Að koma atvinnulífinu á fulla ferð.

Það er markmið nýrrar ríkisstjórnar að koma atvinnulífinu á fullt skrið. Þetta markmið og framkvæmd þess leysir fjölda vandamála okkar í einnig svipan. Jafnvel skuldavanda heimilanna.
Ríkisstjórnin ætti að vera í kjörstöðu til að vinna hér fljótt og vel.  Ekki fer heldur milli mála að almenn samstaða á að vera um þetta markmið. Kjarasamningar munu eflaust snúast um þetta atriði, enda væri þá verið að skipta stærri köku.
Hvernig á þetta að gerast:
  • Eðlilegt er að sjávarútvegurinn fari nú á fulla ferð í fjárfestingum. Það hlýtur að vera hluti af samvinnu stjórnvalda og greinarinnar um endurskoðun laga um fiskveiðistjórn,
  • Ferðaiðnaðurinn ætti að geta fjárfest umtalsvert á forsendum stækkandi markaðar. Bankakerfið á að vera vel í stakk búið til að fjármagna slíkar framkvæmdir.
  • Fasteignamarkaðurinn ætti einnig að eiga góða möguleika. Miklir fjármunir liggja illa nýttir hjá sveitarfélögum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, sem lagðir voru í skipulag og uppbyggingu heilu hverfanna. Verðlagning lóða og eigna á þessum svæðum, þarf hinsvegar að fá að aðlagast markaðsaðstæðum. Æskilegt er að þessir fjármunir nýtist sem fyrst. Nauðsynlega vantar nýtt fjármögnunarkerfi íbúðarhúsnæðis, til að skapa festu og öryggi á þessum markaði.
Það eru til nægir peningar á Íslandi til fjárfestinga.  Ný hlutabréfa - og skuldabréfaútboð sýna þetta.  Stórir og öflugir sjóður hafa verið stofnaðir og hafa átt auðvelt með að ná í peninga.  Vandinn er sá að áhugasvið þessara aðila hefur um of mótast af „ þröngum sjónarmiðum „ eins og að einskorða sig við fasteinamarkaðinn, þó hann sé allra góðra gjalda verður.  Stöðugt ákall um erlenda fjárfestingu er ekki vegna þess að peninga vanti.  Við verðum sjálf að virkja okkar eigið hugvit og taka frumkvæði.  Útlendingar eru ekki endilega það sem við þurfum, heldur trú á okkur sjálf.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband