18.7.2013 | 23:42
Að koma atvinnulífinu á fulla ferð.
Það er markmið nýrrar ríkisstjórnar að koma atvinnulífinu á fullt skrið. Þetta markmið og framkvæmd þess leysir fjölda vandamála okkar í einnig svipan. Jafnvel skuldavanda heimilanna.
Ríkisstjórnin ætti að vera í kjörstöðu til að vinna hér fljótt og vel. Ekki fer heldur milli mála að almenn samstaða á að vera um þetta markmið. Kjarasamningar munu eflaust snúast um þetta atriði, enda væri þá verið að skipta stærri köku.
Hvernig á þetta að gerast:
Ríkisstjórnin ætti að vera í kjörstöðu til að vinna hér fljótt og vel. Ekki fer heldur milli mála að almenn samstaða á að vera um þetta markmið. Kjarasamningar munu eflaust snúast um þetta atriði, enda væri þá verið að skipta stærri köku.
Hvernig á þetta að gerast:
- Eðlilegt er að sjávarútvegurinn fari nú á fulla ferð í fjárfestingum. Það hlýtur að vera hluti af samvinnu stjórnvalda og greinarinnar um endurskoðun laga um fiskveiðistjórn,
- Ferðaiðnaðurinn ætti að geta fjárfest umtalsvert á forsendum stækkandi markaðar. Bankakerfið á að vera vel í stakk búið til að fjármagna slíkar framkvæmdir.
- Fasteignamarkaðurinn ætti einnig að eiga góða möguleika. Miklir fjármunir liggja illa nýttir hjá sveitarfélögum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, sem lagðir voru í skipulag og uppbyggingu heilu hverfanna. Verðlagning lóða og eigna á þessum svæðum, þarf hinsvegar að fá að aðlagast markaðsaðstæðum. Æskilegt er að þessir fjármunir nýtist sem fyrst. Nauðsynlega vantar nýtt fjármögnunarkerfi íbúðarhúsnæðis, til að skapa festu og öryggi á þessum markaði.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.