Að koma atvinnulífinu á fulla ferð.


Það er markmið nýrrar ríkisstjórnar að koma atvinnulífinu á fullt skrið. Þetta markmið og framkvæmd þess leysir fjölda vandamála okkar í einnig svipan. Jafnvel skuldavanda heimilanna. Að þetta hafi ekki gerst eru vonbrigði s.l. mánaða.
Ríkisstjórnin ætti að vera í kjörstöðu til að vinna hér fljótt og vel.  Ekki fer heldur milli mála að almenn samstaða á að vera um þetta markmið. Vonbrigðin verða því meiri, þar sem „ góðir menn „ skilja ekki þá tregðu sem er í kerfinu.  Kjarasamningar snérust um þetta atriði, enda væri þá verið að skipta stærri köku.
Hvernig á ( átti )  þetta að gerast:
• Eðlilegt er að sjávarútvegurinn fari nú á fulla ferð í fjárfestingum. Það hlýtur að vera hluti af samvinnu stjórnvalda og greinarinnar um endurskoðun laga um fiskveiðistjórn,
• Ferðaiðnaðurinn ætti að geta fjárfest umtalsvert á forsendum stækkandi markaðar. Bankakerfið á að vera vel í stakk búið til að fjármagna slíkar framkvæmdir.
• Fasteignamarkaðurinn ætti einnig að eiga góða möguleika. Miklir fjármunir liggja illa nýttir hjá sveitarfélögum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, sem lagðir voru í skipulag og uppbyggingu heilu hverfanna. Verðlagning lóða og eigna á þessum svæðum, þarf hinsvegar að fá að aðlagast markaðsaðstæðum. Æskilegt er að þessir fjármunir nýtist sem fyrst. Nauðsynlega vantar nýtt fjármögnunarkerfi íbúðarhúsnæðis, til að skapa festu og öryggi á þessum markaði.


Það eru til nægir peningar á Íslandi til fjárfestinga.  Ný hlutabréfa – og skuldabréfaútboð sýna þetta.  Stórir og öflugir sjóður hafa verið stofnaðir og hafa átt auðvelt með að ná í peninga.  Vandinn er sá að áhugasvið þessara aðila hefur um of mótast af „ þröngum sjónarmiðum „ eins og að einskorða sig við fasteinamarkaðinn, þó hann sé allra góðra gjalda verður.  Stöðugt ákall um erlenda fjárfestingu er ekki vegna þess að peninga vanti.  Ef við viljum ekki hætta okkar peningum, hvernig eiga þá aðrir að gera það?.  Við verðum sjálf að virkja okkar eigið hugvit og taka frumkvæði.  Útlendingar eru ekki endilega það sem við þurfum, heldur trú á okkur sjálf.  Góðu fréttirnar eru að gróska í nýjum hugmyndum er mikil. Samt er það svo að þessir aðilar hafa það á tilfinningunni að þeir labbi með lóð á löppunum.   Er uppbyggingin fyrst og fremst, andlegt vandamál ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og hvað leggur þú til að Ríkisstjórnin geri í málinu svona til að redda þessu í einum grænum?

Þú nefnir annars fasteignamarkað og ferðaiðnað. Fasteignamarkaðurinn er kominn á bolustigið eins og þú raunar minnir á. Mikill fjöldi fasteigna liggur þó óseldur sv þú ert varla að hvetja til husbygginga.

Ferðaiðnaðurinn er í bullandi fjárfestingum um allt land og bara hér á Siglufirði hefur verið fjárfest fyrir á þriðja milljarð undanfarin ár auk þess sem önnur atvinnuuppbygging er í gangi fyrir annað eins.

Af hverju fiskiðnaðurinn er ekki að fjárfesta í innri uppbygging í því kjörna gengisumhverfi sem ríkir er kannki ráðgáta, en spurning hvort þeir prinsar séu ekki með fingurnar í óskyldum fjárfestingum á borð við fasteignir og tuskubuðir sem fyrr. Það virðist alveg dúkað borð fyrir fleiri bólur og öll teiknin á lofti.

Þá er aftur spurningi hvað á ríkistjórnin að vera búin að gera þessa átta mánuði sem hún hefur verið við völd svo þér hefði likað? Taka af gjaldeyrishöft og senda 30% heildarfjármagns úr landi í einni svipan?

Fræddu mig.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2014 kl. 08:01

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Sæll Jón Steinar, þú ferð nú vel yfir þetta og ert góður greinandi sjálfur. Það voru miklar væntingar bundnar við þessa ríkisstjórn um skjót úrræði og mögulega var það óraunsætt.  Stjórnvöld geta gert ýmislegt, en það er mín lífsskoðun að það séu einstaklingarnir og samtök þeirra sem koma hlutum í framkvæmd. Stjórnvöld geta styrkt þessa þróun og hjálpað til með almennum aðgerðum.  Þetta má einnig orða þannig að einn maður ( forsætisráðherra ) gerir lítið, en fái hann alla hina til með sér, gerist raunverulega eitthvað. Það huglæga í þess ferli er stóra viðfangsefni nútímans. Sá sem ætlar að hætt peningunum sínum verður að trúa á framtíðina og það að leikreglum dagsins í dag verði ekki breytt á morgun.  Ef hann trúir því gerir hann ekki neitt.  Það vantar ekki tækifæri á Íslandi.  Sá sem ætlar að framkvæma hugmynd verður hinsvegar að trúa á hana. Það er ekki nóg að hann fái hana frá mér.

Jón Atli Kristjánsson, 6.3.2014 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband