28.12.2011 | 07:59
"Sagan sem varð að segja"
Ég fékk þessa bók um líf og starf Ingimars H. Ingimarssonar í jólagjöf. Þetta er ævintýrleg saga og hin áhugaverðasta lesning. Í lok bókarinnar kastar þessi reynslumikli maður fram nokkrum sannleikskornum:
- Sannleikurinn kemur alltaf fram að lokum. Það er hægt að reyna að fela hann með því að breiða yfir hann lag af lygum, en það er alltaf hægt að grafa niður á hann þannig að hann komi í ljós. Það er bar spurning um tíma,
- Á tímum útrásarinnar, og bankahrunsins, hvarf heiðarleikinn úr íslensku viðskiptalífi, jafnvel líka úr stjórnmálum og stofnunum,
- Í gegnum öll þessi ár og allan þennan bissness hef ég gjarnan látið eina setningu flakka við samstarfsmenn mína þegar illa gengur. Við getum treyst því að sólin kemur upp í austri á morgun.
Við lestur þessarar bókar vekur það sérstaka athygli mína hvað þessi maður var skipulegur í öllu sem hann gerði. Aðdáunarverður eiginleiki í þeirri vinnu sem hann tók sér fyrir hendur og sannarlega til að læra af. Hann talar einnig mikið um þrautseigju og þolinmæði, sem mikilvæga eiginleika í viðskiptum, eitthvað sem þeir sem eru að feta sín fyrstu spor í viðskiptum, ættu að taka til eftirbreytni.
Mjög áhugaverð bók fyrir alla, sérstaklega þá sem voru samferðamenn Ingimars, og hafa sína snertifleti við margt af því sem hann lýsir í sögu sinni.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi bók er á listanum yfir þær bækur sem lesa skal á næstu vikum. Það væri synd ef ekki verður fjallað meira um innihald bókarinnar í fjölmiðlum nú eftir jól.
Sigurður Þorsteinsson, 29.12.2011 kl. 03:06
Já þú skalt gera það, veit að þú hefur gaman af henni. Þú þarft að þýða kafla út bókinni fyrir tengdapabba, hann er nú ekki alveg ókunnur gamla DDR.
Jón Atli Kristjánsson, 29.12.2011 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.