Fjárlög lýðveldisins 2014.


Ríkisstjórnin hefur lagt fram sín fyrstu fjárlög.  Þetta eru einnig fjárlög í framhaldi af kosningaári, sem alltaf eru erfið, vegna mikilla væntinga og loforða, sem fylgja kosningum.  Kreppan er búin og nú er hægt að byrja uppbyggingu, við þekkjum þá umræðu úr kosningunum.  Þennan loforðaflaum varð að taka niður á jörðina og það hefur tekist mjög vel. Reyndar eru þessi fjárlög dæmi um mikla vinnu stórs hóps hæfileikaríks fólks, sem á heiður skilið.
Ríkissjóðir er því miður kominn í gamalt og þekkt far, miklar skuldir og þess vegna há vaxtabyrði, og mikil uppsöfnuð fjárþörf í öllu kerfinu.   Ríkið er með útblásið kerfi „ velmegunaráranna „ sem nú þarf að draga saman á erfiðum tímum. Stækkun kökunnar - hagvöxtur tekur tíma og er ekki okkar sérvandamál heldur flestra landa.  Meðan kakan stækkar raunverulega ekki, færum við aðeins til peninga í kerfinu, tökum peninga hér og færum þá annað.
Nú hefst fjárlagavinnan á Alþingi, allir lobbíistar munu nú ríða til Alþingis og pressa á að fá „ leiðréttingu „ þeirra mistaka sem eru í fjárlagaframvarpinu. Endalaus réttlætismál eru dregin fram í dagsljósið, sannarlega á fjárlaganefnd mikla vinnu fyrir höndum.
Samkvæmt reglum samningatækninnar eru það góðir samningar þegar allir aðilar máls eru mátulega óánægðir.  Samkvæmt þessari formúlu eru þetta „ góð"  fjárlög og um leið góð byrjun nýrrar ríkisstjórnar og fjármálaráðherra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband