Bankahrunið og kastljós.

Kastljós á RUV hefur síðustu kvöld sannarlega beint kastljósinu að bankahruninu. Mikil vinna hefur verið lögð í gerð efnis, en hvers vegna núna og af hverju ?
Fyrir innvígða og innmúraða er ekki margt nýtt sem fram kemur í þessum þáttum. Flest hefur verið sagt áður og sumt margoft.  Atburðarásin er heldur ekki ný og spannar með öllu hart nær tíu ár.
Bankahrunið er í hugum margra að verða gömul frétt. Fyrir ýmsa er einnig verið að rífa upp gömul sár. Málið er einfaldlega í réttum farvegi  rannsókna - og dómsvaldsins og á eftir að tikka þar í nokkur ár í viðbót.  Verið er að vinna á skuldavanda heimila og fyrirtækja, meginlínur þeirrar vinnu liggja fyrir, en framkvæmdin ekki alveg komin í höfn. Við þurfum að snúa okkur að öðru.
Bankahrunið er einnig mál sem er í eðli sínu neikvætt. Það viðheldur neikvæðum hugsunum og til hvers ?  Svar einhverra er að við þurfum að gera upp þessa tíma, hreinsa út skítinn.  Annar skóli segir að við eigum að sleppa tökunum hætta að hugsa um þetta tímabil og horfa þess í stað fram á veg.
Er það mögulegt að sá doði sem við upplifum, neikvæðni og nöldur, eigi einmitt upphaf sitt í þessu að við höfum ekki sleppt tökum og ýtt þessu hrunmáli afturfyrir okkur.
Ef það, að sleppa tökum er rétt, þá sjá allir að bankahrunið sem varð fyrir 3 árum er ekki búið, það heitir aðeins öðru nafni í dag, hvað eigum við að segja, hrun  hugans. Skaðinn og tjónið heldur áfram engum til gagns.  Ég mæli með að við sleppum takinu og förum að hugsa um framtíðina !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við getum ekki farið að hugsa um framtíðinna á meðan við sitjum ennþá föst í viðjum fjármálakerfis fotríðarinnar. Við þurfum heldur ekkert að hugsa meira um framtíðina, heldur bara að ganga inn í hana. Það sem kemur í veg fyrir að við getum lagt af stað þangað er að fólk er ennþá alltof upptekið af því að hugsa um framtíðina (eða fortíðina), og kemst ekkert lengra en að hugsa vegna þess að það er hér stórt og mikið kerfi úr fortíðinni sem hefur lítið breyst og heldur öllu enn í heljargreipum.

Við getum ekki farið af stað inn í framtíðina fyrr en við sameinumst um að innleiða hana, og byrja þá með afnámi hins gamla kerfis úr fortíðinni. Að hugsa og hugsa um Hornafjörð færir þig ekki til Hornarfjarðar, þú kemst ekki þangað fyrr en eftir að þú stígur upp í flugvélina eða rútuna og leggur af stað.

Þetta er í raun alveg eins og með fiskveiðikerfið, eða hægri umferð ökutækja. Við getum ekki innleitt nýtt fyrirkomulag nema með afnámi þess gamla. Þessu hljóta allir að átta sig á. Það verður engin breyting á meðan haldið er í gamla kerfið. Sama á við um fjármálakerfið, það kemur ekkert nýtt svoleiðis fyrr en það gamla er afnumið. Hingað til hafa ekki nógu margir lýst þeirri eindregnu skoðun að þetta sé nauðsynlegt, og á meðan fólk lætur eins og allt sé í lagi með það er litlu hægt að breyta.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2011 kl. 15:41

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jú, það er stöðugt verið að tala um uppgjör við fortíðina og það truflar nútímann. Hvaða uppgjör er verið að tala um. Við höfum sérstakan saksóknara og við vorum með sérstaka rannsóknarnefnd. Ekki eru stjórnmálamennirnir okkar að taka neitt á sig. Jóhanna var einn innsti koppur í búri, og þegar kemur að sínu uppgjöri hefur hún stungið höfðinu í sandinn. Hún sér ekki í núinu, og heldur ekki til framtíðar, sennilega vegna þess að hún er með sand í augunum.

Þættirnir um hrunið er varla tilviljun. Nú eru fjárlögin til meðferðar og það hentar ríkisstjórn afar vel að fjalla þá um aðra þætti. Nei, ég trúi illa á tilviljanir. 

Sigurður Þorsteinsson, 16.12.2011 kl. 16:37

3 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Gott innlegg í umræðuna Siggi og Guðmundur.  Fyrirsögn í Fréttablaðinu er, landið troðfullt af íslenskum krónum. Í Kauphöllinn er talað um að það vanti fjárfestingartækifæri. Hvað er að þessari þjóð og því framtaki sem við vitum að býr í henni !!

Jón Atli Kristjánsson, 16.12.2011 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband