Deilan um Reykjavíkurflugvöll.


Það má segja um þetta mál, eins og mörg önnur, að ekki vantar umræðuna, skýrslur, kosningar og kannanir.
Ítarleg skýrsla unnin 2005 um þá kosti að flytja flugvöllinn,  skil ég þannig að besti kosturinn sé að hafa hann þar sem hann er með 2 flugbrautum.
Landsbyggðin vill hafa flugvöllinn þar sem hann er og vísar til hlutverks höfuðborgarinnar og mikilvægis sjúkraflugs.  Þröngir hagsmunir Reykjavíkur víki fyrir meiri hagmunum.
Rekstaraðilar segja að innanlandsflug leggist niður ef flugvöllurinn er fluttur. Skýrar getur það nú ekki orðið.
Á mæltu máli er Reykjavík og íbúar borgarinnar beðnir um að taka hagsmuni þjóðarinnar fram yfir sína.   Sá fórnarkostnaður er höfuðborgin færir í krónum og aurum liggur fyrir í grófum dráttum.  Borgin gæti sagt, allt í lagi flugvöllurinn verður, en þeir sem njóta verða að borga, ekki íbúar Reykjavíkur einir.   Ríkið f.h. fólksins ætti þá að borga, þessi kostnaður gæti verið hluti flugfarseðla í innanlandsflugi.
Hvað þá um hagnað Reykjavíkur af þessari starfsemi og því tengt. Örugglega einhvern en ég er viss um að í þessu bókhaldi, skiptir þetta ekki öllu máli.
Er nokkuð ósanngjarnt við þessa nálgun.  Í viðskiptum þætti þetta eðlilegt. Í öllum samanburði kosta, í þessu tilfelli samgöngum,  þarf að þekkja raunverulegan kostnað. Það er ekkert til sem heitir  „ free lunch „

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Flugfarþegar borga vissulega fyrir afnot af flugvellinum. Hvort skipting þess kostnaðar sé réttur, milli þeirra aðila sem hann fá, er svo aftur spurning.

Það liggur fyrir að tekjur Reykjavíkurborgar af rekstri flugvallarins eru nokkrar, sennilega mun meiri en margann grunar. Einhvernveginn hefur þó engum dottið til hugar að meta þann hagnað borgarinnar. Þar eru auðvitað aðstöðugjöld og fasteignaskattur sennilega stæðstu liðirnir, en ekki má gleyma þeirri staðreynd að við flugvöllinn starfar fólk sem í flestum tilfellum er á hærri launum en gengur og gerist. Margt, ef ekki flest af því starfsfólk býr innan Reykjavíkur og greiðir sín gjöld til borgarinnar.

Færist flugið til Keflavíkur, er ljóst að engir aðiar munu fást til að stunda innanlandsflug. Það mun leggjast niður. Þá munu þau störf sem það veitir í dag einnig leggjast niður. Flugumsjón og þjónusta við Reykjavíkurflugvöll mun einnig leggjast af.  Þetta mun hafa mun víðtækari afleiðingar en margur heldur fram og víst að uppbygging íbúðahúsnæðis í Vatnsmýrinni mun ekki bæta það tjón, til lengri tíma litið.

Hugsanlega mun Reykjavíkurborg hafa einhvern tímabundinn hagnað af því að breyta notkun Vatnsmýrar úr samgöngum yfir í byggð. Sá hagnaður mun sennilega fyrst og fremst fást með sölu lóða. Eftir að því er lokið er ekki víst að hagnaðurinn verði mikill.

Þá er vandséð hvernig byggð upp á tugi þúsunda fólks, vestast í borgarlandinu, getur tengst eystri hluta borgarinnar og landinu í heild. Nú þegar er umferðaþungi milli vestur og austurhluta borgarinnar orðinn að vandamáli og einmitt á þeirri leið sem flest slysin verða innan borgarinnar.

Kannski hugsa borgarfulltrúar sér að allt þetta fólk fái vinnu í miðborginni. Þá þarf vissulega að fjölga kaffihúsunum, svo starfsmenn þeirra getir farið á næsta kaffihús til að lepja kaffi!

Reykjavíkurborg er höfuðborg Íslands og ber að haga sér samkvæmt því. Treysti borgarfulltrúar sér ekki til þess, verður einfaldlega að finna höfuðstað landsins annan stað og flytja alla stjórnsýslu þangað, ásamt allri þeirri þjónustu sem allir landsmenn njóta, s.s. landspítala, Háskóla Íslands, alla bankastarfsemi og aðra fjármálastarfsemi tengda henni að ógleymdum innanlandsflugvelli fyrir þjóðina. Það eru margir staðir sem hafa burði og vilja til að taka við þessu kefli af Reykjavík.

Gunnar Heiðarsson, 7.9.2013 kl. 17:26

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hagnaðurinn með sölu lóða er enginn í raun, af því að peningar skipta bara um hendur. Eða halda menn að þessir peningar detti af himnum ofan? Einhver borgar þá og þá verður ekki hægt að nota þá í annað á meðan.

Ómar Ragnarsson, 8.9.2013 kl. 00:13

3 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Ómar, tekjur borgarinnar af nýtingu þessa svæðis eru ekki aðeins einskiptis tekjur. Þar erum við að tala um stórar tölur. Inn á svæðið koma væntanlega nýir íbúar sem greiða skatta og skyldur.  Betri nýting samgöngumannvirkja og skóla svo dæmi séu tekin.  Hér eru þó til umræðu þröngir hagmunir Reykvíkinga, það er rétt hjá þér, að flytji einhver frá Akureyri, í Vatnsmýrina missir Akureyri tekjur.

Gunnar, auðvitað hefur borgin tekjur af flugvellinum. Mitt innlegg í umræðuna var að þetta bókhald væri " rétt " fært.

Jón Atli Kristjánsson, 8.9.2013 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband