Eru njósnir nauðsynlegar.


Það er mat helstu ríkja heims að njósnir séu nauðsynlegar og réttlætanlegar. Nýlegar uppljóstranir hafa sýnt okkur hvað þessar njósnir eru umfangsmiklar. Þessar njósnir eru ekki lengur spennandi sjónvarpsseríur eða spennubækur, heldur raunveruleiki sem er miklu nær okkur en við höldum. Þetta eru ekki, leynifundir í almenningsgörðum, heldur tæknivætt eftirlit, þar sem nýjustu og bestu tækni er notuð.  Ofurtölvur finna það og greina sem menn vilja vita.
Njósnir eru auðvitað ekkert nýtt, það er umfangið, viðhorfið til laga og réttar og siðferðis, sem hræðir.  Stjórnendur þessarar starfsemi eru hafnir yfir lög og rétt og varðir af stjórnmálamönnum, sem fólk hefur annars litið á sem heiðarlega. Toppurinn á þessari starfsemi hlýtur að vera Þjóðaröryggisráð USA, með sínar undirstofnanir.
Öll þessi starfsemi er auðvitað leyndó - þjóðarhagsmunir. Ef við þurfum að upplýsa um hvernig við vinnum, getum við ekki unnið.  Ófreskjan er sem sé góð ófreskja, sem vinnur fyrir fólkið, verndar það fyrir óvinum sínum- vondu köllunum.  Látið okkur í friði, þá verður allt gott.
Maður spyr sig hvað vald það er eiginlega sem getur tekið í taumana á þeirri ófreskju sem njósnirnar hafa skapað.  Fáeinar manneskjur hafa fórnað sér til að vekja okkur hin, hafa þannig kallað yfir sig óvild ófreskjunnar, sem blæs þeim burtu, með viðeigandi rökum.  Í Rússlandi hafa andófsmenn  ekki talið rétt fram til skatts.  Lexía sem Rússar lærðu væntanlega af Bandaríkjamönnum, varðandi Al Capone.
Í pólitík verður árangur Pírata ekki skýrður öðruvísi enn að almenningur sjái hættuna. Það virðist vera mikið ungt fólk. Þetta fólk Píratar eru að reyna að gera eitthvað. Hafi þau þökk fyrir sitt hugrekki og vinnu.  Skyldi gamla góða lýðræðið vera það vald, sem ófreskjan þarf að óttast mest !!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband