15.12.2011 | 08:50
Háir vextir á Íslandi.
- Kjarasamningar eru einn af ráðandi þáttum efnahagsmálanna. Í þeim er venjulega ákvæði um endurskoðun ef forsendur breytast.
- ASÍ og fulltrúar þeirra eru stórir ákvörðunaraðilar á fjármagnsmarkaði, með þátttöku sinni í stjórnum lífeyrissjóðanna,
- ASÍ hefur alltaf haft mikið pólitísk vægi, bæði beint og óbeint.
Talsmennirnir eru því ekki einhverjir áhrifalausir greiningaraðilar úti í bæ, þeir hafa puttann á púlsinum.
Það má einnig benda á að á stórveldistímum bankanna voru greiningardeildir þeirra áberandi í umræðu um efnahagsmál. Umræða frá ASÍ og frá atvinnurekendum er því í dag mjög æskileg, sem mótvægi við liði ríkisvaldsins.
Þegar Ólafur Darri í nýlegum pistli talar t.d. um háa vexti á Íslandi, að þeir séu mögulega 4,5% hærri en í ríkjum á Evrusvæðinu þá er það alveg rétt. Takist að lækka þessa vexti, t.d um 3% eins og hann gefur sér, er auðvelt að reikna mikinn sparnað fyrir alla, ríkið, einstaklinga og fyrirtækin.
Í þessari umræðu þarf að gæta mjög að notkun hugtaka. Á evrusvæðinu er verðtygging almennt ekki notuð, þar eru það nafnvextir sem gilda. Raunvextir eru þar almennt mjög lágir. Á Íslandi er þessu öfugt farið raunvaxtakrafa banka og lífeyrissjóða hefur um langt árabil verið há, mjög óeðlilega há. Sérstaklega skoðað í því ljósi að þessir raunvextir eru breytilegir ekki fastir.
Í allri ákvörðun nafnvaxta í okkar fjármálakerfi, er verðbóla byggð inn í ákvöðunina, leynt eða ljóst. Ég ætla ekki að ergja mig og aðra á að tala um vexti af kredit korta lánum, sem eru okurvextir.
Séu raunvextir á evrusvæðinu og Íslandi bornir saman, eru þeir miklu hærri á Íslandi. Hvaða ástæður skyldu vera fyrir því? Hvers vegna geta eigendur fjámagns á Íslandi gert körfu um hærri raunvexti? Þessi spurning snýr ekki síst að lífeyrissjóðunum, þar sem ASÍ menn hafa sterka rödd, en eru væntanlega í þeirri stöðu að hafa ekki aðeins eina hagsmuni að verja.
Séu vextir háir á Íslandi sýnir það sig að ríkið getur tekið lán erlendis. Ekki væri það góðar fréttir fyrir fjármagnið á Íslandi.
Það stendur hinsvegar alveg óhaggað að íslenskt atvinnulíf og þegnar geta ekki til langframa greitt hærri vexti en samkeppnisaðilar. Það endar bara á einn vega, með ósköpum.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.