Hvað varð um hugmyndirnar um auknar tekur?

Niðurskurður og sparnaður eru töfraorðin í lausn á vanda ríkissjóðs.  AGS leggst á þessa sveif, ríkisstjórnin hefur sett upp sparnaðarhóp og umræða fjölmiðla um sparnað er fyrirferðarmikil.
Allir eru sammála um að það er nauðsynlegt að spara, en ekki hjá mér, ef vel á að vera þarf ég meiri peninga, segir kerfið.  Sparnaðurinn á að sjálfsögðu að gerast án þess að:
  • Þjónusta minnki,
  • Engar uppsagnir fólks.
Lykilorð  er kerfisbreyting.  Að kerfinu þurfi að breyta er stutt, erlendum samanburði.  Lítið er rætt um að við liðlega 300 þúsund manns, höfum og viljum hafa sama kerfi eins og milljóna þjóðfélög.  Er nú ekki kominn tími til að spyrja, hvaða kerfi höfum við efni á?  Miklar líkur eru á að okkur líki ekki svarið og þess vegna er þessi spurning ekki á dagskrá.
Sparnaðarumræðan hefur alveg yfirskyggt umræðuna um auknar tekjur.  Auknar tekjur og lægri skatta, svona til minnis.  Ég held að umræðan um auknar tekjur, sé og hafi verið góð, því þegar rykið sest er það eina varanlega lausnin á vandanum.
Virkja þarf kraft þjóðarinnar til að auka tekjur !   Er ekkert verið að gera á þessum vettvangi má spyrja.  Heilmikið og margt mjög áhugavert, hugsun okkar og áhersla þarf hinsvegar að vera þarna, framtak einstaklinga og samtaka þeirra.  Ríkið er ágætt en það eru einstaklingar sem munu skipta sköpum, varðandi meiri tekjur og lausn vandans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ástæðan fyrir þögninni um tekjuöflun er þessi:

Þrátt fyrir að íslenska þjóðin hafi frá örófi alda lifað á sjósókn í bland við landbúnað er nú svo komið að sjávarauðlindin er komin í hendur fáeinna fjölskyldna sem hafa fengið að veðsetja óveiddan fisk.

FLESTAR þessar útgerðir eru búnar að fjárfesta meira og minna í óskyldum rekstri og eru "styrkja þorskstofninn" með friðun!

Þetta hefur hvergi í heiminum tekist en Norðmenn og Rússar hafa náð að áttfalda aflann í Barentshafinu með því að veiða margfalt umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannssóknarstofnunar - ár eftir ár!

það eru pólitísk hagsmunatengsl sem ráða því að við erum á bónbjargastiginu en ekki inni í blússandi hagvexti.

Við getum nefnilega veitt helmingi meira en við gerum.

Það má bara ekki tala um það.

Þess vegna er því logið að þjóðinni að við séum með besta fiskveiðikerfi í heimi.

Lifi markaðslögmálið!

Árni Gunnarsson, 12.8.2013 kl. 09:17

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við veiddum yfir 500 þúsund tonn af þorski á árunum fyrir friðun Hafró en veiðum nú 200 þús.

Við veiddum mest á meðan breskir togarar voru að draga trollin framhjá eldhúsgluggum bóndabæjanna og skipperinn kallaði: "Good Morning Lady"! um leið og hann veifaði.

Þetta ástand þöggunarinnar um fiskveiðar á Íslandi er óhugnanlegasta sönnunin um pólitíska spillingu í vestrænu ríki.

Árni Gunnarsson, 12.8.2013 kl. 09:24

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Svokölluð ,,íslenska þjóð" lifði reyndar ekki á sjósókn í gegnum aldirnar. Lifði á Landbúnaði. Sjósókn var alltaf aukaatriði fyrir innbyggjara í gegnum aldirnar. Ísland var nánast 100% landbúnaðarsamfélag í mörg hundruð aldir.

Sjósókn var eiginlega bönnuð. Vegna þess að það raskaði jafnvægi landbúnaðarsamfélagsins. Bændasamfélagsins. Bændasamfélagið lagðist gegn sjósókn og þéttbýlismyndun og beinlínis bannaði eða hamlaði hvorutveggja.

Ofanlýstri staðreynd virðist ætla að taka furðu seint að koma mönnum í skilning um. Fólk margt talar og talar eins og innbyggjar hafi stundað sjósókn villt og galið. Það er bara rangt. Innbyggjar voru hræddir við sjóinn og þorðu bara rétt útfyrir flæðamálið með eitthvað hálfsmeters snærisspotta. Voru engin vinnubrögð.

Það að elítan hafi síðan sölsað til sín allan fiskinn á seinni hluta 20.aldar er bara einn afleggjari þess að elítan sölsar alla fjármuni landsins til sín. Fiskinn sem annað.

Framsjallaflokkurinn sem innbyggjar kjósa trekk í trekk til einvalda er bókstaflega pólitísk framlenging elítunnar og þeirra verkfæri til að moka feitu bitunum úr þjóðarkjötkatlinum uppá sinn elítudisk.

Það þýðir ekkert fyrir innbyggjara núna að koma steinhissa og af fjöllum. Meirihluti innbyggjara hefur valið að ganga í gapastokk elítunnar. Þar skulu þeir nú fá að sanda amk. 4 ár og láta framsjalla hýða sig með þjóðrembingsbulli. Og verði þeim bara að góðu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.8.2013 kl. 13:26

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta var undarlegt ávarp atarna! Ætli hugtakið "að lifa" hafi allt fram á tuttugustu öld takmarkast við að sjóða ket?

Það er vont þegar afglapar taka að sér að kynna söguna fyrir ungum kynslóðum. Ég ráðlegg þér Ómar að stauta þig fram úr annálum og kynna þér vertíðir og ferðalög vermanna norðan úr landi til sjóróðra. Svona til dæmis.

Þú talar með nokkrum sanni um Framsjalla svonefnda og að þeir hafi trekk í trekk verið kosnir. Minni þig á að Frjálslyndi flokkurinn var ekki framsjallaflokkur en var reyndar eyðlagður innan frá illu heilli.

En í alþingiskosningum 2009 voru kosnir til forystu tveir flokkar sem skoruðu framsjalla á hólm! Þetta voru vinstri flokkar og höfðu með sér í farteski inn á Alþingi LANDSFUNDARSAMÞYKKTIR um afdráttarlausar breytingar á kvótakerfinu og innköllun aflaheimilda. Hverjar urðu efndirnar?

Mér hugnast betur að láta hægri menn segja að þeir viti að aflaheimildir séu betur geymdar hjá Líú- Klaninu en að fiskimiðin séu nýtt til hagsbóta fyrir þjóðina. Hugnast það betur en að láta vinstri garma blekkja kjósendur með blaðri um það réttlæti sem þeir hvorki höfðu hug á að tryggja né hug til að framkvæma né vit til að skipuleggja.

Mér finnst betra að sjá framan í óvininn þó hann glotti og sýni mér hroka, en að láta vini mína ljúga að mér með brosi og loforðum. 

Það voru vinstri bjálfarnir sem réttu hægri úlfhundunum lyklana að íslenskri stjórnsýslu. Þeir gerðu það með því að setja heimsmet í vanburðum og beinum svikum við kjósendur. Það voru vinstri garmarnir sem settu allt, ALLT að veði til þess að afsala fullveldi þjóðarinnar fyrir vel launuð störf handa jakkalökkum sínum af báðum kynjum. Það skipti ykkur engu máli hvort þjóðin næði sjálfbjarga stöðu vegna eigin auðlinda. Þið vilduð bara fá að opna fallega pakkann frá Brussel.

Svei attan!

Árni Gunnarsson, 12.8.2013 kl. 14:07

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Ætli hugtakið "að lifa" hafi allt fram á tuttugustu öld takmarkast við að sjóða ket?"

Nei. Það er nefnilega skemmtilega óvænti vinkillinn á málinu. Íslendingar borðuðu aldrei mikið kjet. Þeð er eiginlega spáný uppfinning að borða svona mikið kjet.

Hvað átu menn þá ef það var hvorki fiskur eða kjet? Svarið er: Mjólk.

Lifðu á mjólk.

Þeir ræktuðu spendýr og nýttu mjólk þeirra sér til næringar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.8.2013 kl. 15:05

6 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Jæja Árni og Ómar, þið verðið seint sammála.  Ég sé ekkert athugavert við að sjávarútvegsfyrirtæki fjárfesti í öðrum greinum, svo fremi það styrki afkomu þeirra og dreifi áhættu. Verðbréfabrask ( 2007 ) á þar ekki að vera viðmið, eða koma einhverju óorði á slíka fjárfestingu. Helst vil ég að sjávarútvegurinn leggist á sveif með stjórnvöldum og fjárfesti í greininni, nú þegar ætla má að tilraunastarfsemi með þessa grein sé lokið.

Hafró ræður hvað hér er veitt, og segist byggja það á vísindalegum grunni. Stjórnvöld hafa farið að þessum ráðum og útgerðarmenn staðið með ráðgjöf Hafró.  Þó um þetta efni standi deilur, sem ég hef áður fjallað um, er nokkuð þétt samstaða um núverandi skipan. Barentshafið er hinsvegar dæmi um furðulegt ástand, sem frá sjónarmiði leikmanns, setur þessi fræði sannarlega í uppnám.

Jón Atli Kristjánsson, 12.8.2013 kl. 16:08

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú er Ómar Bjarki frainn að segja mér hvað fólk hafði sér til matar á fyrri öldum. Gæti hugsast að einhver sem mig þekkir fari nú að hugsa til eggsins sem kennir hænunni.

Það er utanhallt í sannleikanum Jón Atli að Hafró ráði hvað hér er veitt. Reyndar er það utan við sannleikann að öðru leyti en því að fiskifræðingarnir hafa verið látnir ráða. Stjórnvöld ráða þessu alfarið.

Ef afkoma útgerðar er í raun eins og útgerðarmenn segja þá hefur ekki einungis afkomu landsbyggðarinnar - sjávarþorpanna verið rústað með kvótakerfinu heldur hefur einnig afkomu útgerðar, lánastofnana og samfélagsins í heild verið ógnað með þessum bjánaskap. Fiskurinn á miðunum er síkvik auðlind. Hann kemur í bylgjum og svo dregur úr. Enginn jafnstöðuafli hefur verið þekkt fyrirbæri á nokkrum miðum um alla s0gu nema í eldiskerjum.

Tilraunastarfsemi lokið? Við skulum vona að lokið sé þeirri tilraunastarfsemi að vannýta fiskimiðin til að halda uppi veðgildi aflaheimilda.  

Árni Gunnarsson, 12.8.2013 kl. 16:58

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Barentshafið er hinsvegar dæmi um furðulegt ástand, sem frá sjónarmiði leikmanns setur þessi fræði sannarlega í uppnám". - Gott!

Þessi "nokkuð þétta samstaða um núverandi skipan" og ráðgjöf Hafró.

Nægir sú samstaða til að gera rökræðu við stjórnmálamenn og fiskifræðinga óþarfa?

Spurningin byggir á þeirri furðulegu stöðu mikilvægasta efnahagsmáls þjóðarinnar að hvorki stjórnmálamenn né starfsmenn Hafró hafa lagt í að svara t.d. Kristni Péturssyni né Jóni Kristjánssyni sem báðir hafa sýnt með óyggjandi rökum fram á glórulausar villur í útreikningum(vs niðurstöðum í afrakstri auðlindarinnar og nýtingarstuðlum. Og hér eru menn svo að rífa hár sitt út af einhverjum brauðpeningum frá ESB!

 Eru engir heima á þessum parti plánetunnar?  

Árni Gunnarsson, 12.8.2013 kl. 20:52

9 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Ég þekki fræði Jóns vel og skoðanir Kristins vinar míns.  Þessir menn hafa sannarlega haldið Hafró við efnið, með gildum rökum og staðfestu í gegnum árin. Þeirra skoðanir hafa breikkað umræðuna og verið dæmi um að það er ekki aðeins ein fræði í þessum efnum. Ég hef sagt í fyrri skrifum mínum, að ef Jón og Kristinn hafa rétt fyrir sér hafa mikil verðmæti farið forgörðum fyrir þjóðarbúið.

Jón Atli Kristjánsson, 13.8.2013 kl. 09:27

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er kannski bláeygur öfgamaður í þessu máli - en:

Mér finnst skipta máli HVORIR hafa rétt fyrir sér; fiskifræðingar Hafró sem hefur tekist að helminga afrakstur þorskstofnsins á þriðjungi aldar - eða þeir félagar Jón og Kristinn sem halda því fram að röng ráðgjöf fiskifræðinga hafi á þessum tíma skaðað þjóðarbúið um ígildi nokkurra fjárlaga samkvæmt mínum reikningi.

Jón Kristjánsson hefur verið heiðraður af alþjóðlegri stofnun fyrir árangursríkt starf við rannsóknir á þessu sviði.

Hann vann með Færeyingum í tvö ár og veitti þeim ráðgjöf. Þeirra reynsla af okkar fiskveiðikerfi er sú að þeir lögðu það af eftir tvö ár og fyllast skelfingu ef þeir rifja það upp.

Færeyingar byggja alla sína afkomu á fiskveiðum og hafa gert það frá örófi alda.

Hafa þeir eftir allt ekkert vit á hvað þeim er fyrir bestu í þessu efni? 

Árni Gunnarsson, 13.8.2013 kl. 11:39

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Undarleg er þögnin um þessa færslu þína Jón Atli!

Ekki er gestanauðin.

Árni Gunnarsson, 13.8.2013 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband