5.7.2013 | 10:22
Raunasaga Íbúðalánasjóðs á 2.000 síðum.
Afleiðingar hrunsins 2008 og umdeilanlegrar hagstjórnar s.l. 10 ár, eru enn að koma fram. Nýjasta innleggið er ný skýrsla um Íbúðalánasjóð. Mikil skýrsla að vöxtum. Næsta gusa er svo væntanlega skýrsla um Sparisjóðina, ris þeirra og fall.
Vandi Íbúðalánsjóðs hefur lengi verið kunnur og málinu haldið á floti, með smáskammtalækningum. Í skýrslunni er myndin skýrð og taptölur staðfestar, verulega hærri en svartsýnustu spár. Mikil vinna hefur verið lögð í þessa skýrslu.
Á fyrsta degi skýrslunnar logar öll umræðan í pólitík, enda málið eldfimt pólitískt. Þannig verður margt í innihald skýrslunnar vatn á myllu pólitískrar deilumála í staða efnislegrar umræðu. Framundan er því langt pólitískt þras um orðna hluti og ábyrgð sem að lokum enginn axlar. Enda margir sem komu að þessu hættir í starfi eða pólitík. Skýrslan kemur eins og kölluð í gúrkutíð fjölmiðla. Umræðan mun taka tíma fólks, sem ætti að nota tíma sinn í annað, núið frekar, enn fortíðina. Réttlæting umræðunnar er að nú eigi að læra af fyrri mistökum. Ef einhver lína er í öllum þessum skrifum, þá er hún sú, að við lærum ekkert, hlustum ekkert !!
Mín skoðun er að það eigi að loka Íbúðalánsjóði og skipa honum slitastjórn. Byggja þarf upp nýtt kerfi, væntanlega með bönkunum. Félagslega þætti þarf að vista annarsstaðar.
Verkefnið er framtíðar kerfi fjármögnunar íbúðalána, og aðkoma ríkisins að þeirri uppbyggingu, sé hennar þá þörf. Í þessu efni þurfum við ekki að finna upp hjólið, aðrir hafa líka svona kerfi.
Langdregin umræða um fyrri vanda Íbúðalánasjóðs og forvera hans, er að mínu viti aðeins til að skemmta skrattanum.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.