Hin hliðin á lýðræðinu.

Dagana 6-9 desember s.l. gerði MMR alvöru skoðanakönnun úr hópi 12.000 álitsgjafa sinna.  Frá þessari könnun segir Fréttabalðið 17.12.  Úrtakið var 865 og svarhlutfall að meðaltali 60%. Spurt var hvaða stjórnmálaflokk þátttakendur treystu best til að leiða tilgreina 12 málaflokka:
1. Skattamál,
2. Heilbrigðismál,
3. Lög og regla almennt,
4. Atvinnuleysi,
5. Innflytjendamál,
6. Mennta - og skólamál,
7. Umhverfismál,
8. Efnahagsmál almennt,
9. Endurreisn atvinnulífs,
10. Nýting náttúruauðlinda,
11. Samningur um aðild að ESB,
12. Rannsókn á tildrögum bankahrunsins.


Það sem er áhugavert við þessa könnun er að hún hefur verið gerð 4 sinnum frá apríl 2009.  Í þeirri könnun var mikið traust borið til stjórnarflokkanna, en það hefur nú sannarlega snúist við.
Núverandi stjórnarflokkar fá  í dag 31% fylgi eða 22 þingmenn. Stjórnin er því kolfallin.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi einn 38,5% eða 29 þingmenn og Framsókn fengi 12, ef kosið væru nú.
Af fyrrgreindum málaflokkum treysta þáttakendur Sjálfstæðisflokknum best til að leiða 10 flokka af fyrrgreindum 12.  VG var treyst til að leiða 2 málaflokka, umhverfismál og rannsókn á bankahruninu.


Hin hliðin á lýðræðinu er að í dag situr ríkisstjórn rúin trausti, studd af 1/3 „ þjóðarinnar „ og ætti með réttu að fara frá.  Það mun hún væntanlega ekki gera og ætlar að sitja meðan sætt er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er þetta áhugavert. Ríkisstjórn með ábyrgðartilfinningu myndi segja af sér og boða til kosninga. Þeir sem eru hvað mest á móti  vinstri öflunum, vilja að ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið, því þá hafi fólkið í landinu fengið sig svo mikið fullsatt af vinstri öflunum að þau muni ekki koma til starfa aftur. Það yrði  hins vegar dýrkeypt fyrir þá verst settu í þjóðfélaginu.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 19:45

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Alveg sammála þér Arnar, þess vegna tala ég um hina hliðina á lýðræðinu. Það eru jú kosningar á 4 ára fresti !!

Jón Atli Kristjánsson, 20.12.2011 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband