Eru njósnir nauðsynlegar?


Háttsemi NSA í Bandaríkjunum hefur farið fyrir brjóstið á mörgum ráðamönnum heims.  Hleranir einkasíma ráðamanna eins og t.d. Angelu Merkel kanslara Þýskalands, sýna viðhorf sem rækilega hefur farið úr böndum.
Það sem vekur furður er hinsvegar það að ráðamenn heimsins verja njósnir og virðast telja að hver sú þjóð sem tekur sig alvarlega, þurfi að stunda slíka starfsemi.
Uppljóstranir um NSA sýna, að takmarka þessa starfsemi er ekki auðvelt. Sagt er frá því  að NSA ráði yfir tæknibúnaði að það hafa leitt stofnunina í ógöngur. Þó að eitthvað sé hægt eigi ekki endilega að nota það.  Stóra spurningin er hvenær veit njósnastofnun nóg.  Leiða má að því líkur að svarið sé aldrei.  Hlutverk njósnastofnana á m.a. að vera fyrirbyggjandi starfsemi. Þegar stórþjóðir eiga í hlut hlýtur það starf að vera óendanlegt og spannar allan heiminn.  Það væri ósanngjarnt að ræða aðeins um NSA, aðrir í njósnbransanum eru ekki hótinni betri.  Munurinn er aðeins sá að NSA er í sviðsljósinu
Vandi njósnanna er ekki tæknin, heldur mennirnir sem stýra þessari tækni, og mikil völd þeirra. Valdmörk þessara aðila eru þó óljós og þeir virðast eiga auðveldan leika að réttlæta gerðir sínar.  Nýjustu fréttir af meðferð fanga og yfirheyrslutækni sýnir okkur að til að reyna að fá fram upplýsingar er ekkert heilagt.  Hættan er að þetta sé stjórnlaus heimur og mannfjandsamlegur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband