31.10.2013 | 16:15
Norður - Íshafsráðið, allir vilja vera með.
Ágætu lesendur. Ég mun hér á blogginu mínu birta í nokkrum færslum skrif mín um málefni norðurslóða.
Miklar væntingar okkar íslendinga eru olíugróða eru alveg ótímabærar og hættulegar. Hættulegar í þeim skilningi, að þær senda út röng skilaboð t.d. geta þær leitt til ótímabærra fjárfestinga og óskynsamlegrar samkeppni. Í þessari grein minni mun ég fjalla um mína sýn á þau skref sem þarf að taka, sérstaklega á vettvangi Norður-Íshafsráðsins , Dreka - svæðinu og uppbyggingu á Íslandi varðandi auðlindanýtingu á norðurslóðum. Ég hef lengi fylgst með þessum málum og komið að þeim frá ýmsum hliðum.
Norður - Íshafsráðið ( NÍ ) mun gegna lykil hlutverki í allri uppbyggingu á norður svæðinu. Það sýndi mikla framsýni að byggja upp þessi samtök. Í þeim eiga aðeins að vera þær þjóðir, sem hafa beinna hagsmuna að gæta á svæðinu. Nú strax vilja utanaðkomandi þjóðir tryggja sér aðgang að ráðinu, en gegn því þarf að standa af mikilli festu.
Þó umræða um olíu og gas sé fyrirferðarmikil, eru á svæðinu margháttaðar aðrar þekktar auðlindir, og jafnframt margt annað lítt- eða óþekkt. Reynslan segir okkur að við þekkjum ekki raunverulegt framtíðar verðmæti þessa svæðis. Olíu - og gas veiran heltekur okkur nú um stundir.
Samvinna þjóða innan NÍ er að mótast. Augljós vettvangur eru umhverfis og öryggismál. Ýmis þjóðréttarleg mál og staða þessa svæðis eru annar mikilvægur vettvangur. Ekki minna mál er samstaða og samvinna hópsins, fylgir hugur máli eða splundrast allt þegar mammon sýnir sig.
Límingin í þessum samtökum er að þjóðir svæðisins glíma allar við sömu vandamál. Þær kunna að hafa ólíka sýn á þessi vandamál en þau eru þarna öll. Samvinna þeirra virðist því augljós. Vandinn er hinsvegar sá að þessar þjóðir, tengjast mörgum blokkum og hagsmunaöflum, sem munu sýna sig þegar fram líða stundir. Þessi öfl hafa hag af því að splundra samstöðunni. Þau þrýsta á veika bletti, þjórembunnar og sérhagsmuna, af hverju samvinnu, deila einhverju með öðrum, sitjum að okkar og látum aðra sigla sinn sjó.
Það mun taka 20-40 ár að ná tökum á þeim fjölmörgu verkefnum sem snúa að NÍ og vinnslu auðlinda á svæðinu. Mikið glapræði er að flýta sér um of, og að þjóðríkin þjófstarti . Lykilatriði er að allir sannfærist um að samvinna, er besta leiðin fyrir alla. Hættan liggur hinsvegar í því að þjóðríkin líti þröngt á sína hagsmuni, þetta eru okkar auðlindir og við ráðum hvað við gerum. Máttur samstöðunnar er hinsvegar sá að þau hagsmunaöfl, sem sækjast eftir nýtingu auðlindanna eru nær alltaf, sterkari en þjóðríkin, sérílagi þau smærri. Fagurgali og gylliboð þessara aðila er erfitt að standast come and play with me Séð úr fjarlægð er Grænland á þessari leið og reyndar gott dæmi um þau sjónarmið sem ég tala fyrir.
Framhald...
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.