Fjárfestu í sparnaði á unga aldri.


Lítil saga hljóðar svona. Reykingamaður var í reykpásu með félaga sínum sem ekki reykti. Hvað hefur þú reykt lengi, spurði félaginn. 30 ár sagði reykingamaðurinn. 30 ár, vá sagði félaginn. Reykingar kosta mikið, pakki á dag og þú hefur eytt um 450.000 þúsund krónum á árinu.  Hefðir þú fjárfest þá peninga í 30 ár og fengið 8% ársvexti þá ættir þú í dag um 60 milljónir í banka.  Þú gætir keypt þér Ferrari.
Reykingamaðurinn hrökk við, reykir þú spurði hann félaga sinn. Nei svarði hann.  Hvar er þinn Ferrari ?
Þetta tilbúna dæmi er boðskapur sem í sinni einföldustu myndar hljómar svo.  Ef þú sparar snemma á ævinni, t.d. um tvítugt getur þú orðið ríkur.  Allt öðru gegnir er þú byrjar sparnað um fertugt, eða þegar þú „ ert kominn út úr mesta baslinu".
Vandinn er sjá að einstaklingar um tvítugt, eru yfirleitt ekkert að hugsa um sparnað.  Unga fólkið er hundfúlt með allskonar gjöld sem tekin eru af, eins og lífeyrissjóðsgjöld og finnst þetta vera tapað fé. Ævin er framundan og allt sem þarf að gera kostar peninga, svo ekkert er eftir.  Ég byrja að spara á morgun !!
Sparnaður er nauðsynlegur ekki aðeins fyrir einstaklingin heldur þjóðfélagið í heild.  Ef enginn sparar hafa bankarnir ekkert til að lána.
Hver er lykillinn að sparnaði, byrja smátt, eitthvað sem enginn finnur fyrir.  Hvað um 500 kall á dag.   Svo það að byrja snemma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband