30.10.2013 | 13:47
Úr safni klækjasmiðjunnar.
Í verkfærakistu stjórnmálanna eru ýmis vopn að finna. Eitt þeirra er að finna sameiginlegan óvin. Aðferðin gengur út á að beina kastljósi að þessum óvini í stað þess að því sé beint að þér. Er þessi aðferð notuð í Íslandi, sannarlega. Tökum dæmi:
- 30 útrásarvíkingar voru valdir að hruninu. Í Danmörk voru þeir 17, sama aðferð notuð,
- Hrunið var á vakt Sjálfstæðisflokksins, þetta var innlendur vandi og honum að kenna. Í hruninu var Sjálfstæðisflokkur í samsteypustjórn með Samfylkingunni og hrunið var sannarlega alþjóðlegt fyrirbrigði,
- Legugjöld á sjúkrastofnunum ( 200 m kr ) Þetta er skelfilegt og verður að afnema. Niðurstaða, þegar tíminn er réttur mun stjórnmálamenn afturkalla þennan skatt til að sýna að þeir taka mark á gagnrýni. Þessi skattur hefur í reynd aldrei skipt neinu máli í heildarmyndinni, er góð skiptimynt,
- Snjóhengjan voðalega, gjaldeyrishöft, allt illt kemur frá þessu fyrirbrigðum,
- Vogunarsjóðir, afætusjóðir, vondir menn sem alveg er réttlætanlegt að taka af peninga, svo við þurfum ekki að bora sjálf.
Næst þegar eitthvað gerist, eða fréttir koma fram mátið það við verkfæri klækjasmiðjunnar !!
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.