11.9.2013 | 09:29
Maðurinn á götunni og alheimspólitíkin.
Ég man vel eftir Vietnam stríðinu, sem var stöðugt fréttaefni um árabil. Um hvað snérist sú styrjöld, að stöðva framrás kommúnisma í heiminum? Þegar á reyndi þurfti nú ekki að drepa fólk þess vegna sá ismi, framdi sjálfsmorð.
Líbanon var land í stöðugum fréttum um árabil. Um hvað snérist sú styrjöld? Nöfn eins og Hisbolla, dundu í eyrum okkar. Reyndar nafn sem nú rís aftur upp í Sýrlandi.
Írak og átökin fyrir botni Persaflóa, hver kannast ekki við þau stríð. Sérstað þessara stríða er að þau voru meira og minna í beinni útsendingu. Tæknistríð, svona eins og tölvuleikir. Já og til hvers? Saddam var vondur kall, og fékk maklega málagjöld, en hefur betra tekið við. Svo virðist mér ekki vera.
Sýrland og borgarstyrjöldin þar. Um hvað er í reynd barist í þessu land, af hverju berjast þar bræður?
Boðskapur þessa pistils er, að þegar öllu er á botninn hvolft, vitum við ekkert um hvað raunverulega þessi átök hafa verið. Hvaða hagsmunir hafa keyrt þetta áfram, vopnaframleiðendur. Til hvers öll þessi voðaverk hafa verið framin. Getur maður sagst vera upplýstur maður þegar þessi mál eru rædd. Ég segi langt í frá, hula brjálsemi og lyga, umlykur alla þessa atburði.
Hvað skyldi maður hafa eytt löngum tíma í að hlusta á og lesa um þess atburði. Tíma sem betur hefði verið varið í annað !! Að ég tali nú ekki um sálartetrið, það væri dauður maður, sem hefur ekki orðið fyrir neikvæðum áhrifum af þessum ósköpum.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón Atli, þú skrifar góða pistla og hafðu þökk fyrir það.
Bloggvinar kveðja, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 14.9.2013 kl. 03:48
Takk Kristján, klapp á bakið í alltaf vel þegið, og haf þú sjálfur þökk fyrir það !!
Jón Atli Kristjánsson, 15.9.2013 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.