Það er geðveikt að vera geðveikur.

Meðlimir Hugarafls, samtaka sem voru stofnuð í júní 2003 af notendum í bata, og átt hafa við geðræna erfiðleika að stríða og iðjuþjálfum með víðtæka reynslu af geðheilbrigðismálum, eiga heiðurinn af fyrirsögninni í þessu bloggi.  Hópurinn keyrði um borgina sjúkrarúm til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og söng m.a. þessa yfirskrift.  Nauðsynlegt að taka sig ekki alltof alvarlega, þó þessi mál séu alltaf alvörumál.
Fékk í jólagjöf bókina Ómunatíð eftir Styrmi Gunnarsson. Bókin fjallar um sjókdómsbaráttu eiginkonu hans Sigrúnar og þau áhrif sem veikindin höfðu á líf fjölskyldu þeirra í meira en 40 ár.
Þau hjónin eiga heiður skilið fyrir að stíga fram og segja okkur hinum frá lífi sínu og baráttu. Mér datt í hug orðið raunveruleikabókmenntir, eins og raunveruleikasjónvarp, sem mjög er vinsælt um þessar mundir.  Raunveruleikasjónvarp er þó yfirleitt innihaldslaus farsi, en það verður ekki sagt um líf þeirra hjóna og aðstandenda þeirra.
Þau hjón mega vera fullviss um það að þau eru að gera okkur hinum mikinn greiða með því að fjalla opinskátt um líf sitt. Styrmir auðgar texta sinn með fjölmörgum tilvitnunum og fróðleik, sem lýsir vandvirkni hans og rannsóknum á þessum málum. Ég tók þetta sérstaklega til mín og sá glögglega að ég hafði ekki nægilega lesið heima !
Áhrif geðveikinnar á börn hinna sjúku er stór þáttur bókarinnar og áhugaverður. Lærdómur þeirra hjóna og uppgjör er veigamikið innlegg í umræðuna.  Þeir sem þekkja til þessa sjúkdóms, vita um hvað þau hjón tala. Við þau vil ég aðeins segja að þau mega ekki vera of dómhörð á sig sjálf, þau voru að fást við ofurmannlegt viðfangsefni, og voru í mínum huga alltaf að leitast við að gera það rétta. Hvað er hægt að ætlast til meira af sjálfum sér.
Þessi bók er velkomin lesning. Hún er heiðarleg og sönn og skrifuð fyrir okkur hin. Mér finnst mega ráða það af bókinn að heilsa Sigrúnar sé „ betri „ nú hin síðari ár, ef nokkurntíman má nota það orð um þennan sjúkdóm.  Óska þeim hjónum alls hins besta á komandi árum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þetta er afar merkileg bók fyrir margra sakir. Það að þau hjón taka bæði þátt í gerð bókarinnar er afar áhugavert og gerir bókina miklu áhugaverðari. Sem betur fer hefur umræða um geðröksun gjörbreyst á Íslandi á undanförnum árum, og er það vel. Hugarafl eru síðan samtök sem full ástæða er að kynna vel. Þegar vel rúmur helmingur fólks á einhvern tíma á ævinni við einhverja röskun að stríða, verður þörfin fyrir stuðning augljós.

Það er full ástæða að þakka þeim hjónum fyrir þeirra merka framlag, um leið og það er á dagskrá næstu daga að setjast niður og hefja lesturinn. 

Sigurður Þorsteinsson, 2.1.2012 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband