Er króna ekki króna?


Nei ekki ef hún er í eigu útlendinga sem eiga kröfu í þrotabú á Íslandi.  Þeirra króna er verðminni, mögulega hálf króna.
Hvers vegna er þetta. Vegna þess að eigandi þessarar krónu vill fá henni skipt í erlendan gjaldeyri.  Hvað ef hann vill það nú ekki, þá er þetta samt vond króna, og það ber að takmarka það sem kaupa má fyrir hana á Íslandi.
Þessi króna bætist nú í krónusafnið, vísitölukróna, aflandskróna, hrægammakróna, launamannakróna osfv.
Stjórnvöld boða áframhaldandi gjaldeyrishöft, höft af illri nauðsyn að sjálfsögðu og til skamms tíma. Staða sem okkur er ekki ókunn á liðnum áratugum.  Næsta skref, nýjar gjaldeyrisskömmtunar deildir í bönkunum, því Seðlabankinn ræður ekki við þetta. Þar er skömmtunin nú.
Handstýrða gengi krónunnar er að sjálfsögðu rangt, enda viðurkennt í viðskiptum tengdum aflandskrónum. Næsta stig, svartamarkaður með gjaldeyri, í upphafi með gjaldeyri frá ferðamönnum.  Stór viðskiptavinur, hrægammakrónur.
Afleiðing, spilling, óréttlæti, siðferðisbrestur.  Allt hlutir sem við höfum séð áður.
Lausnin, vel þekkt og troðin slóð. Í stað haft komi frelsi, raunsæi á stöðuna, kjarkur til að gera það sem þarf.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Íslenska krónan er gjaldmiðill og gjaldeyris-mælikvarði íslenska ríkisins. Það er ekki hægt að snúa út úr þeirri staðreynd með einhverju herteknu seðlabanka-bulli.

Fjármálaeftirlitið á Íslandi ætti í raun að vera ofarlega á lista yfir eftirlýstar glæpastofnanir heimsins, því falskara öryggi en það undarlega eftirlit finnst ekki í nokkru siðmenntuðu ríki.

Kannski finnst ekki heldur neitt raunverulega siðmenntað ríki, og þá vandast nú málið!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.6.2013 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband