélagsins, kröfur sem ýtt hafa undir þenslu, og hafa skapað verðbólguþrýsting. Það markaðssamfélag sem við höfum byggt upp, byggir mjög á upplýsingum. Gerendur í þessu samfélagi eru stöðugt að leita upplýsinga, til að meta stöðu sína. Upplýsingar sem þeir nota svo í sínum áformum og rekstri. Það er eitt af hlutverkum stjórnvalda að miðla slíkum upplýsingum um hvað þau hyggjast fyrir, sem má orða þannig tala við og leiðbeina markaðnum Ríkisfjármálaáætlunin er stórt skref í þessa átt og löngu tímabært. Löggjafar- og fjárveitingavaldið, þarf svo að virða og styðja við þessa áætlun og vinna útfrá henni. Sama er að segja um peningastefnuna, sem í þessari áætlun hefur fengið öflugan samherja og bandamann. Að það sé tekist á um þessa áætlun er eðlilegt. Mikilvægast er hinsvegar að sem flestir sjái gildi þessa verklags fyrir samfélagið og slái skjaldborg um gildi þess og framkvæmd.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 42808
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er gott og blessað að gera áætlanir fram í tímann. Fimm ára áætlun fram í tímann, á Íslndi, hljómar hinsvegar dulítið "sóvétskt". Breyturnar sem enginn sér fyrir, er ekki hægt að setja í Exel. Exel reið þessari þjóð nánast að fullu, í aðdraganda Hrunsins. Orðið "Ríkisfjármálaáætlun" sendir kaldan hroll niður eftir hvaða baki sem er, nema Exelguttanna og kommúnista. Þar náðu þeir loks saman. Sá Exel fyrir, um aukinn ferðamannastraum? Sá Exel fyrir um þetta eða hitt? Sovétríkin féllu á "Fimm ára áætlunum" sem stóðust yfirleitt ekki. Þetta er tóm þvæla. Getur verið gott að setja sér markmið, en jafnvel í líkamsrækt stenst engin áætlun til fimm ára, hvað þá fjármálum. Þetta er rugl og bull, en sökum þess hve ríkisbáknið þenst út á degi hverjum, verður að koma þessu á framfæri. Hvernig á annars að réttlæta kommisarakerfið, sem vaxið hefur hraðast hér á landi, undir stjórn þeirra sem eitt sinn ruddust fram með málefnið "Báknið burt!" að sínu leiðarljósi? Andskotans hræsni!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 26.4.2017 kl. 03:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.