Jólabókaflóðið

Útgáfa jólabóka er hluti af okkar jólahefð.  Magn þessara bóka hlýtur að vekja undrun allra nema okkar. Jóla og áramóta - hefðir okkar eru nú reyndar að verða „ túristaattraction „  túristar  leggja það á sig að koma hingað til okkar í svartasta skammdeginu. Veri þeir velkomnir og bestu jóla- og nýársóskir til þeirra allra.

Aftur að jólabókunum. Þessi markaður hefur breyst í tímans rás. Ævisögur voru ákaflega vinsælar um árabil og sögur af dulrænum fyrirbrigðum.  Auðvitað hefur allt sinn tíma og markaðurinn vill eitthvað nýtt. Það nýja var glæpasagana. Fyrirsagnir voru um að við ættum í dag, glæðasagnahöfunda á heimsmælikvarða, minna mátti það ekki vera. Þannig var Arnaldi og Yrsu lyft til skýjanna.  Nýir höfundar hafa svo sótt inn á þennan markað, það þarf að skrifa það sem markaðurinn vill.
Það var ljóst að þessi jól áttu að vera glæpasagnajól eins og fyrri jól.  Þegar einhver ætlar að hafa vit fyrir þjóðinni, eins og t.d. hvaða forseta hún á að kjósa, gerist það skemmtilega á Íslandi, þjóðin vill ekki láta troða einhverju ofaní sig !!!  Hún vildi heldur kaupa bókin um einfarann Gísla á Uppsölum.  Hefur  fólk mögulega fengið nægan skammt af glæpum og morðum, þó á bók sé.  Finnur frekar tengingu í Gísla, sérvitringinn sem þreyir þorrann og góuna í afskiptum dal á Vestfjörðum. Auðvitað átti Gísli,  á vissan hátt bágt í dalnum sínum, þannig er líka staða margra í dag, þó dalurinn hafi einhverja aðra mynd.  Ævi Gísla, snertir vissulega einhverja taug í þjóðarsálinni.  Gísli er nýrri útgáfa af Barti í sumarhúsum, persónur sem ná til okkar. Persónur sem vilja frelsi, en fá það aldrei.
Gísli var alger andstæða glæpamannsins sem drepur fólk með köldu blóði, hugsunarháttur sem flestu fólki er framandi. Hefur þessi „ glæpadýrkun „ mögulega gengið of langt ?
Auðvitað eru Arnaldur og Yrsa heimsfræg, annað væri það. Fyrirsagnir þurfa að ná athygli, en hvað sem líður fyrirsögnum, er það Gísli á Uppsölum sem á vinninginn. Það er þá þrátt fyrir allt eitthvað jarðsamband hjá þessari þjóð. !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég hef algerlega misst áhugann á jólabókaflóðinu.

Einu sinni voru þar aðallega ævisögur. Ekki hafði ég geð í mér til að lesa þær.

Nú eru það glæpasögurnar. Þær eru allar eins. Eða, nei, það eru þrjár útfærzlur.

Ég nenni þessu ekki. Ég kaupi mínar bækur á öðrum tímum. Þær eru flestar á ensku. Charles Stroos, William Gibson... þannig lagað. Svo hlusta í á hljóðbækur í vinnunni - það er voða sniðugt ef maður getur það. Librivox.org. Tékkaðu á því.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.1.2013 kl. 01:50

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Takk fyrir þessa ábendingu Ásgrímur. Konan hlustar mikið á útvarp og er mikill RUV aðdándi !!

Jón Atli Kristjánsson, 3.1.2013 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband