16.1.2012 | 10:31
Hvað varð af týndu peningunum !!
Fyrsta útgáfa hrunsins á Íslandi var sem sé þessi, að um 30 útrásarvíkingar hefðu settu Ísland á hausinn. Þetta var einföld og öllum skiljanleg skýring á því hvað gerðist. Þetta var líka góð skýring fyrir marga, beindi kastljósinu og reiðinni í ákveðna átt, óvinurinn var fundinn.
Í framhaldi af þessu var mikið talað um stolnu peningana sem þessir delikventar ættu í erlendum skattaskjólum, nöfn á eyjum eins og Tortóla, sem enginn hafði heyrt af, skaut upp kollinum. Eva Joly, þekkti vel alla klækina og skjólin,nú væri að setja í það nægan mannskap að ná í peningana, þýfið skildi endurheimt.
Öllum fannst þetta þjóráð að endurheimta peninga og fyllilega þess virði að setja í það mannskap. Þetta gæti alveg verið sjálfbær útgerð, endurheimt fé, borgaði brúsann og við fengjum réttlætið í kaupbæti.
Það vakti því verðskuldað athygli þegar Jón Ásgeir, var beðinn að gera grein fyrir eignum sínum, að hann átti ósköp lítið, og augljólega ekki fyrir lögfræðikostnaði. Vissulega bjóst enginn við að hann segði frá öllu, hvaða sannur íslendingur hefði gert það. Hálauna maðurinn átti sem samt nánast ekkert nema skuldsettar eignir.
Skúrkarnir í dag er hópur bankamann, sem keyptir voru til að gera það sem þeim var sagt. Það getur varla talist glæpur að sá sem biður um lán í banka skrifi sannfærandi bréf um að hann eigi að fá lánið. Ef hann trúir ekki á sinn málstað hver þá. Það virðist því ólíklegt að Jón Ásgeir verði veiddur í það net sem nú hefur verið kastað út.
Ég vona svo sannarlega að sérstakur sé ennþá að leita að öllum stolnu peningunum. Ef ég man rétt varð hrunið 2008 og nú er 2012. Ég vona líka að þessir peningar séu á vöxtum, og að ekki sé búið að eyða þeim í lögfræðikostnað og fjölmiðlakaup. Það komi sem sé í ljós 2015 að þeir sem raunverulega græddu á hruninu, voru lögfræðingar og eigendur fjölmiðla.
Í framhaldi af þessu var mikið talað um stolnu peningana sem þessir delikventar ættu í erlendum skattaskjólum, nöfn á eyjum eins og Tortóla, sem enginn hafði heyrt af, skaut upp kollinum. Eva Joly, þekkti vel alla klækina og skjólin,nú væri að setja í það nægan mannskap að ná í peningana, þýfið skildi endurheimt.
Öllum fannst þetta þjóráð að endurheimta peninga og fyllilega þess virði að setja í það mannskap. Þetta gæti alveg verið sjálfbær útgerð, endurheimt fé, borgaði brúsann og við fengjum réttlætið í kaupbæti.
Það vakti því verðskuldað athygli þegar Jón Ásgeir, var beðinn að gera grein fyrir eignum sínum, að hann átti ósköp lítið, og augljólega ekki fyrir lögfræðikostnaði. Vissulega bjóst enginn við að hann segði frá öllu, hvaða sannur íslendingur hefði gert það. Hálauna maðurinn átti sem samt nánast ekkert nema skuldsettar eignir.
Skúrkarnir í dag er hópur bankamann, sem keyptir voru til að gera það sem þeim var sagt. Það getur varla talist glæpur að sá sem biður um lán í banka skrifi sannfærandi bréf um að hann eigi að fá lánið. Ef hann trúir ekki á sinn málstað hver þá. Það virðist því ólíklegt að Jón Ásgeir verði veiddur í það net sem nú hefur verið kastað út.
Ég vona svo sannarlega að sérstakur sé ennþá að leita að öllum stolnu peningunum. Ef ég man rétt varð hrunið 2008 og nú er 2012. Ég vona líka að þessir peningar séu á vöxtum, og að ekki sé búið að eyða þeim í lögfræðikostnað og fjölmiðlakaup. Það komi sem sé í ljós 2015 að þeir sem raunverulega græddu á hruninu, voru lögfræðingar og eigendur fjölmiðla.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 42847
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta bara allt í plati? Voru engin lán veitt úr bönkunum til manna sem ekki greiða til baka? Var þetta í rauninni "svokallað" bankahrun?
Flosi Kristjánsson, 16.1.2012 kl. 21:04
Sæll Flosi hlaupagarpur. Ég og fleiri höfum velt því fyrir okkur hvað varð um alla þá peninga sem töpuðust í okkar hruni og reyndar í þeirri fjármálakreppu sem reið yfir Vesturlönd. Þetta var froða, segja sumir. Já, er miklir raunverulegir fjármunir skiptu einnig um hendur. Um þetta bókhald hefur líðið verið rætt. Hvers vegna, væntanlega vegna þess að þetta er ekki einfalt að rekja. Það er hægt að hafa um þetta sínar hugmyndir, en rannsóknaraðilar ættu að hafa " bestu " tækin til að svara þessu. Siðblindur bankamaður er mjög hættulegt fyrirbrigði. Hann hefur þekkingu og tæki til að spinna vef, fela slóð, en um leið búa til fallega glansmynd. Hugtakið raunveruleiki er hjá þessum aðila ekki til. Í máli Enron, voru flétturnar þannig að aðilar máls höfðu sjálfir tapað allri yfirsýn, allt var orðið í plati. Það væri gaman að vita hver raunveruleikinn var, og við verðum í lengstu lög að trúa því að hann finnist !!
Jón Atli Kristjánsson, 17.1.2012 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.