27.8.2013 | 16:11
Karp žingmanna vandi Alžingis.
Lausn vandans er žį vęntanlega aš minnka karpiš eša hętta žvķ alveg !! Hér er žó aš fleiru aš hyggja. Ķ upphafi žings er lķtiš af mįlum fram komin. Žau hafa tilhneigingu til aš koma seint frį framkvęmdavaldinu, gerir žaš aš verkum aš allt er unniš ķ tķmahraki og spreng. Žingmenn hafa žvķ alltof lķtiš aš gera, langa tķma. Žennan kröftuga hóp vantar višfangsefni. Dęgurmįl eru žvķ dregin ķ žingsal og slegiš er upp mįlfundi, eša bśnar til endalausar fyrirspurnir. Žingmenn vilja vera ķ fjölmišlum, og sį sem er žar mest, er mestur. Fyrir fjölmišla er žetta aušvelt efni og ašgengilegt, frekar enn žaš sé mikilvęgt.
Ķ ašra röndin leišir žetta hugann aš žvķ hvort žingmenn séu of margir, fyrir žį séu ekki nęg verkefni allan žingtķmann. Fjöldi žeirra hafi ekki įkvaršast af verkefninu, heldur af pólitķskum įstęšum og valdajafnvęgi. Efni ķ ašra umręšu.
Sé žaš reyndin aš žingmenn hafi ekki nóg aš gera, hluta žingtķmans, žarf aš finna žeim veršug verkefni. Žaš žętti ekki bśmannlegt aš vinnuhjśin vęru į einhverju hljóšskrafi allan daginn og geršu ekki handtak.
Ein hugmynd vęri aš žingmenn vęru tķmabundinn starfskraftur ķ stjórnsżslunni. Žetta er fólk į besta aldri og vel menntaš. Slķk vinna gęti einnig veriš fręšandi og uppbyggileg. Annaš vęri aš žingmenn rannsökušu sjįlfir mįl ķ staš žessa aš kaupa žį vinnu dżrum dómi śti ķ bę.
Žessar hugmyndir falla lķka vel aš öllu tali um hagręšingu, eftir höfšinu dansa limirnir. Mį ekki halda žvķ fram meš gildum rökum aš žingmenn sem fęru ķ vinnu hjį umbošsmanni skuldara yršu betur umręšuhęfir um skuldavanda heimilanna enn ašrir.
Einhver kann aš halda aš žetta sé allt grķn. Žaš er žaš ekki, ķ staša žess sem hér er rętt, ženst starfsemi žingsins śt og žörf į ašstošarmönnum viršist endalaus. Žingiš veršur aš ganga į undan meš góšu fordęmi ķ sparnaši og ašhaldi. Ef žaš gerir žaš ekki, hver žį.
Alžingi og žingmenn žurfa einnig aš fara ķ fjölmišlabindindi. Žaš sem žangaš fer žarf aš vera skipulagt og įbyrgt. Krafa um gegnsęi, allt upp į borši, er góšra gjalda verš, en of mikiš mį af öllu gera. Hver man ekki eftir žeim tķma, žegar öll mįl ķ borgarstjórn Reykjavķkur voru ķ fjölmišlum. Nįnast allt ķ beinni og nįnast óbęrileg staša. Ég žakka Hönnu Birnu Kristjįnsdóttur žaš aš mįl voru tekin śr žessum farvegi og vinnufrišur skapašist.
Um bloggiš
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.