8.7.2013 | 17:07
Skuldavandi, tilvistarvandi Suður - Evrópuríkja.
Við könnumst við umræðuna um að suður-evrópuríki, þau séu sérstaklega óábyrg í stjórn- og fjármálum. Sönnun þessa, sé staða þeirra í dag.
Tvö ríki eru þar nú í sérstökum vandræðum, Grikkland og Portugal. Þessi ríki tóku mikið af lánum, á þeim tímum þegar lánsfé var ódýrt og auðfengið. Þessi lán þarf nú að borga til baka. Þrautaganga þessara þjóða er sú sama:
- Þegar greiða á skuldirnar, eru allar forsendur breyttar, það er skollin á kreppa, allt er á niðurleið, greiðslugeta er engin,
- Greiðsluþrot blasir við, leitað er til ESB um fjárhagsaðstoð. Eftir japl og fuður er björgunarlán veitt. Skilyrði lánsins eru hinsvegar mjög harkarleg, þó ekki sé meira sagt,
Það er stundum sagt að þjóðir fái þá stjórnmálamenn, sem þær eiga skilið, og hafa valið þessa menn í lýðræðislegum kosningum. Örugglega rétt, en í fæstum tilfellum eru þessir menn ábyrgir, reikningurinn lendir á almenningi.
Hver er svo staðan í þessu hildarleik tökum dæmi:
Hagstofa Grikklands greindi frá því í gær að atvinnuleysi í Grikklandi í janúar hefði verið 27,2% samanborið við 21,5% á sama tíma fyrir ári. Fram kemur á fréttavefnum Eurobserver.com að 34% atvinnuleysi hafi hins vegar verið í aldurshópnum 25-34 ára.
Líf heilla þjóða er sett í þá stöðu, að fólk lifir við hungurmörk, og jafnvel þó fólk vilji vinna er enga vinnu að fá. Almenn lífskjör eru færð afturábak um áratugi. Enginn er bættari, geta til að greiða lán, hefur stórversnað, og það eina sem er víst er að það þarf meiri lán, meiri niðurlægingu, meira vonleysi og landflótta.
Allir ættu að vita, að öll þessi gömlu lán eru töpuð, þau átti að afskrifa strax, ný lán ef þau voru þá fáanleg, áttu að ganga til uppbyggingar.
Þeir björgunarpakkar sem suður-evrópa hefur fengið, snúast ekki um fólkið í þessum löndum eða líf þess. Þetta er talnaleikur fjármálastofnana, sem ekki geta horfst í augu við staðreyndir, að lán þeirra eru töpuð.
Haldi einhver að þjóðir sem hefur verið slátrað með þeim hætti sem gert var borgi eitthvað eða vilji borga. Aldeilis ekki, raunveruleiki þessara þjóða er að halda lífi frá degi til dags.
Evrópsk saga ætti að kenna arkitektum fjármálalausna liðinna mánaða, hvað gerist. Þjóðverja þekkja sína sögu og stríðsskaðabætur fyrri heimsstyrjaldar. Í stjórnmálum hefur verið skapaður grundvöllur fyrir öfgahópa. Upp rís tvöfalt hagkerfi, engir skattar eru greiddir og leið upplausnarinnar er ráðin.
Er þetta sú Evrópa sem menn vilja byggja upp, er þetta Evrópa friðar og réttlætis. Auðvitað ekki. Þó þessi lýsing á ástandinu, sé yfirmáta einfölduð, dregur hún upp dökka mynd. Mynd af stöðu sem bitnar á fólki, fólki sem vill lifa lífinu, eiga börn og vera hamingjusamt. Á þetta að snúast um eitthvað annað !!
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er einsog þú sért að tala um skuldavanda Íslendinga.
Gísli Ingvarsson, 8.7.2013 kl. 20:54
Frábær grein, en hún kallar á þá spuringu í hvers konar ESB, við værum að gagna ef við færum þangað inn. Í Þýskalandi er nú meira talað um að skipta ESB í tvennt, því þjóðirnar séu svo ólíkar. Það leiðir hugann að því í hvorum hlutanum við myndum lenda færum við í ESB. Ef Evran henntar ekki öllum aðildarríkjunum, er Evran er e.t.v. ekki sú voodoo lausn sem haldið hefur verið fam hérlendis, þar sem myntin er jafnvel talin muni lækna exem.
Sigurður Þorsteinsson, 9.7.2013 kl. 06:49
Sæll Gísli, það eru gömul sannindi að það getur verið sárt að tala um sinn eigin vanda. Þá er brugðið á það lag að tala um vanda annarra til að fá svolitla fjarlægð á málið. Okkar skuldavandi er efni í annan pistil. Það er alveg rétt sem þú segir Siggi. Mjög margt ólíkt er með núverandi 28 ESB ríkjum efnahagslega og menningarlega. Augljósa tengingin er sú landfræðilega en svo fer margt á skjön. Það er hinsvegar alveg ljóst hver leiðir þetta.
Jón Atli Kristjánsson, 9.7.2013 kl. 11:59
Ziggi er gæi sem telur ekki eftir sér að fara úr leið til að "gagnrýna" ESB. Mest er þetta orðið endurtekningar á sama stefinu og því sannkölluð gagg-rýni. Um áramótin munu Lettar taka upp evru. Sennilega mikið exem í þvísa landi.
Gísli Ingvarsson, 9.7.2013 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.