17.12.2011 | 09:01
Icesave, staða máls, erum við áhættufíklar.
Eins og við munum, felldi þjóðin í þjóðaratkvæðagreiðslu, lög sem fólu í sér endanlegt uppgjör Icesave málsins. Mikil vinna var lögð í þetta mál og færir samningamenn komu fram fyrir okkar hönd. Úr málum bús Landsbanks hefur unnist þannig að líklegast er að ekki hefði komið til greiðslu úr ríkissjóði.
Þeir sem töluðu fyrir samþykkt laganna og um leið uppgjörs, gerðu það flestir með það í huga að samningarnir væru vel ásættanlegir og málið væri þar með afgreitt.
Þeir sem felldu lögin gerðu það af ýmsum ástæðum enn flestir væntanlega þó af þeirri, að málið kæmi okkur ekki við, við ættum ekkert að borga. Þessi hópur hafði ekki miklar áhyggjur af EFTA dómstólnum, en mjög líklegt var á þessum tíma að málið færi þangað.
Ákvörðun er ákvöðrun og allir sammála um að nú sé að verjast í dómssölum.
Þetta leiðir hinsvegar hugann að því hvernig við sem manneskjur og þjóð, höndlum áhættu. Fyrir okkur voru Icesave - kostirnir alveg klárir, örugg niðurstaða, eða óvissuferð, þar sem versta niðurstaða er skelfileg.
Við völdum óvissuna, vitandi vits um að staða okkar gæti verið veik á ýmsum sviðum. Stöndum í fæturnar, þetta reddast var inntak umræðunnar !!
Breskir ráðamenn hafa lýst því í umræðu um Icesave, að þeir hafi boðið okkur aðstoð við lausn málsins. Þeir hafa einnig lýst því, sem furðu sinni, að við þurftum enga hjálp og slóum á þeirra hjálparhönd. Fyrir þá var þetta óskiljanlegt og óskynsamlegt.
Lærdómur þessa máls er gamall og góður. Ef þú hefur efni á að gera þínar vitleysur, átt peninga til að borga, þá er þetta alfarið þitt mál og þú þarft engan að spyrja. Ef þú hinsvegar átt ekkert ert á brókinni, sem er staða okkar þjóðar, mátt þú enga áhættu taka.
Í þessu máli tókum við bullandi áhættu og í ljósi þess sem á undan var gengið ættum við að spyrja, hvað í okkur sjálfum, gerir okkur að þessum áhættufíklum !
Þeir sem töluðu fyrir samþykkt laganna og um leið uppgjörs, gerðu það flestir með það í huga að samningarnir væru vel ásættanlegir og málið væri þar með afgreitt.
Þeir sem felldu lögin gerðu það af ýmsum ástæðum enn flestir væntanlega þó af þeirri, að málið kæmi okkur ekki við, við ættum ekkert að borga. Þessi hópur hafði ekki miklar áhyggjur af EFTA dómstólnum, en mjög líklegt var á þessum tíma að málið færi þangað.
Ákvörðun er ákvöðrun og allir sammála um að nú sé að verjast í dómssölum.
Þetta leiðir hinsvegar hugann að því hvernig við sem manneskjur og þjóð, höndlum áhættu. Fyrir okkur voru Icesave - kostirnir alveg klárir, örugg niðurstaða, eða óvissuferð, þar sem versta niðurstaða er skelfileg.
Við völdum óvissuna, vitandi vits um að staða okkar gæti verið veik á ýmsum sviðum. Stöndum í fæturnar, þetta reddast var inntak umræðunnar !!
Breskir ráðamenn hafa lýst því í umræðu um Icesave, að þeir hafi boðið okkur aðstoð við lausn málsins. Þeir hafa einnig lýst því, sem furðu sinni, að við þurftum enga hjálp og slóum á þeirra hjálparhönd. Fyrir þá var þetta óskiljanlegt og óskynsamlegt.
Lærdómur þessa máls er gamall og góður. Ef þú hefur efni á að gera þínar vitleysur, átt peninga til að borga, þá er þetta alfarið þitt mál og þú þarft engan að spyrja. Ef þú hinsvegar átt ekkert ert á brókinni, sem er staða okkar þjóðar, mátt þú enga áhættu taka.
Í þessu máli tókum við bullandi áhættu og í ljósi þess sem á undan var gengið ættum við að spyrja, hvað í okkur sjálfum, gerir okkur að þessum áhættufíklum !
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð greining hjá þér Jón Atli. Öll skynsemi var látin lönd og leið í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um þetta mál. Það snerist allt upp í einhvern tilfinngahita sem átti lítið skylt við rökhugsun. Það var auðvelt að spila á það að þjóðin og börnin okkar ættu ekki að blæða fyrir vitleysuna í útrásarvíkingunum.
Þórir Kjartansson, 17.12.2011 kl. 11:06
Umhugsunarverð færsla.
Ég hef heyrt margar tilgátur um svar við þessari spurningu frá erlendum Íslandsvinum.
Ein sú algengasta tengist langri sögu okkar sem "nýlenduþjóð" sem náði ekki að þróa lýðræðslega pólitíska umræðuhefð áður en (eða eftir að) við urðum fullvalda ríki.
Agla, 17.12.2011 kl. 15:06
Já Þórir ég verð að játa að ég áttaði mig ekki á þessari stemmningu. Þetta var líka öðrum þræði þjóðernislegt eða á maður að nota orðið þjóðrembulegt. Agla, umræðuhefðin eða skortur á henni, er efni í annað blogg !
Jón Atli Kristjánsson, 17.12.2011 kl. 21:21
"For the rest live dangerously, take life as it comes, one day at a time. Dread nought, all will be well."
Halldór Jónsson, 17.12.2011 kl. 23:35
Sjálfsagt voru margar ástæður fyrir því að málið féll í síðustu atkvæðagreiðslunni. Í fyrsta lagi voru ríkisstjórnarflokkarnir búnir að halda afar illa á málinu. Nánast allt sem frá þeim kom var rangt og þjóðin treysti þeim ekki fyrir áframhaldinu. Þá var ástandið í þjóðfélaginu hlynnt því að segja nei. Í ljósi stöðunnar nú hefðum við betur samþykkt þessa samninga í lokin.
Sigurður Þorsteinsson, 18.12.2011 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.