4.3.2014 | 11:20
Að segja eitt og gera annað.
Þeir sem rýna í markaðsrannsóknir og kauphegðun fólks sjá ýmislegt.
Neytandi segir í markaðskönnun að hann sé mjög áhugasamur um hollustu og gott mataræði, en kaupir svo ekki slíkar vörur. Neytandinn segir því eitt en gerir annað,
Framleiðendir þekkja það vel að kannanir, sem byggja á samtölum við fólk geta verið mjög misvísandi. Nauðsynlegt er að þekkja raunverulega sölu ef fá á rétt mynd,
Svör neytenda mótast því oft af því sem þeir halda að passi frekar en þeirra eigin háttsemi.
Hvað skyldi þetta þíða fyrir kannanir um stjórnmál. Margir eru uppteknir af því sem þeir vilja ekki, fjórflokkurinn er ónýtur, ég vil eitthvað nýtt enn hvað?
Einhvernvegin datt mér þetta í hug úr markaðsfræðinni, þegar spiluð voru samtöl við þrjá eða fjóra, ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þjóðaratkvæðagreiðsla minnsta mál í kosningabarátunni, nú allt grafið og gleymt. Að skipta um skoðun, breyttar forsendur, auðvitað, en að þeir hefðu allir skipt um skoðun á sama tíma, var sérstök tilviljun og þó. greate minds think alike
Markaðsfræðin ganga út á það m.a. að bjóða markaðnum það sem hann vill kaupa. Neytandinn er kóngurinn og með budduna. Í stjórnmálum virðast gilda önnur lögmál, 80% þjóðarinnar vill klára samninga við ESB, nei, nei segja stjórnarflokkarnir við fólkið, þetta er alls ekki það sem þið þurfið. Það sem þið viljið eru svik við ESB !!
Jæja það þarf að hafa eitthvað til að tala um, því þá ekki þetta. Skemmtanagildið er ótvírætt.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skil ekki alveg um hvaða samninga er verið að ræða við ESB. Að minnsta kosti viðurkennir ESB ekki að um samningaviðræður sé að ræða og stækkunarstjóri sambandsins harðneitar því. Má vera að það sé rétt hjá þér, gamli vinur, að 80% þjóðarinnar vilji klára samninga við ESB. Þá er það ekki við íslensk stjórnvöld að sakast heldur einungis sjálft Evrópusambandið því það býður umsóknarríkjum ekki upp á þá. Punktur. Hversu hátt sem „þjóðin“ hrópar og þeir í Samfylkingunni hafa það á tilfinningunni að samningar séu í þann veginn að nást, þá gengur þetta alls ekki upp. Ekki frekar en að þjóðin öll haldið því fram í þjóðaratkvæðagreiðslu að tvisvar tveir séu fimm. Hvernig er hægt að greiða atkvæði um það sem ekki er til?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.3.2014 kl. 13:59
Sæll félagi. Það má snúa þessu á alla enda og kanta. Viðræður okkar við ESB voru viðræður um aðildarsamning. Þann samning vissu svo allir að yrði að leggja fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Umræddur meirihluti vill einfaldlega klára þennan aðildarsamning. Vill ekki að einhver segi að þetta eða hitt sé ekki hægt, það liggi fyrir svart á hvítu hvaða kostir eru í boði. Í hjarta sínu vita margir að sumt kann að vera algerlega óásættanlegt, en fáum þetta þá á borðið.
Við hugsum um okkar hagsmuni, ESB sér um sína. Að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir öllu þessu moði, sem borið er á borð, er þeim flokki ekki samboðið eða forystumönnum hans !
Jón Atli Kristjánsson, 6.3.2014 kl. 13:35
Nei, þetta er einfaldlega rangt hjá þér, félagi. ESB býður ekki upp á viðræður um aðildarsamning. Svona vinnur Evrópusambandi ekki lengur.
Ríki sem sækir um aðild þarf að fara í aðlögunarviðræður. Til að skilja hvernig þá er staðið að málum er ráð að lesa bæklingi ESB um eðli stækkunar, „Understanding Enlargement - The European Union’s enlargement policy“. Í honum segir meðal annars:
First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate’s implementation of the rules.
Þetta eiga þeir að þekkja og kunna sem tjá sig um umsókn Íslands að ESB. Ég gæti eflaust fundið íslensku þýðinguna en þú skilur ensku og þá ekki síst þetta: „Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules“.
Í reglunum segir ennfremur:
Candidates consequently have an incentive to implement necessary reforms rapidly and effectively. Some of these reforms require considerable and sometimes difficult transformations of a country’s political and economic structures. It is therefore important that governments clearly and convincingly communicate the reasons for these reforms to the citizens of the country.
Allt ofangreint hefur komið fram í fréttum, fréttaskýringum, blaðagreinum og bloggpistlum afar víða um landið. Í upphafi reyndi ríkisstjórn vinsri manna að telja okkur trú um samningaviðræður fylgdu umsókninni rétt eins og var því þegar Norðmenn sóttu um aðild, svona viðræður tveggja jafningja. Þetta reyndist ekki rétt enda hefur ESB breytt reglunum síðan, gjörbreytt þeim.
Mér þykir afar leiðinlegt ef þú trúir því að hér sé um samningaviðræður að ræða sem endar með aðildarsamningi. Það er fjarri öllu lagi að halda því fram enda segja embættismenn ESB að þetta gangi ekki upp.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.3.2014 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.