30.9.2013 | 10:25
Áfallahjálp heillar þjóðar.
Það er sjálfsagt ekki ofsagt að það eru víða vandamál. Þannig er það reyndar alltaf. Ný ríkisstjórn setti saman langt og mikið plagg, sem var hennar stefnumörkun. Stjórnin er gagnrýnd fyrir stefnuleysi, en í þessu skjali er hinsvegar flest sem hún vill koma í framkvæmd. Já enn stefna er eitt og nú viljum við sjá hvað hún ætlar að gera, það er eini mælikvarðinn segja spekingarnir.
Stjórnmálamenn eru fyrst og síðast manneskjur af holdi og blóði. Þeir einir bjarga ekki heiminum. Ef þeim tekst hinsvegar að fá sem flesta með sér, er hægt að áorka miklu.
Stjórnmálmenn þurfa því að fylkja þjóðinni að baki sér, blása henni í brjóst bjartsýni og dug. Til þess voru þeir kjörnir og til þess hafa þeir fullt umboð.
Vandi þeirra er sá að hér á landi, eins og reyndar víðar, hefur vonleysi heltakið fólk. Alltof stór hópur er að þrotum komin og algengasta setning sem prestar heyra er, ég get ekki meir. Stór hluti þjóðarinnar þarf áfallahjálp.
Nú á allt að leysast með framlagningu fjárlaga, og aðgerðum tengdum þeim. Þetta er hin hagræna hlið. Inn í stóru myndina vantar sálgæsluna, vonina, að einhverju sé að keppa. Hinn gleymdi þáttur lausnarinnar !!! Kunnum við þetta, ef slys verður kemur rétt fólkið á staðinn, áfall heillar þjóðar, aðeins stærra verkefni, en þekkingin er til
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er mjög víða sem vantar áfallahjálp, þeir einu sem eru brattir koma úr Samfylkingunni, enda hefur velgengin verið þeirra megin undanfarna mánuði. Fyrst kosningasigur og svo allt hitt.
Sigurður Þorsteinsson, 30.9.2013 kl. 14:12
Ég hélt nú reyndar að þessi flokkur hafi þurft áfallahjálp eftir kosningarnar. Kannast ekki alveg við þessa lýsingu, nema sem öfugmæli.
Jón Atli Kristjánsson, 30.9.2013 kl. 17:48
er nokkur möguleiki á því að flokkar sem ljúga sig til valda geti fengið alþýðu með sér
Rafn Guðmundsson, 30.9.2013 kl. 23:02
Góður pistill og sannur Jón Atli!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 1.10.2013 kl. 08:06
Gaman að heyra frá þér Sigurbjörg og bestu kveðjur. Þú ert mjög virk á Facebook og ég fylgist með þér. Ég hugsa oft um þá staðreynd að ef maður sópar mörgu undir teppið, kemur að því að maður hrasar um það, eða verður veikur. Maður hittir marga sem segja að við höfum ekki gert upp við hrunið. Það getur vel verið, en það fylgir ekki með hjá þeim sömu, hvað við höfum ekki gert upp. Það er örugglega ýmislegt þarna sem þarf að taka á.
Jón Atli Kristjánsson, 1.10.2013 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.