Að hafa einkaleyfi á raunveruleikanum.


Hefur ríkisstjórnin gert það sem hún ætlaði að gera.  Já segir ríkisstjórnin. Stjórnarandstaðan segir að hún hafi lítið gert eða nánast ekkert. Sjálfsagt er raunveruleikinn þarna mitt á milli.
Fyrir ekki innvígða er vonlaust að fella þarna dóma, eins og fyrri daginn verður þú að trúa því sem þú vilt,  eða frómir menn segja, menn sem þú treystir.
Í þessum flókna heimi fullyrðinga og deilna, verður til ný stétt manna, álitsgjafar, eða fréttaskýrendur.  Sumir þessara manna vinna nú þegar á fjölmiðlunum, en aðrir eru tilkvaddir eftir þörfum.
Til þessa fólks er leitað í tíma og ótíma til að túlka fréttaflóruna og segja okkur hinum hver raunveruleikinn er.  Draga verður þá ályktun að fréttaflóran samanstandi a.m.k. af eftirfarandi þáttum:
• Áróðri,
• Sérhagsmunum, vísvitandi fölsunum og rangindum,
• Bulli og útúrsnúningum,
• Raunveruleikanum.
Í lok umræðu álitsgjafanna liggur raunveruleikinn fyrir fagur og tær, þetta var þá það sem var mergurinn málsins.
Nú, eins og fyrr, hefur aldrei verið meiri þörf á óhlutdrægum álitsgjöfum.  Sá er galli á þessu með álitsgjafana að óðara en álitsgjafi er orðinn góður álitsgjafi, er hann sjanghæjaður af einhverjum stjórnmálaflokknum, og að manni gæti læðst sá grunur að þetta sé örugg leið í stjórnmál.  Leið í stjórnmál sem stenst allan samanburð við tengsl við stórt og gott íþróttafélag, eða að hafa unnið á fjölmiðli.
Ég hef tekið eftir því að stjórnmálamönnum er illa við álitsgjafa, sem hafa greiðan aðgang að fjölmiðlum og tala illa um þá. Það er auðvitað þess vegna sem álitsgjafar verða stjórnmálamenn, málið leyst.
Óhlutdrægur álitsgjafi, sem segir skoðun sína umbúðalaust er hinsvegar vandfundinn.  Ég bið lesendur þessa pistils, að telja þá upp í huganum. Trúa mín er sú að þeim dugi önnur höndin !!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband