Flóknara samfélag.


Eitt eru markmið og annað er raunveruleiki.  Ríkisstjórnin hefur sett fram ýmis markmið, sum stefnumarkandi önnur um ákveðin úrlausnarefni.  Þegar stjórnarandstaða setur fram slík markmið, vantar oft mikilvægar upplýsingar og útfærslur.  Mjög eðlileg staða, það er framkvæmdavaldið sem hefur tök á því að hafa sérfræðinga í sinni þjónustu og þangað á stjórnarandstaðan ekki greiða leið. Upplýsingar og svör liggja ekki á lausu og flækjustigið hefur vaxið.


Þetta er í hnotskurn vandi núverandi ríkisstjórnar.  Þau mörgu góðu mál, sem hún vill framkvæma, þarf að vinna og útfæra.  Tengja lausnir við aðrar lausnir, halda öllum leiðum opnum til að fá fram vinnanlegar lausnir.  Þetta ferli er í eðli sínu „ kaótiskt „  verður að vera það, og í reynd þarf að vera það.  Þeir sem einhverra hluta vegna vilja setja fótinn fyrir slík áform, tala um glundroða og stjórnleysi.

Núverandi ríkisstjórn getur lært eina mikilvæga lexíu af fyrri ríkisstjórn. Sú stjórn var með of mörg stórmál undir.  Hún var að berjast á alltof mörgum vígstöðvum, hún ögraði of mörgum, jafnvel þeim sem gátu kallast vinir hennar.


Stóra spurning núverandi ríkisstjórnar er, hvað er hægt að hafa mörg stórmál undir í einu?  Hvað ræður íslensk stjórnsýsla við og stoðkerfi framkvæmdavaldsins.  Mitt svar, færri mál en þú heldur og vilt.  Það verður einfaldlega að forgangsraða og skilja hvað forgangsröðun þýðir.  Hún þýðir nei við fjölmörgum málum, sem þá færast aftur um X mörg ár.   Þessi raunveruleiki er erfiðasta verkefni stjórnmálanna.  Krefst mikillar ögunar stórs hóp fólks, sem hefur 100 skoðanir og enn fleiri hagsmuni.


Fyrir forystumennina er stóra spurningin, hvort er betra tæki til árangurs, svipan eða rökræðan ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

þú varst að spá í gengi á gjaldeyrismarkaði. Gengi gjaldmiðla sveiflast á hverri sekúndu. Gjaldeyrismarkaðurinn veltir 5 trilljónum dollar á meðan NADAQ veltir 200 milljörðum. Farðu á www.netdania.com og farðu að stúdéra hvernig FOREX markaðurinn vinnur, með þáttöku margra líka litla Seðlabanka Íslands

Halldór Jónsson, 15.9.2013 kl. 18:19

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Sæll félagi, takk fyrir þessa ábendingu. Ég er alltaf tilbúinn að læra, vann nú reyndar á þessum markaði á tímabili, þó ekki væri það langt. Í mínum litla pistli um þetta mál var ég ekki að tala um alþjóðlegan gjaldeyrismarkað. Ég var að tala um skráningu gengis á íslensku krónunni okkar og því miður er hún ekki alþjóðlegur gjaldmiðill. Ég var m.a. að ræða um mismunandi gengi t.d. hjá litla Seðlabankanum okkar.

Jón Atli Kristjánsson, 15.9.2013 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband