16.8.2013 | 10:58
Er raunverulegur gjaldeyrismarkaður á Íslandi?
Gengi krónunnar er hagstærð, sem hefur gífurleg áhrif á líf okkar í okkar litla hagkerfi. Gengið stýrir inn og útflutningsverði, verðlagi innfluttrar vöru og hvað fæst fyrir útflutning okkar og þá um leið afkomu útflutningsfyrirtækjanna.
Gengi erlendra mynta verður til á gjaldeyrismarkaði er það sem lesa má um þetta efni. Gjaldeyrismarkaði er stýrt af viðskiptabönkunum, og Seðlabankanum eftir atvikum. Viðskiptabankarnir eru hér aðalleikendur en Seðlabankinn hefur komið inn á markaðinn tímabundið
Til einföldunar má segja að stýringin sé ekki sérstaklega flókin ef aðeins væri um að ræða vöruviðskiptin. Vöruskiptajöfnuður segir okkur hvað við höfum, af eigin aflafé, til að greiða annað í gjaldeyri. Í reynd er þessi mismunur alltof lítill. Ýmiskonar aðrar greiðslur sem þá flokkast undir þjónustujöfnuð eru hinsvegar að hafa mikil áhrif á gengið. Kaup á nýju skipi, geta sett þennan jöfnuð allan á hliðina, svo grunnur er þessi markaður.
Ef spurt er hvað á gengi erlendra gjaldmiðla að vera á Íslandi í dag. Þá getur sú spurning vafist fyrir kerfinu Mikilvægi svarsins er hinsvegar augljóst. Sú staðreynd að Seðlabankinn er með tvöfalt gengi, annað á uppboðum sínum, ruglar og veikir hið opinberlega skráða gengi. Eða er það raunveruleikinn að við verðum að vinna með mörg gengi, eitt í vöruskiptum og aðra skráningu í því sem kalla má sérstök viðskipti
Fagleg vinnubrögð á gjaldeyrismarkaði eru eitthvað sem alla varðar. Þeir sem gæta almannahagsmuna þurfa að vera þarna á vaktinni, ekki síður en að t.d. fylgjast með vöruverði í búðum.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.