30.12.2011 | 09:01
Það er aldrei neitt hægt á Íslandi !!
Vinur minn sem er vitur maður, sagði við mig það er ekkert hægt á Íslandi, það eru aldrei til peningar. Þess vegna er eina leiðin til að eitthvað sé gert, er bara að gera það, þó það sé allt í bullandi skuld.
Þessi lífsspeki gekk alveg upp á verðbólgutímum, því verðbólgan át upp skuldirnar, þær bara hurfu. Blessuð verðbólgan !
Þessi hugsunarháttur lifir enn góðu lífi með þjóðinni. Var eitthvað vit í Héðinsfjarðargöngum, Hörpunni, eða Nýbyggingu Landsspítalans. Auðvitað ekki enn þetta er nú samt gert.
Harpan er vissulega fallegt hús á fallegum stað og fallega búið. Nýr Landsspítali verður væntanlega glæsileg bygging en er byggður á tímum blóðugs niðurskurðar í þessari rómuðu stofnun og mun kosta 50-100 milljarað króna. Ný tæki er ekki hægt að kaupa til núverandi spítala og álag á starfsfólk, stappar nærri vinnuþrælkun. Allir þekkja svo lögmálið, að eitt er að byggja, og annað að reka.
Allt er þetta hægt, þó vitið vanti, vegna þess að reikningurinn er sendur skattgreiðendum, hinum breiðu bökum. Þó bakið sé bogið í dag, munu koma betri dagar og blóm í haga. Þá verður stórhuga mönnum þökkuð áræðnin og framsýnin, að hafa ekki tekið mark á bölsýni og barlómi.
Eitt er víst að einkafyrirtæki, sem hugsaði og hagaði sér svona, færi lóðbeint á hausinn. Það er stutt í að s.l. áratugur í fyrirtækjarekstri sé skoðaður út frá þessu sjónarmiði.
Það versta í þessu máli er að þeir sem ná fram þessum ákvörðunum hafa tekið ákvörðunarvald frá þeim sem á eftir koma. Sama krónan verður ekki notuð oft, þannig að því meira af óarðbærum" fínheitum því minna til allra annarra nota.
Sú fjárfestingastefna sem hér er lýst er í ætt við forsetahöll Ceausescu í Búkarest í Rúmeníu en í henni eru 1000 herbergi. Þegar höllin var byggð gat fólkið í landinu varla brauðfætt sig.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
""Það versta í þessu máli er að þeir sem ná fram þessum ákvörðunum hafa tekið ákvörðunarvald frá þeim sem á eftir koma.""
Þetta á við um allar gerðir okkara manna, þeir sem á eftri koma erfa landið og við ætum að bera virðingu fyrir þaim sem á undan fóru.
""Sama krónan verður ekki notuð oft, þannig að því meira af „ óarðbærum" fínheitum því minna til allra annarra nota.""
Penigar eru ekki takmörkuð auðlynd eins og fiskimiðinn okkar og því þarf ekki kvóta á peninga til að vermda þá eins og þú virðist halda.
Fjárfestingar í grunnstoðum þjóðfélagsins geta aldrei allar verið "arðbærar" út frá peningalegum sjónarmiðum því þær eru oft til of langs tíma til dæmis fæðingadeildir eða snjóflóðavarnir.
""Sú fjárfestingastefna sem hér er lýst er í ætt við forsetahöll Ceausescu í Búkarest í Rúmeníu en í henni eru 1000 herbergi. Þegar höllin var byggð gat fólkið í landinu varla brauðfætt sig.""
Sjúkrahús og vegir eru fyrir alla þegna samfélagsins en höllin var bara fyrir forsetan.
Guðmundur Jónsson, 30.12.2011 kl. 10:21
Takk fyrir þetta innlit Guðmundur. Eins og þú sérð á upptalningu minni á framkvæmdum er ég að ræða um opinberar framkvæmdir. Þar er að mínu viti sannarlega um takmarkanir að ræða ( takmarkaða auðlind ) því ekki er hægt að hækka skatta endalaust.
Ég er sammála þér um grunnstoðirnar en legga áherslu á þá ögun sem mér finnst vanta í ákvörðun flestra opinberra framkvæmda.
Jón Atli Kristjánsson, 30.12.2011 kl. 12:49
hleipið mér á þing skal lokaþessu enda ekkert með fólk aðgera sem ekkert kann sannið til núna eru það endanlega búinn að setja i á zuna þetta verður ekkert liðið vill ekki einhver gera eithvað þau eru löngu búinn að eiðileggja ísland og hafa gamann af því sjíð bara jóhönnu hún brosir við andmælum komið kerlingunni út hún er óhæf hjakkar í gamla sikk sakk sporinu
Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.