8.8.2013 | 16:09
Öll vandamálin í sumarfríi.
Eftir 15. Júlí lokar Ísland og opnar ekki aftur fyrr enn eftir verslunarmannahelgi. Ekkert gerist í þessum tíma, allir eru í sumarfríi. Það slökknar á viðskiptalífinu og pólitík er einnig í lágmarki.
Þetta mynstur er að verða skýrara með árunum, ekki ósvipað og í mörgum löndum Evrópu, því segja má að Evrópa loki í júlí, allir í sumarfríi.
Auðvitað er þetta ágætt, fólk þarf frí, og með þessu fyrirkomulagi, þarf enginn að vera að rembast á þessum tíma, það er einfaldlega frí. Að allir séu í fríi á sama tíma, kann svo að skapa önnur vandamál eins og fyrir ferðaþjónustu, en þetta er einnig tími mikils álags á hana, ekki má forsóma blessaða ferðamennina.
Talandi um ferðamenn, þá var lengi talað um 1 milljón erlendra ferðamanna, sem kæmu til landsins. Nú nefndi einhver snillingur töluna 3 milljónir, það væri hagkvæmur fjöldi. Ég missti alvega af útleggingu á því í hverju hagkvæmnin lægi !
Það góða við þessa lokun í júlí, er að vandamálum stórfækkar. Blöð eru þunn og ræfilslega og aðrir fjölmiðlar hafa ekki úr miklum vandamálum að moða. Auðvitað þýða öll þessi ferðalög og hreyfing, fleiri slys, sem er auðvitað skelfilegt.
Svona upp úr miðjum ágúst, fer samfélagið að ná aftur takti. Vandamálin", sem hafa verið í sumarfríi rísa upp, við fáum líf okkar til baka, þetta gamla góða, sem við þekkjum svo vel.
Almættið, hefur nefnilega komið því þannig fyrir, að því meira sem við tölum um skuldir og vandamál, því meira fáum við af þeim !
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það gerast ekki betri pistlarnir. Þessi bætir alveg upp þunn blöð og þunna fjölmiðla. Hina endalausu gúrkutíð.
Sigurður Þorsteinsson, 9.8.2013 kl. 07:03
Takk fyrir þetta innlegg Sigurður, heyri frá þér.
Jón Atli Kristjánsson, 10.8.2013 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.