22.7.2013 | 22:58
Orkuveita Reykjavíkur, fórnarlamb, neikvæðrar umræðu.
Síðast var það Hellisheiðarvirkjun. Umræðan um þetta fyrirtæki sýnir betur en nokkuð að eigandi þess Reykjavíkurborg á að selja þetta fyrirtæki sem fyrst. Allt eða hluta.
Upp hefur risið á Íslandi markaður með orku, sem gerir það að verkum að Reykjavíkurborg, getur keypt sína orku á markaði og þarf ekki þess vegna að standa í orkurekstri.
Eini veiki hlekkurinn í þessum rökum er kaup á heitu vatni, sem borgin gæti tryggt sér með samningum við kaupanda Orkuveitunnar, sem er beggja hagur.
Eins og starfsemi Orkuveitunnar hefur þróast, er eignarhald borgarinnar á þessu fyrirtæki afar óheppilegt. Eignarhaldið er blátt áfram skaðlegt fyrirtækinu, stjórnun þess og rekstri.
Pólitískar deilur um reksturinn og neikvæð umræða er óbærilega fyrir stjórnendur þess og eiganda. Umræðan er oftar en ekki persónuleg og rætin, og í reynd getur ekkert venjulegt fyrirtæki búið við slíkar kringumstæður. Þetta er ekki umræða um opinberan rekstur eða einkarekstur, þetta er eitthvað allt annað.
Núverandi meirihluti í borginni sýndi dug og þor í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins, sem meta þarf að verðleikum. Nú þarf að taka næsta skref og klára málið. Vilji eigandinn fara þessa leið eru kaupendur til staðar.
Upp hefur risið á Íslandi markaður með orku, sem gerir það að verkum að Reykjavíkurborg, getur keypt sína orku á markaði og þarf ekki þess vegna að standa í orkurekstri.
Eini veiki hlekkurinn í þessum rökum er kaup á heitu vatni, sem borgin gæti tryggt sér með samningum við kaupanda Orkuveitunnar, sem er beggja hagur.
Eins og starfsemi Orkuveitunnar hefur þróast, er eignarhald borgarinnar á þessu fyrirtæki afar óheppilegt. Eignarhaldið er blátt áfram skaðlegt fyrirtækinu, stjórnun þess og rekstri.
Pólitískar deilur um reksturinn og neikvæð umræða er óbærilega fyrir stjórnendur þess og eiganda. Umræðan er oftar en ekki persónuleg og rætin, og í reynd getur ekkert venjulegt fyrirtæki búið við slíkar kringumstæður. Þetta er ekki umræða um opinberan rekstur eða einkarekstur, þetta er eitthvað allt annað.
Núverandi meirihluti í borginni sýndi dug og þor í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins, sem meta þarf að verðleikum. Nú þarf að taka næsta skref og klára málið. Vilji eigandinn fara þessa leið eru kaupendur til staðar.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef áhættulausum einokunarrekstri tekst að klúðra málum sínum þannig að fyrirtækið líti út eins og Landhelgisgæsla sem álpast út í rekstur spilavíta, næturklúbba og sem stanslaust leggur tundurdufl í siglingaleiðir sínar; þá skiptir engu máli hver "heldur á eigninni". Reka þarf umsvifalaust þá sem tekst að búa til apabúr úr þannig plánetu friðar. Og það eru stjórnendur fyrirtækisins, eins og einnig var í tilfelli Baugs Group, Glitnis, Landsbankans og sirka 200 annarra fyrirtækja í glaprekstri.
Reykvíkingar þurfa hér að grípa til sinna ráða. Þetta er þeirra fyrirtæki.
Gunnar Rögnvaldsson, 22.7.2013 kl. 23:51
En kannski mætti segja að "Orkuveita Reykjavíkur" sé í síðasta enda að glíma við afleiðingar jákvæðrar umræðu, eins og Baugur Group. Já já kórsins.
Lesist: það er ekki hægt að tala hvorki fyrirtæki né markaði upp né niður til lengdar. Raunveruleikinn mun alltaf taka fram úr þannig stjórnunaraðferðum.
Hvað skyldu margir "talsmenn" vera á launum við að gera það sem stjórnendur fá greidd laun fyrir að gera?
Gunnar Rögnvaldsson, 23.7.2013 kl. 00:54
Ég vil taka undir orð Gunnars hér að ofan. Ég starfaði þarna frá 1982-2012 fyrst hjá Rafmagnsveituni sem var að mínu viti hófsamt og vel rekið sem skilaði milljörðum í borgarsjóð. Þegar Orkuveitan varð til um aldamótin varð alger viðsnúningur og engu líkara en æði hefði gripið menn. Þeir stjórnendur sem hafa verið hjá OR virðast upp til hópa vanhæfir og samviskulausir. Þvílíkur hrillingur sem þarna hefur átt sér stað og mér er til efs að nokkuð skíkt hafi áður gerst á Íslandi. En er þarna stjórnendur sem tóku fullan þátt í niðurbroti á fyrirtækinu en eiga nú að reisa það við. Maður bara skilur ekki hvað menn eru að hugsa. OR skuldar 215 milljarða í dag, já 215 milljarða. segir það ekki allt sem segja þarf um óstjórnina sem þarna hefur verið.
HLERINN, 23.7.2013 kl. 03:08
"...líður fyrir neikvæða umræðu..." Hér er hlutunum snúið við. Fyrirtækið líður einfaldlega fyrir fáránlegan rekstur árum saman og það olli umræðu, sem var nauðsynleg þótt hún gæti ekki orðið annað en neikvæð úr því að starfsemin og reksturinn voru það.
Ómar Ragnarsson, 23.7.2013 kl. 17:09
Kröftug umræða og þið virðist vera sammála um að vandinn sé óhæfir stjórnendur. Stjórnin hefur verið skipuð stjórnmálamönnum, og þeim hefur þótt það eðlilegt að setjast í stjórn þessa fyrirtækis. Hin leiðin hefði verið að stjórnin hefði verið skipuð utanaðkomandi einstaklingum. Ráðning æðstu stjórnenda hefur oftar en ekki mótast af ráðandi öflum á hverjum tíma. Eftir höfðinu dansa limirnir. Hef ekki trú á að þetta breytist. Tel því einfaldlega að Reykvíkingar eigi að losa sig út úr þessum rekstri. Neikvæð umræða um OR er að sjálfsögðu afleiðing af því sem þar hefur verið að gerast. Umræðan er ekki eingöngu efnisleg eða réttlát, heldur pólitískt skítkast. Hvaða fyrirtæki getur búið við þessar kringumstæður var minn púntur.
Jón Atli Kristjánsson, 23.7.2013 kl. 23:42
Já það er þetta með hvernig við stjórnum slíku fyrirtæki sem er í eigu borgarbúa. Eitt veit ég að þeir sem sátu í stjórn OR eftir aldamót höfðu sára lítið vit á þeim rekstri sem OR átti að sinna. Og það er heldur ekki hægt að ætlast til þess þar sem þetta fólk er pólitískt skipað. Það voru stjórnendur innan fyrirtækisins sem höfðu völdin og gerðu það sem þeim hugnaðist. Allir sem til þekkja vita mæta vel að Alfreð Þ og Guðmundur Þ eru þeir sem lögðu grunninn. Þessir menn gerðu það sem þeim sýndist. Undir stjórn þessara manna töpuðust mestu fjármunirnir. Hófsamir menn sem komu frá gömlu veitunum var umsvifalaust vísað á dyr væru þeir eitthvað að ybba gogg. Þarna voru ráðnir til starfa vel greiddir ungir menn og konur í stuttum pilsum sem áttu allt að kunna. Og fólki var sagt að nú væru komnir nýir tímar. Menn stóðu á öndinni og vissu varla hvað var austur eða vestur. Og það var blásið til heljarinnar veislu ef svo má segja. Þeir sem voru í stjórn OR höfðu ekkert um þetta að segja, fengu endrum og eins að vera memm. Menn halda kannski að ég sé að grínast en svo er alls ekki. En það kom að því að lengra var ekki haldið. 215 milljarðar kostaði ballið og engin fór með sætustu stelpunni heim. Og þá var komið að fólkinu sem vann þarna og sumt að því hafði fórnað allri starfs æfinni þarna. Jú, í dag farið þið heim og þurfið ekki að mæta hér meir. Sömu menn og voru á fullu í sukkinu voru sendir til að slátra þessu fólki. Já og þeir vinna þarna enn þessir böðlar og fá vel borgað. Finns mönnum þetta í lagi. Nei, það þarf að hreinsa þarna út og ætti fyrir löngu að vera búið. Og það þarf að skoða það rækilega hvernig við skipum stjórn á þessum bæ. Það þarf allavega að hafa fólk sem veit hvað rafmagn og vatn er.
HLERINN, 24.7.2013 kl. 03:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.