Besti flokkurinn í Reykjavík.


Þegar besti flokkurinn kom fram, ólgaði reiði og óánægja í þjóðfélaginu.  Fólki fannst gamla flokkakerfið hafa brugðist, sem í reynd var eðlilegasta ályktun í heimi.
Margir litu á þennan flokk, sem einskiptisflokk, þetta voru grínistar, ungt fólk í sandkassaleik.  Foringi flokksins var að leita að þægilegri innivinnu. Flokkurinn féll svo í faðma við Samfylkinguna, þar var fyrir reynsla, krakkarnir voru skriðnir í skjól.  Borgarstjórinn fékk að vera borgarstjóri, en hann réði engu, það vissu allir!
Nú um 3 árum seinna, er þessi flokkur stærsti flokkur Reykjavíkur og skákar sjálfum Sjálfstæðisflokknum, að ekki sé talað um Samfylkinguna sem er á góðri leið með að hverfa.  Einskiptisflokkur, halló !!
Allir stjórnmálarýnendur verða að fara aftur að teikniborðinu, hvað er að gerast !!  Borgarstjórinn upplýsir að fjöldi erlendra aðila og fjölmiðla hafi viljað ræða við hann og fræðast um Besta flokkinn.  Áhugi þeirra beinist að því hvort þessi flokkur hafa komið fram með eitthvað nýtt.  Lady Gaga finnst borgarstjórinn flottur, og Joko Ono líka.  Hún er reyndar mjög maklega orðin heiðursborgari Reykjavíkur. Nýja skoðanakönnunin bendir eindregið til að kjósendur í Reykjavík séu þeirrar skoðunar að þessi flokkur sé eitthvað nýtt.
Nýr flokkur nýtt fólk, fólk sem lítið sem ekkert hefur unnið í stjórnmálum, er óháð valdaklíkum í þjóðfélaginu og hefur ekki spillst ennþá, er þetta styrkur Besta flokksins.  Þessi flokkur gat t.d. tekið á málum Orkuveitunnar, sem allir hinir gátu ekki.
Ég hef sjálfur verið að fylgjast með pólitík í áratugi. Í fótbolta er leikmanni sem ekki á góðan dag skipt útaf.  Kjósendur í Reykjavík og mögulega annarsstaðar telja auðsjáanlega að ekki dugi minna en að skipta út hálfu liðinu. !!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég játa að þegar menn hallmæla Jóni Gnarr, þá finn ég enga sérstaka löngun til þess að taka undir, og geri það því ekki. Stóru flokkarnir hafa sjálfir séð um að búa til jarðveg fyrir Besta flokkinn. Hann lofað engu og hefur því ekker svikið. Þarf hann þá ekki að gera neitt til þess að standa sig vel? Í hugum okkar flestra þarf að eiga sér framþróun, og hvort hún sé nægt til þess að halda Jóni í borgarstjórastólnum er erfitt að segja. Það vantar að setja mælistiku á frammistölðuna. Ef Samfylkingin þurrkast út, eins og stundum gerist með lítinn flokk í samstarfi við ,,stóra flokkinn" yrði það saga til næsta bæjar. (Kópavogs :))

Sigurður Þorsteinsson, 10.10.2013 kl. 21:51

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Svo Joko Ono og Lady Gaga eru stjórnmálaserfræðingar í augum pistilhöfunds?

Þær eru báðar furðufuglar eins og Gnarrinn sjálfur, engin furða að þeim hafi fundist Gnarrinn flottur.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 11.10.2013 kl. 18:02

3 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Sæll Jóhann ég veit nú ekki hvort þessarar frómu konur eru stjórnmálasérfræðingar, ég meinti það nú ekki.  Þær voru nefndar til sögunnar, vegna frægðar sinnar og áhrifa, sem þá í stuttan tíma féll á borgarstjórann !!

Jón Atli Kristjánsson, 11.10.2013 kl. 18:17

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þakka útskíringuna Jón Atli.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 11.10.2013 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband