Hvað gerist 2012?

Nú nálgast sá tími þegar völvur landsins koma með spár sínar um komandi ár 2012.  Það er hefðbundið að þær spár byrji á að rifja upp allt það sem völvan spáði fyrir 2011 og hvernig flest af því kom fram.  Leyndardómur þeirrar upprifjunar er að ekkert er minnst á það sem ekki kom fram.
Þetta efni er mjög vinsælt og er lesið af miklum áhuga, hver vill ekki vita eitthvað um framtíðina. Nú vill svo til að ég er mjög spámannlega vaxinn og deili með ykkur án endurgjalds spá minni fyrir 2012:
  • Árið 2012 mun töluvert af fólki flytjast af landi brott,
  • Aflabrögð á íslandsmiðum mun verða í góðu meðallagi og verð á afurðum hátt,
  • Ólafur Ragnar Grímsson verður endurkjörinn forseti Íslands,
  • Mitt Romney, verður hinsvegar kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna,
  • Verulegar jarðhræringar verða á næsta ári, en ekkert nýtt eldgos,
  • Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mun sitja út árið,
  • Olíverð verður áfram hátt og fer á árinu í $ 120 tunnan.
Ég er ekki talnaspekingur, stjörnuspekingur eða spái í bolla. Það mun því enginn  taka mark á þessari spá minni.  Þar sem ég er að byrja í þessum bransa er spáin í styttra lagi. Ég ætla hinsvegar  að standa fast við þessa spá mína og fara kokhraustur yfir hana með ykkur að ári liðnu !!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón Atli. Síðast þegar sá þig ætlaði ég að spyrja þig af hverju þú værir að dröslast með þessa netglerkúlu. Nú þarf ég ekki að spyrja, veit svarið.

Sigurður Þorsteinsson, 29.12.2011 kl. 15:40

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Já ég leyni á mér. Fer að sjálfsögðu leynt með kúluna. Ef ég hristi hana kemur snjór og hvernig hann sest ræður miklu um útlitið. Minni þig á hvað Zig Zigler segir um stjórnuspár í bók sem við þekkjum báðir.

Jón Atli Kristjánsson, 29.12.2011 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband